Bókmenntir

Margar milljónir í menninguna
Hátt í hundrað verkefni hlutu styrk úr borgarsjóði á sviði menningarmála, en 225 umsóknir bárust í haust um styrki sem hljóða upp á tæplega 390 milljónir króna. Útnefning Listhóps Reykjavíkur 2025 fór fram í Iðnó í dag.

Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið
Þeir rithöfundar sem þóttu að mati íslenskra bókaútgefenda hafa skarað fram úr á árinu 2024 voru afhent hin Íslensku bókmenntaverðlaun. Sérstök athöfn var á Bessastöðum þar sem Halla Tómasdóttir forseti Íslands afhenti verðlaunin og ávarpaði samkomuna.

Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal
Sérstök verkefnisstjórn, sem skipuð var af fyrrverandi ráðherra menningarmála í nóvember 2023, hefur skilað af sér tillögum um um uppbyggingu að Hrauni í Öxnadal, fæðingarstað skáldsins Jónasar Hallgrímssonar.

Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt
Akureyrski blaðamaðurinn og skáldið Ásgeir H. Ingólfsson er látinn 48 ára að aldri. Hann lést í nótt eftir baráttu við krabbamein.

Katrín dustar rykið af visku sinni
Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra Íslands býður áhugasömum að kynnast sögu íslenskra glæpasagna frá upphafi. Hún heldur námskeið um helstu kenningar um glæpasögur og vinsældir þeirra á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands og segist hlakka til að dusta rykið af visku sinni frá því áður en hún varð stjórnmálamaður.

Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ
Fallegustu bækur í heimi má nú finna í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ en þar opnaði sýning þar sem þær má finna síðdegis.

Orri Freyr er Orri óstöðvandi
Sögupersónan vinsæla, Orri óstöðvandi, er nefnd í höfuðið á Orra Frey Þorkelssyni, landsliðsmanni í handbolta. Bjarni Fritzson, höfundur bókanna um Orra óstöðvandi, ljóstraði þessu upp í Pallborðinu.

„Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“
Rithöfundurinn Neil Gaiman neitar því staðfastlega að hafa nokkurn tímann brotið gegn konum og þvingað þær til að gera eitthvað gegn vilja þeirra. Hann viðurkennir þó að hafa átt að gera betur.

Las sjálfshjálparbók í miðjum leik
AJ Brown, einn besti útherji NFL-deildarinnar, las bók á hliðarlínunni þegar lið hans, Philadelphia Eagles, sigraði Green Bay Packers, 22-10, í 1. umferð úrslitakeppninnar í gær.

Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“
Rithöfundurinn Þórarinn Eldjárn segir metsölulista Félags íslenskra bókaútgefenda ómarktækan fyrir árið 2024 ómarktækan í ljósi þess að hann inniheldur ekki sölu úr sextán verslunum Pennans/Eymundsson. Framkvæmdastjóri FÍBÚT segir Pennann hafa hafna þátttöku á listanum.

Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024
Ferðalok Arnaldar Indriðasonar var mest selda bók síðasta árs samkvæmt Bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda. Sé litið til síðustu tíu ára, þá hefur Arnaldur sjö sinnum átt söluhæstu bók ársins. Þetta segir Bryndís Loftsdóttir framkvæmdastjóri Fíbút.

Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“
Uppi voru kenningar hér áður fyrr um að ævilöng vesælmennska biði þeirra barna sem ólust upp á „mölinni,“ eins og það var kallað, sem jafnvel legðist í ættir. Krakkaskarinn sem tók yfir götur Reykjavíkur á síðustu öld setti sterkan svip á borgina. Sagnfræðingur sem hefur ritað sögu reykvískra barna, sem spannar hundrað ár, segir börn dagsins í dag lifa mikla umbreytingartíma.

Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum
Þó Arnaldur Indriðason hafi gefið glæpasögunni frí þessi jólin, og sendi frá sér bók um Jónas Hallgrímsson, þá er hann öruggur á toppi bóksölunnar. Þjóðin elskar Arnald.

„Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“
Garðar Baldvinsson ólst upp á heimili þar sem hann sá og upplifði hluti sem ekkert barn ætti að verða vitni að. Bernskuheimur hans var mótaður af ofbeldi og ofbeldismaðurinn var móðir hans.

„Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu
„Ég mun verða með aðhald í þinginu,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson um leið og hann færði nýjum fjármála- og efnahagsráðherra lyklavöld og blómvönd í ráðuneytinu í dag. Daði Már Kristófersson færði Sigurði Inga hins vegar lesefni, Álabókina eftir Patrik Svensson, sem er saga um „heimsins furðulegasta fisk,“ líkt og segir á kápu bókarinnar. „Ég vona að þú hafir jafn gaman að henni og ég hafði,“ sagði Daði.

„Lágspennubókmenntir“
„Þetta er ekki hasarbók, þannig lagað, en ég hef kallað þetta „lágspennubókmenntir“,” segir Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur, spurður hvort lesendur eigi von á testósterónbombu þegar þeir opna nýjustu bók hans Synir himnasmiðs, skáldsögu um tólf karlmenn.

