Fimleikar

Fréttamynd

Valgarð Íslandsmeistari í sjötta sinn

Valgarð Reinhardsson úr Gerplu varð í dag Íslandsmeistari í áhaldafimleikum en þetta er sjötti Íslandsmeistaratitill Valgarðs. Thelma Aðalsteinsdóttir úr Gerplu bar sigur úr býtum í kvennaflokki og er þetta hennar fyrsti Íslandsmeistaratitill í fjölþraut.

Sport
Fréttamynd

Biles á meðal fimleikakvenna sem krefja FBI um milljarð dollara

Hópur fyrrverandi ólympíufimleikakvenna í Bandaríkjunum, þar á meðal gullverðlaunahafinn Simone Biles, ætla að krefja alríkislögreglunar FBI um meira en milljarð dollara í skaðabætur vegna mistaka hennar í máli Larrys Nassar sem misnotaði hundruð fimleikakvenna.

Erlent
Fréttamynd

Dansandi 16 ára snillingur í Þorlákshöfn

Dugnaður og þrautsegja einkennir Auði Helgu Halldórsdóttur í Þorlákshöfn, sem er ekki nema 16 ára gömul en samt búin að afreka svo margt í lífinu. Hún er margfaldur Íslandsmeistari í frjálsíþróttum og fimleikum, spilar fótbolta, leikur á þverflautu og dansar ballett og samkvæmisdansa svo eitthvað sé nefnt.

Innlent
Fréttamynd

Karlaliðið fékk silfur

Íslenska karlaliðið fékk silfur á Evrópumótinu í hópfimleikum sem lauk í kvöld. Ógnarsterkir Svíar urðu Evrópumeistarar.

Sport
Fréttamynd

Fór á fyrsta Evrópumótið aðeins tólf ára

Þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs er Kolbrún Þöll Þorradóttir með þeim reynslumeiri í íslenska kvennaliðinu í hópfimleikum. Hún hefur farið á ófá mótin og var ekki nema tólf ára þegar hún fór á fyrsta Evrópumótið sitt.

Sport
Fréttamynd

Storkar fimleikalögmálunum með súperstökkum

Kolbrún Þöll Þorradóttir hefur verið dugleg að storka fimleikalögmálunum og reyna stökk sem ekki hafa verið reynd áður. Meðal þeirra er sannkallað súperstökk á trampólíni; tvöfalt heljarstökk með þremur og hálfri skrúfu.

Sport
Fréttamynd

Ákvað að spara ofurstökkið fyrir stóru stundina

Helgi Laxdal Aðalgeirsson var sáttur með hvernig gekk hjá íslenska karlaliðinu í undanúrslitum á EM í hópfimleikum. Hann segir að í úrslitunum gerði allt gefið í botn og þá vonast hann til að frumsýna ofurstökkið sitt.

Sport