Sund

Fréttamynd

Verður gaman á Ólympíuleikunum með pabba með mér í lauginni

Um leið og Anton Sveinn McKee syrgir föður sinn hefur hann reynt að undirbúa sig fyrir keppni á Ólympíuleikunum í Tókýó. Stærstu stund ferilsins hjá þessum 27 ára gamla sundmanni og eina íslenska íþróttamanni sem á sæti á leikunum. Það hefur reynst þrautin þyngri en Antoni líður betur í dag og ætlar að njóta leikanna með pabba sinn með sér í anda.

Sport
Fréttamynd

Fékk brons og var ná­lægt Ís­lands­meti sínu

Sundkappinn Róbert Ísak Jónsson fékk brons verðlaun á Evrópumeistaramóti IPC sem fram fór á eyjunni Madeira í kvöld. Róbert Ísak var nálægt Íslandsmeti sínu í úrslitasundinu. Már Gunnarsson keppti einnig í dag.

Sport
Fréttamynd

Már Gunnars­son setti heims­met

Már Gunnarsson sló tæplega 30 ára gamalt heimsmet er hann synti 200 metra baksund á Íslandsmótinu í 50 metra laug í dag. Mótið fer fram í Laugardal.

Sport
Fréttamynd

Hefur stundað sund daglega í 80 ár

Hann varð 86 ára nýlega og þann sama dag hélt hann upp á 80 ára sundafmælið sitt. Hér erum við að tala um sundgarp á Selfossi, sem syndir hálfan kílómetra alla daga vikunnar og hefur stundað sund daglega frá því að hann var sex ára gamall.

Innlent
Fréttamynd

Anton Sveinn og Snæ­fríður Sól sund­fólk ársins

Sundsamband Íslands útnefndi í dag þau Anton Svein McKee og Snæfríði Sól Jórunnardóttur sem sundfólk ársins. Anton Sveinn syndir fyrir Sundfélag Hafnafjarðar og er sundmaður ársins þriðja árið í röð. Snæfríður Sól syndir fyrir Álaborg í Danmörku.

Sport
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.