Keppnisskap kemur vinum í klandur
Rebekka Sif Stefánsdóttir fjallar hér um nýja bók Emblu Bachmann en Rebekka skrifar bókadóma á menningarvefinn Lestrarklefinn. Hún hefur þetta að segja um bókina.

Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google
Slík ferð hefur verið á hinum 27 ára gamla Snorra Mássyni að ýmsum þykir nóg um. Hann hafði ungur (yngri) vakið nokkra athygli sem hlaðvarpsstjóri ásamt bróður sínum Bergþóri en þeir voru með hlaðvarpið Skoðanabræður.

Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti
Það er tíðindalítið á toppnum, Arnaldur og Yrsa í fyrsta og öðru sæti líkt og í síðustu viku og Bjarni Fritzsson læðir Orra óstöðvandi upp um eitt sæti og er nú kominn upp í þriðja sæti listans.

„Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“
Eftir að hafa gefið út fjölda vinsælla matreiðslubóka undanfarin ár hefur Nanna Rögnvaldardóttir vent sínu kvæði í kross og snúið sér að skáldsögum. Nýlega kom út önnur skáldsaga hennar, Þar sem sannleikurinn sefur, og eins og sú fyrri, sem ber heitir Valskan, gerist hún á átjándu öld.

Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins
„Neistinn var hugmyndin um einmanaleika í kringum jólahátíðina. Fyrstu skrifin voru mjög melankólísk en þá fékk ég þá hugmynd að snúa þessu alveg á hvolf og skrifa rómantíska gamansögu,“ segir Ása Marin rithöfundur.

Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna
Sögusvið flestra skáldsagna Bennýjar Sifjar Ísleifsdóttur er sjávarþorp úti á landi einhvern tímann á síðustu öld þar sem höfundur fjallar haganlega um sorgir og sigra sögupersónanna og lesandinn getur vart annað en hrifist með.

„Sigmundur Davíð er súrrealisti"
„Það þarf ekki svo mikið til að tvístra fjölskyldu. Ef búið er að spenna upp bogann í nokkur ár er eitt lítið augnaráð eða ein lítil athugasemd nóg,“ segir Jónas Reynir Gunnarsson, rithöfundur. Nýjasta skáldsaga hans, Múffa, er áleitin saga um fjölskyldubönd, vináttu, rými og mörk, frelsi og hyldýpi – og það hvernig fólk kýs að lifa lífi sínu.

Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi
„Það er ekki gaman að bera sorgir sínar á torg en það kemur að þeim tímapunkti að ekki er annað hægt,“ segir Valur Gunnarsson rithöfundur.

Kristni er miklu meira en menningarleg arfleifð
Höfundur Narníubókanna, C.S Lewis, var ekki aðeins einn þekktasti rithöfundur síðustu aldar, hann var líka einn öflugasti málsvari kristinnar trúar á Englandi, og þótt víðar væri leitað. Hann hafði sérstakt lag á því að útskýra trúna og koma henni skýrt til skila, þó án þess að einfalda hana um of. Bók hans „Mere Christianity” þykir afbragðsgóður inngangur að kristni en hún er byggð á útvarpsávörpum sem Lewis flutti á BBC á árunum 1941-1944.

Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók
Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra Íslands segir að hún og Ragnar Jónasson hafi fengið margar áskoranir um að skrifa framhald af glæpasögunni Reykjavík. Hún segist ekki myndu geta látið myrða pólitíska andstæðinga sína í mögulegum skáldverkum og segist aðallega vera að huga að endurminningum.

Þau sóttu um embætti landsbókavarðar
Alls sóttu fimmtán manns um stöðu landsbókavarðar sem auglýst var laus til umstóknar í október síðastliðinn. Einn dró umsókn sína til baka.

Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast
Einn frumlegasti rithöfundur landsins, Kristín Ómarsdóttir, sendi nýlega frá sér sögulega skáldsögu sem ber nafnið Móðurást: Draumþing en hún er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Bókin er sjálfstætt framhald bókarinnar Móðurást: Oddný, sem kom út á síðasta ári en fyrir hana hlaut Kristín Fjöruverðlaunin 2024.

Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi
Ófeigur Sigurðsson snýr aftur með nýja og heillandi skáldsögu sem ber heitið Skrípið. Um er að ræða óviðjafnanlega frásögn sem togar Kóvid-samfélagið og samtímann sundur og saman í vel súru gríni, skarpri gagnrýni og djúphugsaðri rómantískri sýn á mátt listarinnar í kaldranalegum og öfgakenndum heimi sem blygðast sín ekki í þeim hamförum sem hann hefur kallað yfir sig.

Yrsa reykspólar fram úr Geir
Vísir birtir annan bóksölulistann á þessari vertíð. Nú eru línur teknar að skýrast þó enn séu æsispennandi tímar framundan í bóksölunni.