Landsdómur

Fréttamynd

Árni fór á fund Samfylkingarinnar

Árni Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, mætti á fund þingflokks Samfylkingarinnar á miðvikudag og útskýrði afstöðu sína til kæruefna í þingsályktunartillögum um að hann og fleiri yrðu ákærðir fyrir landsdómi.

Innlent
Fréttamynd

Segir Davíð, Halldór og Valgerði vera hina raunverulegu gerendur

Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi, hefur ákveðnar efasemdir um að réttlætinu verði fullnægt með því að draga fyrir dóm þá fjóra ráðherra sem hluti þingmannanefndar Atla Gíslasonar telur að hafi sýnt af sér vanrækslu í aðdraganda bankahrunsins haustið 2008 og að ábyrgð þeirra sé lögð að jöfnu. Að mati Ólínu var þáverandi utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, ekki í stöðu til að grípa inn í þróun mála í efnahagslífinu hér á landi enda heyrir slíkt undir önnur ráðuneyti.

Austurlandið.is
Fréttamynd

Glatað tækifæri?

Illu heilli hefur það gengið eftir, sem margir höfðu áhyggjur af þegar þingmannanefndin sem rýndi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis lagði fram skýrslu sína fyrir tíu dögum. Deilur um hvort draga skuli fyrrverandi ráðherra fyrir landsdóm hafa yfirskyggt umbótatillögurnar sem eru í raun aðalatriðin í skýrslu þingmannanefndarinnar og full samstaða var um meðal nefndarmanna. Í stuttu máli má segja að þessar umbótatillögur séu það, sem hrinda þarf í framkvæmd til að Ísland standi undir nafni sem þróað, vestrænt lýðræðisríki. Alþingismenn mættu hafa í huga að búi þeir ekki svo um hnútana að þeirri umbótaáætlun verði hrint í framkvæmd, mun það skipta óskaplega litlu máli um þróun mála á Íslandi í framtíðinni þótt fáeinir einstaklingar verði dregnir fyrir landsdóm.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þetta mál fellir ekki margbarða stjórnina

Hefur landsdómsmálið, og þá sér í lagi skoðun forsætisráðherra á því, áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið? „Þetta mál mun ekki fella stjórnina, jafn margbarin og hún er,“ sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, í samtali við Fréttablaðið seinni partinn í gær.

Innlent
Fréttamynd

Atli vill nýjar kosningar ef þingið axlar ekki ábyrgð sína

Atli Gíslason segir að ef þingið axli ekki þá ábyrgð sem á það er lögð í kjölfar bankahrunsins og dragi til ábyrgðar þá sem sýndu vanrækslu í aðdraganda þess, þá sé full ástæða til að boða til nýrra kosninga þannig að þingmenn endurnýi umboð sitt.

Innlent
Fréttamynd

Ákærurnar styðjast hvorki við lög né rök

Lög hníga ekki til þess að Alþingi gefi út ákærur á hendur fjórum fyrrverandi ráðherrum og engin rök eru til þess að téð tiltekin brot séu refsiverð eða uppfylli það grundvallarskilyrði að meiri líkur en minni séu á sakfellingu.

Innlent
Fréttamynd

Alþingi niðurlægt

Alþingismanni ber að taka afstöðu til þess hvort ákæra eigi einhvern þeirra fjögurra ráðherra sem skýrsla níumannanefndar tiltekur. Afstöðu sína getur þingmaður aðeins byggt á því hvort hann telji að einstakir ráðherrar hafi gerst brotlegir við lög, þannig að meiri líkur en minni séu á að leiði til sakfellingar. Ekkert annað getur komið til álita í því sambandi,

Skoðun
Fréttamynd

Erfið staða á Alþingi

Alþingismenn glíma nú við það verkefni að vinna úr þingsályktunartillögum þingmannanefndar sem kennd er við Atla Gíslason. Leikreglurnar sem fylgt er voru ákveðnar þegar rannsóknarnefnd Alþingis var sett á laggirnar af ríkisstjórninni sem var við völd haustið 2008. Vonir um að Alþingi gæti náð sátt um úrvinnslu skýrslu rannsóknarnefndarinnar eru farnar veg allrar veraldar.

Fastir pennar
Fréttamynd

„Alvarlegt umhugsunarefni fyrir mig“

„Þetta er mjög alvarlegt umhugsunarefni fyrir mig. Ég ætla að sofa á þessu og telja upp að tuttugu,“ segir Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar, vegna ummæla Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Alþingi í gær.

Innlent
Fréttamynd

Mannréttindi tryggð

Fyrrverandi forsætisráðherra, Þorsteinn Pálsson, fullyrðir að þeir fyrrverandi ráðherrar sem Alþingi íhugar nú að stefna fyrir landsdóm sæti málsmeðferð sem stríði gegn mannréttindum. Einu rök hans virðast vera að landsdómur byggi á stjórnskipun nítjándu aldar. Því sé réttlætanlegt að víkja til hliðar stjórnarskrá og lögum landsins. Mannréttindi sem hluta af nútíma stjórnskipun má rekja til nokkurra sögulegra skjala; hins breska Magna Carta (1215), frönsku mannréttindayfirlýsingarinnar (1789), mannréttindaviðauka bandarísku stjórnarskrárinnar (1789) og mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna (1948). Það eitt að lögin um landsdóm eigi sér gamlar rætur þýðir því ekki sjálfkrafa að þau stríði gegn nútíma mannréttindum.

Skoðun
Fréttamynd

UJH segja landsdóm hengja bakara fyrir smið

Ungir Jafnaðarmenn í Hafnarfirði vilja að það verði réttað yfir þeim ráðherrum sem sátu í ríkisstjórnum Davíðs Oddsonar og Halldórs Ásgrímssonar og segja það varhugavert að koma á landsdómi. Vilja þeir meina að þar sé bakari hengdur fyrir smið. Þetta kemur fram í ályktun félagsins sem þeir sendu fjölmiðlum í dag.

Innlent
Fréttamynd

Málsvörn ráðherranna

Enginn ráðherranna fjögurra sem meirihluti þingmannanefndar telur hafa brotið lög í embætti á árinu 2008 kannast við slíkt. Þvert á móti vísa þeir öllum slíkum ásökunum út í hafsauga.

Innlent
Fréttamynd

Þingfundi óvænt frestað

Þingfundi á Alþingi var óvænt frestað eftir hádegi í dag og hefur ekki verið ákveðið hvenær þingfundur hefst að nýju. Heimildir Vísis herma þó að það verði ekki fyrr en á mánudaginn kemur. Atli Gíslason formaður Atlanefndarinnar svokölluðu mælti í morgun fyrir þingsályktunartillögu þess efnis að fjóra fyrrverandi ráðherra skyldi draga fyrir landsdóm.

Innlent
Fréttamynd

Meirihluti almennings vill að ráðherrar verði sóttir til saka

Meirihluti almennings er fylgjandi því að sakamál verði höfðað á hendur þeim sem gegndu ráðherraembætti í bankahruninu. Áberandi munur er á viðhorfi til málshöfðunar eftir stuðningi við stjórnmálaflokka. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunar sem Markaðs- og miðlarannsóknir ehf. gerði.

Innlent
Fréttamynd

Tillögur um málshöfðanir ræddar í dag

Þingsályktanir um málshöfðun gegn fjórum fyrrverandi ráðherrum verða ræddar á Alþingi í dag. Verði þær samþykktar verður landsdómur kallaður saman í fyrsta sinn. Niðurstaða þar um mun að líkindum fást í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

Hinir dómbæru

Það er svo merkilegt með fortíðina að þótt hún sé ekki til sem slík er hún samt svo römm að afli. Þótt fortíðin sé liðin getur hún engu að síður ráðið svo miklu um hvert við förum og hvernig okkur farnast þegar við komumst þangað. Eftir hrun átti til dæmis að reisa „nýtt" Ísland á „gömlum" gildum; slátri, lopapeysum, innanlandsferðalögum og Lindubuffi. Og nú hefur fortíðarhyggjan hafið innreið sína í dómskerfið, eftir krókaleiðum.

Bakþankar
Fréttamynd

Stenst ekki kröfur

„Lögin um landsdóm og lögin um ráðherraábyrgð hafa runnið sitt skeið og uppfylla ekki þær kröfur sem almennar reglur sakamálaréttarfars og mannréttindareglur gera.“

Innlent
Fréttamynd

Fullyrðir að mannréttindi séu virt

„Ég sem þingmaður og lögmaður og með langa reynslu í þessum málum hefði aldrei lagt upp með þessa þingsályktun varðandi ráðherraábyrgðina nema að ég teldi hana standast mannréttindi," sagði Atli Gíslason í

Innlent
Fréttamynd

Framtíð eða fortíð?

Skýrsla þingmannanefndarinnar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er um margt merkilegt plagg. Í upphafi hennar er að finna vitnisburð um að stjórnmálamenn á Íslandi vilji taka höndum saman um að læra af mistökunum, sem gerð voru í aðdraganda bankahrunsins og drógu svo rækilega fram hina mörgu veikleika íslenzkra stjórnmála og stjórnsýslu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bíður umræðu á þingi

Guðbjartur Hannesson, ráðherra Samfylkingarinnar, var búinn að lesa stóran hluta skýrslunnar þegar náðist í hann í gærkvöldi. „Ég ætla að fara vel yfir hana og hlusta á alla umræðuna á morgun og draga mínar ályktanir þegar ég er búinn að fara vel yfir málsatvik og rökstuðning.“

Innlent
Fréttamynd

Óflokkspólitískt mál

"Ég er enn þá að fara yfir gögnin og geri ekki ráð fyrir að tjá mig um þetta fyrr en í ræðu í þinginu,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, inntur eftir viðbrögðum við skýrslu þingmannanefndar um rannsóknarskýrslu Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Dómurinn ekki bundinn við refsikröfur saksóknara

"Framkvæmdin á að vera nokkuð augljós af löggjöfinni, fari svo að þingið ákveði að kalla saman Landsdóm,“ segir Ásmundur Helgason héraðsdómari, sem áður starfaði sem lögfræðingur á Alþingi. "Þingið þarf að kjósa sérstakan saksóknara, sem mun reka málið áfram. Þingið kýs líka nefnd

Innlent
Fréttamynd

Forkastanlegt að draga ráðherrana fyrir landsdóm

Margrét Frímannsdóttir, fyrrverandi þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar, segir hugmyndir um að stefna fjórum fyrrverandi ráðherrum fráleitar og málsmeðferðin sé forkastanlegt. Þingmenn sem þetta vilja viti ekki hvað þeir gera.

Innlent
Fréttamynd

Framhaldið í höndum Alþingis

„Ég hef áður sagt að ég muni ekkert gera sem geti truflað störf þingsins í þessu mikilvæga máli. Sú yfirlýsing stendur og því mun ég ekki tjá mig um málið opinberlega fyrr en þingið hefur lokið afgreiðslu málsins," segir Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi viðskiptaráðherra, í yfirlýsingu. Hann segir málið nú í höndum Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Segir Geir þegar hafa axlað ábyrgð

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, segir að Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sé þegar búinn að axla pólitíska ábyrgð á hruninu og því sé engin þörf á því draga hann né aðra fyrrverandi ráðherra fyrir landsdóm.

Innlent
Fréttamynd

Geir Haarde: Ég er ekki hræddur

„Niðurstaða meirihluta þingmannanefndar, sem fjallað hefur um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, um ákærur á hendur fyrrverandi ráðherrum, veldur mér miklum vonbrigðum. Ég tel að meirihlutinn hafi komist að rangri niðurstöðu,“ segir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í yfirlýsingu sem hann fjölmiðlum skömmu fyrir klukkan 12. „Komi til þess að Alþingi samþykkti tillögu um að stefna mér fyrir landsdóm verður það þungbær reynsla en sá sem hefur hreinan skjöld er ekki hræddur við að fá úrlausn sinna mála fyrir óháðum og óvilhöllum dómstóli eins og landsdómi er ætlað að vera.“

Innlent
Fréttamynd

Ráðherrarnir gátu ekki komið í veg fyrir hrunið

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir landsdóm leifar af 19. aldar réttarfari og sé þannig úreltur. Hann segir að eftir árið 2006 hafi ekki verið hægt að bjarga bönkunum og því eigi ekki að ákæra fyrrverandi ráðherra fyrir að koma ekki í veg fyrir bankahrunið vegna aðgerðarleysis árið 2008.

Innlent
Fréttamynd

Gangast ekki við ábyrgð

Þeir ráðherrar sem eru sakaðir um að hafa sýnt vanrækslu í starfi í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis hafa hingað til ekki viljað gangast við ábyrgð. Erfitt getur orðið fyrir landsdóm að sakfella í málinu þar sem refsiákvæði eru óljós.

Innlent