Gullregnið í Osló er besti árangur Íslands frá upphafi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. apríl 2024 12:01 Norðurlandameistarar kvenna í liðakeppni 2024 koma frá Íslandi. Frá vinstri: Margrét Lea Kristinsdóttir, Thelma Aðalsteinsdóttir, Hildur Maja Guðmundsdóttir, Lilja Katrín Gunnarsdóttir og Freyja Hannesdóttir. FSÍ Íslenska landsliðsfólkið í fimleikum skrifaði nýjan kafla í fimleikasögu landsins á Norðurlandamótinu í áhaldafimleikum í Osló um helgina. Þrír Íslendingar urðu Norðurlandameistarar í einstaklingsflokki eða þau Hildur Maja Guðmundsdóttir, Thelma Aðalsteinsdóttir og Valgarð Reinhardsson. Alls vann Ísland sex gullverðlaun á mótinu sem er besti árangur Íslands frá upphafi. Öll íslensku liðin höfðu unnið til verðlauna í liðakeppninni á laugardaginn. Konurnar urðu Norðurlandsmeistarar og karlalandsliðið vann brons. Þetta er í fyrsta sinn sem karlalandsliðið vinnur verðlaun á Norðurlandamóti. Bæði lið Íslands í unglingaflokki á NM í Osló unnu einnig til verðlauna, stúlknaliðið varð í öðru sæti og drengjaliðið í þriðja sæti. Hildur Maja Guðmundsdóttir varð fjórfaldur meistari um helgina. Hún varð Norðurlandameistari í fjölþraut á laugardaginn og vann þá einnig gull í liðakeppninni með íslenska kvennalandsliðinu. Hinar í gullliðinu voru þær Freyja Hannesdóttir, Lilja Katrín Gunnarsdóttir, Margrét Lea Kristinsdóttir og Thelma Aðalsteinsdóttir. Ísland hafði ekki unnið Norðurlandatitil í fjölþraut síðan árið 2006 þegar að Sif Pálsdóttir vann titilinn á heimavelli. Þetta var einnig í annað skiptið í sögunni sem liðið okkar vinnur liðakeppnina, en það var einnig á heimavelli árið 2016. Hildur Maja fylgdi þessu síðan eftir með því að verða Norðurlandameistari bæði í á stökki og á jafnvægisslá í gær. Hún bætti síðan fimmtu verðlaununum sínum við þegar hún krækti í silfur á síðasta áhaldi dagsins, gólfi. Þar átti Ísland einnig Norðurlandsmeistara því Thelma Aðalsteinsdóttir vann gull á gólfi. Thelma varð á dögunum Íslandsmeistari í fjölþraut og vann silfur í fjölþraut á þessu Norðurlandamóti. Thelma hafði orðið Norðurlandsmeistari á jafnvægisslá árið 2022. Thelma keppti einnig til úrslita á tvíslá og jafnvægisslá, en hún er einmitt ríkjandi Norður- Evrópumeistari á tvíslá og var efst inn í úrslitin. Í gær framkvæmdi hún nýja æfingu, sem vonandi mun verða nefnd eftir henni, framkvæmi hún æfinguna á Evrópumóti í vor. Örlítið hik eftir þessa erfiðu nýju æfingu, kostuðu Thelmu gullið en á sama tíma var reynslan gríðarlega dýrmæt. Valgarð Reinhardsson varð Norðurlandameistari á gólfi. Hann var þó hvergi nærri hættur, en hann keppti til úrslita á fjórum áhöldum af sex og varð í öðru sæti á svifrá og þriðja sæti á tvíslá. Samtals þrenn verðlaun, eitt af hverjum lit. Martin Bjarni Guðmundsson vann til silfurverðlauna og var svo hársbreidd frá verðlaunapallinum á svifrá. Þessi magnaða frammistaða íslensku keppendanna vekur eftirvæntingu og spennu nú þegar stutt er í Evrópumót en Ísland sendir lið til þátttöku bæði í karla og kvennaflokki. Fimleikar Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Heiðdís leggur skóna á hilluna Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Í beinni: Crystal Palace - Chelsea | Mæta með allt í upplausn í Lundúnaslag Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ Guðmundur Leó bætti annað mótsmet Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Djokovic fær frípassa í átta manna úrslit Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago „Markvörðurinn þarf stundum að kveikja í vörninni“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sú besta í heimi er ólétt Dagskráin: Barist um sæti í Super Bowl og stórleikur Arsenal og Man Utd Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Sjá meira
