Endar tveggja áratuga einokun tenniskvenna í efstu sætunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2023 11:00 Eileen Gu hefur miklar tekjur af auglýsingasamningum og ekki síst í Kína. Getty/VCG Tenniskonur eru launahæstu íþróttakonur heims og hafa verið það lengi. Það þykir því stórmerkilegt þegar íþróttakona úr annarri íþrótt kemst inn á topp þrjú á peningalistanum. Sportico hefur nú tekið saman listann yfir tekjuhæstu íþróttakonurnar á árinu 2023. Tenniskonur hafa einokað efstu sæti listans undanfarin ár og tenniskonan Coco Gauff er í efsta sæti tekjulistans núna. Gauff vann Opna bandaríska meistaramótið í ár en það var hennar fyrsti sigur á risamóti á ferlinum. Á listanum er tekið saman hvað konurnar fá í laun, í verðlaunafé og svo hvaða tekjur þær hafa af auglýsingum og öðrum styrktarsamningum. Coco Gauff vann sinn fyrsta risatitil á Opna bandaríska meistaramótinu.Getty/Sarah Stier Gauff fékk 6,7 milljónir dollara í verðlaunafé en sextán milljónir frá auglýsingasamningum. Samtals hafði hún því 22,7 milljónir Bandaríkjadala í tekjur á árinu 2023 eða tæpa 3,2 milljarða íslenskra króna. Áður höfum við séð Serenu Williams, Mariu Sharapova og Naomi Osaka í efsta sæti þessa lista. Skíðafimikonan Eileen Gu náði hins vegar í ár að enda tveggja áratuga einokun tenniskvenna í efstu þremur sætum peningalistans. Hin nítján ára gamla Gu er í þriðja sætinu á eftir tenniskonunum Gauff og Igu Swiatek. Hún er eina konan í efstu átta sætunum sem spilar ekki tennis. Gu fær líka langmest af öllum þegar kemur að tekjum frá auglýsingum og styrktaraðilum en hún fékk allar sínar tekjur þaðan eða alls tuttugu milljónir dollara. Swiatek fær aftur á móti mest af öllum þegar kemur að verðlaunafé en hún átti mjög flott ár og fékk alls 9,9 milljónir dollara í verðlaunafé á árinu 2023. Meðal efstu fimmtán þá eru níu tenniskonur, tvær fótboltakonur, tvær skíðakonur og ein úr fimleikum og ein úr golfi. Tekjulisti Sportico leit svona út..sportico.com Tekjuhæstu íþróttakonurnar 2023: 1. Coco Gauff, tennis 2. Iga Swiatek, tennis 3. Eileen Gu, skíðafimi 4. Emma Raducanu, tennis 5. Naomi Osaka, tennis 6. Aryna Sabalenka, tennis 7. Elena Rybakina, tennis 8. Jessica Pegula, tennis 9. Simone Biles, fimleikar 10.Nelly Korda, golf 11. Alex Morgan, fótbolti 12. Megan Rapinoe, fótbolti 13. Leylah Fernandez, tennis 14. Mikaela Shiffrin, skíði 15. Obs Jabeur, tennis Tennis Skíðaíþróttir Fótbolti Golf Fimleikar Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Haukur meistari í Rúmeníu Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Sjá meira
Sportico hefur nú tekið saman listann yfir tekjuhæstu íþróttakonurnar á árinu 2023. Tenniskonur hafa einokað efstu sæti listans undanfarin ár og tenniskonan Coco Gauff er í efsta sæti tekjulistans núna. Gauff vann Opna bandaríska meistaramótið í ár en það var hennar fyrsti sigur á risamóti á ferlinum. Á listanum er tekið saman hvað konurnar fá í laun, í verðlaunafé og svo hvaða tekjur þær hafa af auglýsingum og öðrum styrktarsamningum. Coco Gauff vann sinn fyrsta risatitil á Opna bandaríska meistaramótinu.Getty/Sarah Stier Gauff fékk 6,7 milljónir dollara í verðlaunafé en sextán milljónir frá auglýsingasamningum. Samtals hafði hún því 22,7 milljónir Bandaríkjadala í tekjur á árinu 2023 eða tæpa 3,2 milljarða íslenskra króna. Áður höfum við séð Serenu Williams, Mariu Sharapova og Naomi Osaka í efsta sæti þessa lista. Skíðafimikonan Eileen Gu náði hins vegar í ár að enda tveggja áratuga einokun tenniskvenna í efstu þremur sætum peningalistans. Hin nítján ára gamla Gu er í þriðja sætinu á eftir tenniskonunum Gauff og Igu Swiatek. Hún er eina konan í efstu átta sætunum sem spilar ekki tennis. Gu fær líka langmest af öllum þegar kemur að tekjum frá auglýsingum og styrktaraðilum en hún fékk allar sínar tekjur þaðan eða alls tuttugu milljónir dollara. Swiatek fær aftur á móti mest af öllum þegar kemur að verðlaunafé en hún átti mjög flott ár og fékk alls 9,9 milljónir dollara í verðlaunafé á árinu 2023. Meðal efstu fimmtán þá eru níu tenniskonur, tvær fótboltakonur, tvær skíðakonur og ein úr fimleikum og ein úr golfi. Tekjulisti Sportico leit svona út..sportico.com Tekjuhæstu íþróttakonurnar 2023: 1. Coco Gauff, tennis 2. Iga Swiatek, tennis 3. Eileen Gu, skíðafimi 4. Emma Raducanu, tennis 5. Naomi Osaka, tennis 6. Aryna Sabalenka, tennis 7. Elena Rybakina, tennis 8. Jessica Pegula, tennis 9. Simone Biles, fimleikar 10.Nelly Korda, golf 11. Alex Morgan, fótbolti 12. Megan Rapinoe, fótbolti 13. Leylah Fernandez, tennis 14. Mikaela Shiffrin, skíði 15. Obs Jabeur, tennis
Tekjuhæstu íþróttakonurnar 2023: 1. Coco Gauff, tennis 2. Iga Swiatek, tennis 3. Eileen Gu, skíðafimi 4. Emma Raducanu, tennis 5. Naomi Osaka, tennis 6. Aryna Sabalenka, tennis 7. Elena Rybakina, tennis 8. Jessica Pegula, tennis 9. Simone Biles, fimleikar 10.Nelly Korda, golf 11. Alex Morgan, fótbolti 12. Megan Rapinoe, fótbolti 13. Leylah Fernandez, tennis 14. Mikaela Shiffrin, skíði 15. Obs Jabeur, tennis
Tennis Skíðaíþróttir Fótbolti Golf Fimleikar Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Haukur meistari í Rúmeníu Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti