Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Birta mynd af upplifun transmanneskju

Þær Hallfríður Þóra Tryggvadóttir og Vala Ómarsdóttir hefja í dag tökur á stuttmynd sinni ÉG. Í henni er fjallað um innra líf transmanneskju. Einungis konur koma að vinnunni við myndina.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Segir miklu erfiðara að gera heimildarmynd heldur en hefðbundna kvikmynd

Kvikmyndagerðarmaðurinn Baldvin Z kann best við lífið þegar nóg er að gera. Eftir að hafa unnið hörðum höndum að heimildarmynd um Reyni sterka undirbýr hann sig þessa dagana fyrir krefjandi tökur á kvikmyndinni Lof mér að falla. Baldvin varpar ljósi á þessi tvö gerólíku ástríðuverkefni sem hafa bæði verið í vinnslu í áraraðir.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Magnþrungin saga hetjudáða og kraftaverka

Nafnið Christopher Nolan er í dag löngu orðið að tákni um ákveðin gæði. Þessi breski leikstjóri og handritshöfundur er á meðal þeirra fremstu í sínu fagi þegar markmiðið er að tvinna saman hugmyndaríkar spennusögur eða öflugt sjónarspil við marglaga efnivið sem sækir oft í athyglisverð þemu. Nýjasta stórvirki Nolans markar hans fyrstu tilraun til þess að segja (stríðs)sögu sem á sér stoð í raunveruleikanum. Nánar tiltekið er hér sagt frá einu ótrúlegasta björgunarafreki mannkynssögunnar, sem fengið hefur viðurnefnið "kraftaverkið í Dunkirk“.

Gagnrýni
Sjá meira