WHO greiddi hundrað konum 35 þúsund krónur vegna ofbeldis Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2023 11:01 Heilbrigðisstarfsmenn að störfum í Kongó árið 2019. Þá geisaði þar ebólufaraldur. AP/Jerome Delay Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) greiddi 104 kongóskum konum, sem segja starfsmenn stofnunarinnar og aðra sem komu að störfum stofnunarinnar hafa misnotað þær þegar ebólufaraldur geisaði þar í landi, hverri 250 dali, eða rúmar 35 þúsund krónur Um er að ræða einn versta skandal í sögu WHO. Fimm starfsmenn WHO hafa verið reknir vegna málsins. Alls hefur þó 21 starfsmaður WHO verið sakaður um kynferðisbrot og rannsóknarnefnd á vegum stofnunarinnar sagði árið 2021 að í heildina hefðu 83 sem komu að störfum WHO í Kongó verið sakaðir um kynferðisbrot. Rannsakendur komust að þeirri niðurstöðu árið 2021 að starfsmenn og aðrir WHO í Kongó hefðu brotið á konum á milli 2018 og 2020. Konurnar störfuðu við eldamennsku, þrif og annað en starfsmenn WHO kröfðu konurnar kynferðislegra greiða í skiptum fyrir störf. Heilbrigðisstarfsmenn að störfum í Kongó árið 2019. Þá geisaði þar ebólufaraldur.AP/Jerome Delay Sérstök rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri niðurstöðu í upphafi árs að yfirmenn WHO í Kongó á þessum tíma hefðu ekki brotið af sér í starfi. Ekki væri hægt að staðfesta ásakanir um að þeir hafi vitað af misnotkuninni. Í skjölum WHO, sem blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa komið höndum, yfir segir að þó 104 konur hafi fengi greitt, hafi ekki náðst samband við þriðjung kvennanna sem hafa sakað starfsmenn WHO og aðra sem komu að störfum stofnunarinnar í Kongó um kynferðisbrot og að um tíu hafi neitað að taka við greiðslu. Til að fá peningana þurftu konurnar að gangast námskeið sem ætlað var til þess að hjálpa konunum að öðlast tekna. Ein kona sem segist hafa orðið ólétt eftir lækni WHO samdi um að fá lítinn landskika og áframhaldandi heilbrigðisþjónustu. Læknirinn samþykkti einnig að greiða konunni hundrað dali á mánuði, þar til barnið fæddist „til að vernda heilindi og orðspor WHO“, samkvæmt skjölunum. 250 dalir duga samkvæmt frétt AP til að greiða uppihaldskostnað í Kongó í um fjóra mánuði. Dr. Gaya Gamhewage leiðir baráttu WHO gegn kynferðisofbeldi en hún ferðaðist til Kongó í mars og kom að því að greiða umræddum konum sem brotið var á.AP/Antoine Tardy Í svörum til AP segja talsmenn WHO að þessi upphæð byggi á matvælakostnaði í Kongó og viðmiðum stofnunarinnar varðandi það að greiða ekki of mikið í skaðabætur en eðlilegt telur miðað við samfélagið sem um ræðir. Var rætt við sérfræðinga í góðgerðarstörfum og starfsmenn annarra stofnan Sameinuðu þjóðanna. Í heildina greiddi WHO konunum 26 þúsund dali. Það samsvarar um einu prósenti af tveggja milljóna dala sjóð sem forsvarsmenn stofnunarinnar mynduðu og ætlað var að aðstoða fórnarlömb kynferðisofbeldi í tengslum við störf WHO og þá sérstaklega í Kongó. Dr. Gaya Gamhewage, sem leiðir baráttu WHO gegn kynferðisofbeldi, sagði í samtali við blaðamann AP að ljóst væri að WHO hefði ekki gert nóg og rætt yrði við konurnar um hvað væri hægt að gera meira fyrir þær. Ebóla Vestur-Kongó Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Um er að ræða einn versta skandal í sögu WHO. Fimm starfsmenn WHO hafa verið reknir vegna málsins. Alls hefur þó 21 starfsmaður WHO verið sakaður um kynferðisbrot og rannsóknarnefnd á vegum stofnunarinnar sagði árið 2021 að í heildina hefðu 83 sem komu að störfum WHO í Kongó verið sakaðir um kynferðisbrot. Rannsakendur komust að þeirri niðurstöðu árið 2021 að starfsmenn og aðrir WHO í Kongó hefðu brotið á konum á milli 2018 og 2020. Konurnar störfuðu við eldamennsku, þrif og annað en starfsmenn WHO kröfðu konurnar kynferðislegra greiða í skiptum fyrir störf. Heilbrigðisstarfsmenn að störfum í Kongó árið 2019. Þá geisaði þar ebólufaraldur.AP/Jerome Delay Sérstök rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri niðurstöðu í upphafi árs að yfirmenn WHO í Kongó á þessum tíma hefðu ekki brotið af sér í starfi. Ekki væri hægt að staðfesta ásakanir um að þeir hafi vitað af misnotkuninni. Í skjölum WHO, sem blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa komið höndum, yfir segir að þó 104 konur hafi fengi greitt, hafi ekki náðst samband við þriðjung kvennanna sem hafa sakað starfsmenn WHO og aðra sem komu að störfum stofnunarinnar í Kongó um kynferðisbrot og að um tíu hafi neitað að taka við greiðslu. Til að fá peningana þurftu konurnar að gangast námskeið sem ætlað var til þess að hjálpa konunum að öðlast tekna. Ein kona sem segist hafa orðið ólétt eftir lækni WHO samdi um að fá lítinn landskika og áframhaldandi heilbrigðisþjónustu. Læknirinn samþykkti einnig að greiða konunni hundrað dali á mánuði, þar til barnið fæddist „til að vernda heilindi og orðspor WHO“, samkvæmt skjölunum. 250 dalir duga samkvæmt frétt AP til að greiða uppihaldskostnað í Kongó í um fjóra mánuði. Dr. Gaya Gamhewage leiðir baráttu WHO gegn kynferðisofbeldi en hún ferðaðist til Kongó í mars og kom að því að greiða umræddum konum sem brotið var á.AP/Antoine Tardy Í svörum til AP segja talsmenn WHO að þessi upphæð byggi á matvælakostnaði í Kongó og viðmiðum stofnunarinnar varðandi það að greiða ekki of mikið í skaðabætur en eðlilegt telur miðað við samfélagið sem um ræðir. Var rætt við sérfræðinga í góðgerðarstörfum og starfsmenn annarra stofnan Sameinuðu þjóðanna. Í heildina greiddi WHO konunum 26 þúsund dali. Það samsvarar um einu prósenti af tveggja milljóna dala sjóð sem forsvarsmenn stofnunarinnar mynduðu og ætlað var að aðstoða fórnarlömb kynferðisofbeldi í tengslum við störf WHO og þá sérstaklega í Kongó. Dr. Gaya Gamhewage, sem leiðir baráttu WHO gegn kynferðisofbeldi, sagði í samtali við blaðamann AP að ljóst væri að WHO hefði ekki gert nóg og rætt yrði við konurnar um hvað væri hægt að gera meira fyrir þær.
Ebóla Vestur-Kongó Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira