Ebóla

Háttsettur starfsmaður WHO myrtur í Kongó
Þungvopnaðir vígamenn réðust á sjúkrahús í Kongó í dag, þar sem verið er að sinna einstaklingum sem smitast hafa af ebólu, og myrtu þar háttsettan starfsmann Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO).

Bóluefni við ebólu veitir mikla vernd
Bóluefni við ebólu sem notað hefur verið í tilraunaskyni til að bæla niður faraldur sem nú geisar í Kongó hefur borið afar jákvæðan árangur.

Erfiðustu mögulegu aðstæður
Ebólufaraldurinn í Austur-Kongó er sá næstversti í sögunni. Upplýsingafulltrúi WHO segir í samtali við Fréttablaðið að takmörkuð trú á heilbrigðisstarfsfólki og átök á svæðinu torveldi vinnu. 751 hefur látist og 1.186 sýkst.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur áhyggjur af ebólafaraldrinum í Austur-Kongó
Fleiri hafa látist af völdum ebólu í Norður-Kivu en gerðu í faraldri í norðvesturhluta landsins fyrr í sumar.

33 látnir vegna ebólu í Lýðveldinu Kongó
Ný tilfelli ebólusmits hafa komið upp í austurhluta Lýðveldisins Kongó.

Áhyggjur af nýjum ebólufaraldri
Fjögur smit hafa verið staðfest en talið er að allt að tuttugu gætu hafa látist í faraldrinum nú þegar.

Berjast við að aftra útbreiðslu ebóluveiru í Austur-Kongó
Heimamenn í Austur-Kongó eru tortryggnir í garð heilbrigðisstarfsfólks sem berst við útbreiðslu ebólu. Þúsundum skammta af tilraunalyfi hefur verið dreift til íbúa í von um að komast hjá alþjóðlegu neyðarástandi.

Tilfellum fjölgar í Austur-Kongó
Fjöldi tilfella af Ebólu hafa greinst í landinu á undanförnum vikum, tilkynnt var um 3 ný í milljónaborginni Mbandaka

Óttast að Ebóla kunni að breiðast út
Sérfræðingar óttast að Ebólufaraldurinn kunni að vera að taka sig upp á ný í Afríkuríkinu Austur-Kongó

Ebóla skýtur upp kollinum í Kongó
Minnst sautján hafa látið lífið vegna veirunnar skæðu.

Tveir smitaðir af ebólu í Gíneu
Í sömu fjölskyldu en þrír ættingjar þeirra eru taldir hafa látið lífið vegna veirunnar á síðustu vikum.

Ebólu-sjúklingar munu aldrei ná sér að fullu
Niðurstöður nýrrar bandarískrar rannsóknar þykja sláandi.

Loks farið að sjá fyrir endann á ebólufaraldrinum
Búist er við að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) lýsi yfir lokum ebólufaraldursins í Vestur-Afríku á morgun.

Sierra Leone laust við ebólu
Um 4000 hafa látist úr ebólu í Sierra Leone síðastliðna 18 mánuði.

Um 700 manns í sóttkví vegna ebólusmits í Sierra Leóne
Sextán ára gömul stúlka lést af völdum ebólu í Vestur-Afríkuríkinu Sierra Leóne á sunnudag.

Líbería laus við ebólu, aftur
Fylgst verður náið með framvindu mála næstu 90 daga.

Bóluefni gegn ebólu nær algjör vörn gegn sjúkdómnum
Niðurstöðu fyrstu rannsókna eru gefa afar góða raun.

"Fyrir 48 stundum var enn nálykt í nefinu á mér“
"Hvert skref sem ég tek er skref í áttina að því að lina þjáningar einhvers,“ útskýrir Gísli Ólafsson sem hefur sinnt hjálparstarfi á stórslysasvæðum.

Líbería laus við ebólu
Enn barist við veiruna í Gíneu og Sierra Leone.

Ekkert nýtt ebólutilfelli í Líberíu í heila viku
Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist síðan í maí 2014.