Sport

Stjarnan Ís­lands­meistari í hópfimleikum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stjörnukonur fagna hér Íslandsmeistaratitli sínum í kvöld.
Stjörnukonur fagna hér Íslandsmeistaratitli sínum í kvöld. fimleikasamband.is

Stjörnukonur urðu í kvöld Íslandsmeistarar í hópfimleikum eftir glæsilega frammistöðu á öllum áhöldum.

Fimm kvennalið og eitt blandað lið voru mætt til keppni á Íslandsmótið sem fór fram á Seltjarnarnesi. Þau voru Gerpla, Grótta, ÍA, Selfoss og Stjarnan.

Stjörnuliðið sýndi frábærar æfingar á öllum áhöldum og unnu með 54.300 stig. Þær unnu líka Íslandsmeistaratitlinum á öllum áhöldum og það með yfirburðum.

Hæstu einkunn mótsins hlaut Stjarnan á gólfi eða 19.800 stig, á dýnu fengu þær 17.900 og á trampólíni 16.600.

Lið Stjörnunnar og Gerplu hafa verið með yfirburði í kvennaflokknum síðast liðin ár og í dag var engin breyting þar á.

Í öðru sæti varð því lið Gerplu með 52.350 stig og í því þriðja lið Selfoss með 51.800 stig. Selfyssingar eru með ungt og efnilegt lið sem verður gaman að fylgjast með í framtíðinni.

Íslandsmeistarar í blönduðum flokki er lið Gerplu en þau fengu 39.550 stig í lokaeinkunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×