Þrír Íslendingar urðu Norðurlandameistarar í einstaklingsflokki eða þau Hildur Maja Guðmundsdóttir, Thelma Aðalsteinsdóttir og Valgarð Reinhardsson. Alls vann Ísland sex gullverðlaun á mótinu sem er besti árangur Íslands frá upphafi. Öll íslensku liðin höfðu unnið til verðlauna í liðakeppninni á laugardaginn. Konurnar urðu Norðurlandsmeistarar og karlalandsliðið vann brons. Þetta er í fyrsta sinn sem karlalandsliðið vinnur verðlaun á Norðurlandamóti. Bæði lið Íslands í unglingaflokki á NM í Osló unnu einnig til verðlauna, stúlknaliðið varð í öðru sæti og drengjaliðið í þriðja sæti. Hildur Maja Guðmundsdóttir varð fjórfaldur meistari um helgina. Hún varð Norðurlandameistari í fjölþraut á laugardaginn og vann þá einnig gull í liðakeppninni með íslenska kvennalandsliðinu. Hinar í gullliðinu voru þær Freyja Hannesdóttir, Lilja Katrín Gunnarsdóttir, Margrét Lea Kristinsdóttir og Thelma Aðalsteinsdóttir. Ísland hafði ekki unnið Norðurlandatitil í fjölþraut síðan árið 2006 þegar að Sif Pálsdóttir vann titilinn á heimavelli. Þetta var einnig í annað skiptið í sögunni sem liðið okkar vinnur liðakeppnina, en það var einnig á heimavelli árið 2016. Hildur Maja fylgdi þessu síðan eftir með því að verða Norðurlandameistari bæði í á stökki og á jafnvægisslá í gær. Hún bætti síðan fimmtu verðlaununum sínum við þegar hún krækti í silfur á síðasta áhaldi dagsins, gólfi. Þar átti Ísland einnig Norðurlandsmeistara því Thelma Aðalsteinsdóttir vann gull á gólfi. Thelma varð á dögunum Íslandsmeistari í fjölþraut og vann silfur í fjölþraut á þessu Norðurlandamóti. Thelma hafði orðið Norðurlandsmeistari á jafnvægisslá árið 2022. Thelma keppti einnig til úrslita á tvíslá og jafnvægisslá, en hún er einmitt ríkjandi Norður- Evrópumeistari á tvíslá og var efst inn í úrslitin. Í gær framkvæmdi hún nýja æfingu, sem vonandi mun verða nefnd eftir henni, framkvæmi hún æfinguna á Evrópumóti í vor. Örlítið hik eftir þessa erfiðu nýju æfingu, kostuðu Thelmu gullið en á sama tíma var reynslan gríðarlega dýrmæt. Valgarð Reinhardsson varð Norðurlandameistari á gólfi. Hann var þó hvergi nærri hættur, en hann keppti til úrslita á fjórum áhöldum af sex og varð í öðru sæti á svifrá og þriðja sæti á tvíslá. Samtals þrenn verðlaun, eitt af hverjum lit. Martin Bjarni Guðmundsson vann til silfurverðlauna og var svo hársbreidd frá verðlaunapallinum á svifrá. Þessi magnaða frammistaða íslensku keppendanna vekur eftirvæntingu og spennu nú þegar stutt er í Evrópumót en Ísland sendir lið til þátttöku bæði í karla og kvennaflokki.
Fimleikar Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Heiðdís leggur skóna á hilluna Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Í beinni: Crystal Palace - Chelsea | Mæta með allt í upplausn í Lundúnaslag Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ Guðmundur Leó bætti annað mótsmet Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Djokovic fær frípassa í átta manna úrslit Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago „Markvörðurinn þarf stundum að kveikja í vörninni“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sú besta í heimi er ólétt Dagskráin: Barist um sæti í Super Bowl og stórleikur Arsenal og Man Utd Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Sjá meira