WHO greiddi hundrað konum 35 þúsund krónur vegna ofbeldis Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2023 11:01 Heilbrigðisstarfsmenn að störfum í Kongó árið 2019. Þá geisaði þar ebólufaraldur. AP/Jerome Delay Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) greiddi 104 kongóskum konum, sem segja starfsmenn stofnunarinnar og aðra sem komu að störfum stofnunarinnar hafa misnotað þær þegar ebólufaraldur geisaði þar í landi, hverri 250 dali, eða rúmar 35 þúsund krónur Um er að ræða einn versta skandal í sögu WHO. Fimm starfsmenn WHO hafa verið reknir vegna málsins. Alls hefur þó 21 starfsmaður WHO verið sakaður um kynferðisbrot og rannsóknarnefnd á vegum stofnunarinnar sagði árið 2021 að í heildina hefðu 83 sem komu að störfum WHO í Kongó verið sakaðir um kynferðisbrot. Rannsakendur komust að þeirri niðurstöðu árið 2021 að starfsmenn og aðrir WHO í Kongó hefðu brotið á konum á milli 2018 og 2020. Konurnar störfuðu við eldamennsku, þrif og annað en starfsmenn WHO kröfðu konurnar kynferðislegra greiða í skiptum fyrir störf. Heilbrigðisstarfsmenn að störfum í Kongó árið 2019. Þá geisaði þar ebólufaraldur.AP/Jerome Delay Sérstök rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri niðurstöðu í upphafi árs að yfirmenn WHO í Kongó á þessum tíma hefðu ekki brotið af sér í starfi. Ekki væri hægt að staðfesta ásakanir um að þeir hafi vitað af misnotkuninni. Í skjölum WHO, sem blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa komið höndum, yfir segir að þó 104 konur hafi fengi greitt, hafi ekki náðst samband við þriðjung kvennanna sem hafa sakað starfsmenn WHO og aðra sem komu að störfum stofnunarinnar í Kongó um kynferðisbrot og að um tíu hafi neitað að taka við greiðslu. Til að fá peningana þurftu konurnar að gangast námskeið sem ætlað var til þess að hjálpa konunum að öðlast tekna. Ein kona sem segist hafa orðið ólétt eftir lækni WHO samdi um að fá lítinn landskika og áframhaldandi heilbrigðisþjónustu. Læknirinn samþykkti einnig að greiða konunni hundrað dali á mánuði, þar til barnið fæddist „til að vernda heilindi og orðspor WHO“, samkvæmt skjölunum. 250 dalir duga samkvæmt frétt AP til að greiða uppihaldskostnað í Kongó í um fjóra mánuði. Dr. Gaya Gamhewage leiðir baráttu WHO gegn kynferðisofbeldi en hún ferðaðist til Kongó í mars og kom að því að greiða umræddum konum sem brotið var á.AP/Antoine Tardy Í svörum til AP segja talsmenn WHO að þessi upphæð byggi á matvælakostnaði í Kongó og viðmiðum stofnunarinnar varðandi það að greiða ekki of mikið í skaðabætur en eðlilegt telur miðað við samfélagið sem um ræðir. Var rætt við sérfræðinga í góðgerðarstörfum og starfsmenn annarra stofnan Sameinuðu þjóðanna. Í heildina greiddi WHO konunum 26 þúsund dali. Það samsvarar um einu prósenti af tveggja milljóna dala sjóð sem forsvarsmenn stofnunarinnar mynduðu og ætlað var að aðstoða fórnarlömb kynferðisofbeldi í tengslum við störf WHO og þá sérstaklega í Kongó. Dr. Gaya Gamhewage, sem leiðir baráttu WHO gegn kynferðisofbeldi, sagði í samtali við blaðamann AP að ljóst væri að WHO hefði ekki gert nóg og rætt yrði við konurnar um hvað væri hægt að gera meira fyrir þær. Ebóla Vestur-Kongó Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Sjá meira
Um er að ræða einn versta skandal í sögu WHO. Fimm starfsmenn WHO hafa verið reknir vegna málsins. Alls hefur þó 21 starfsmaður WHO verið sakaður um kynferðisbrot og rannsóknarnefnd á vegum stofnunarinnar sagði árið 2021 að í heildina hefðu 83 sem komu að störfum WHO í Kongó verið sakaðir um kynferðisbrot. Rannsakendur komust að þeirri niðurstöðu árið 2021 að starfsmenn og aðrir WHO í Kongó hefðu brotið á konum á milli 2018 og 2020. Konurnar störfuðu við eldamennsku, þrif og annað en starfsmenn WHO kröfðu konurnar kynferðislegra greiða í skiptum fyrir störf. Heilbrigðisstarfsmenn að störfum í Kongó árið 2019. Þá geisaði þar ebólufaraldur.AP/Jerome Delay Sérstök rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri niðurstöðu í upphafi árs að yfirmenn WHO í Kongó á þessum tíma hefðu ekki brotið af sér í starfi. Ekki væri hægt að staðfesta ásakanir um að þeir hafi vitað af misnotkuninni. Í skjölum WHO, sem blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa komið höndum, yfir segir að þó 104 konur hafi fengi greitt, hafi ekki náðst samband við þriðjung kvennanna sem hafa sakað starfsmenn WHO og aðra sem komu að störfum stofnunarinnar í Kongó um kynferðisbrot og að um tíu hafi neitað að taka við greiðslu. Til að fá peningana þurftu konurnar að gangast námskeið sem ætlað var til þess að hjálpa konunum að öðlast tekna. Ein kona sem segist hafa orðið ólétt eftir lækni WHO samdi um að fá lítinn landskika og áframhaldandi heilbrigðisþjónustu. Læknirinn samþykkti einnig að greiða konunni hundrað dali á mánuði, þar til barnið fæddist „til að vernda heilindi og orðspor WHO“, samkvæmt skjölunum. 250 dalir duga samkvæmt frétt AP til að greiða uppihaldskostnað í Kongó í um fjóra mánuði. Dr. Gaya Gamhewage leiðir baráttu WHO gegn kynferðisofbeldi en hún ferðaðist til Kongó í mars og kom að því að greiða umræddum konum sem brotið var á.AP/Antoine Tardy Í svörum til AP segja talsmenn WHO að þessi upphæð byggi á matvælakostnaði í Kongó og viðmiðum stofnunarinnar varðandi það að greiða ekki of mikið í skaðabætur en eðlilegt telur miðað við samfélagið sem um ræðir. Var rætt við sérfræðinga í góðgerðarstörfum og starfsmenn annarra stofnan Sameinuðu þjóðanna. Í heildina greiddi WHO konunum 26 þúsund dali. Það samsvarar um einu prósenti af tveggja milljóna dala sjóð sem forsvarsmenn stofnunarinnar mynduðu og ætlað var að aðstoða fórnarlömb kynferðisofbeldi í tengslum við störf WHO og þá sérstaklega í Kongó. Dr. Gaya Gamhewage, sem leiðir baráttu WHO gegn kynferðisofbeldi, sagði í samtali við blaðamann AP að ljóst væri að WHO hefði ekki gert nóg og rætt yrði við konurnar um hvað væri hægt að gera meira fyrir þær.
Ebóla Vestur-Kongó Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Sjá meira