„Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. ágúst 2025 20:00 Trektarbók verður til sýnis í Eddu næstu þrjá mánuði. Vísir/Sigurjón Ómetanlegur fjársjóður norrænna miðaldabókmennta er nú til sýnis á Íslandi í fyrsta sinn. Gripurinn, sem rekur uppruna til Íslands, hefur verið varveittur á meginlandi Evrópu í nokkrar aldir en almenningi gefst nú kostur á að berja gripinn augum. Um er að ræða svokallaða Trektarbók Snorra Eddu. Hún hefur verið í Hollandi í tæp fjögur hundruð ár og er núna í heimsókn á Íslandi. „Trektarbók er eitt af fjórum meginhandritum Eddu Snorra Sturlusonar og er mjög mikilvægt til þess að varðveita textann og sýna okkur hann þegar hann var í sem upphaflegastri gerð þegar Edda var skrifuð á þrettándu öld. Trektarbók er nefnilega afrit af handriti sem hefur verið mjög gamalt, sennilega frá miðri þrettándu öld, og sýnir Eddu í mjög svipuðu formi og hún hefur litið út hjá Snorra Sturlusyni sjálfum þegar hann var að störfum,“ segir Haukur Þorgeirsson, rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar. Áhugi fyrir íslensku handritunum í Evrópu Haukur segir handritið til marks um þann mikla áhuga á norrænum fræðum sem hafi verið kominn til í Evrópu á sautjándu öld, og þeim fjársjóði sem íslensk handrit varðveiti um miðaldir og um fjarlægri fortíð. Árið 1626 hafi bókin verið komin til Kaupmannahafnar þar sem fræðimenn í Danmörku, og í Hollandi, hafi sýnt henni áhuga. „Það sem við vitum síðan er að 1643 er hún komin til Hollands, til Utrecht þar sem hún hefur verið síðan og hefur verið lyftistöng fyrir norræn fræði í Hollandi og þar hafa birst athyglisverðar rannsóknir á Trektarbók og á Snorra-Eddu,“ útskýrir Haukur. Haukur Þorgeirsson, rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar, flutti vel sóttan fyrirlestur um Trektarbók í Eddu í dag í tilefni af handritaskiptunum.Vísir/Sigurjón Handritið kom til landsins um helgina og er nú til sýnis í Eddu, húsi íslenskunnar, á sýningunni Heimur í orðum. „Við erum svo lánsöm hérna á Árnastofnun að eiga í góðu samstarfi við erlend söfn. Og nú þegar við höfum svona góða aðstöðu til sýningahalds þá höfum við getað fengið handritin heim, í heimsókn, til þess að sýna hér á sýningunni okkar. Og nú er Trektarbók komin til sýnis á Íslandi í fyrsta sinn,“ segir Haukur. Hann hvetur alla áhugasama til að heimsækja Eddu og sjá handritið með eigin augum, en þar verður Trektarbók til sýnis í þrjá mánuði. Hver er þessi Trekt? Haukur segir handritið merkilegt fyrir margar sakir, en ólíkt öðrum meginhandritum Snorra-Eddu er Trektarbók ekki skráð á skinn. „Trektarbók er skráð á pappír og er þannig kannski ekki við fyrstu sýn eitthvað sem maður gæti haldið að væri ómetanlegur fjársjóður miðaldabókmennta. En textinn sjálfur er svo forn og svo merkilegur að það er hún,“ segir Haukur. En hvaðan er nafnið Trektarbók tilkomið? Ólíkt því sem kannski mætti ætla þá hefur nafngiftin ekkert með áhaldið trekt að gera. „Þetta er Utrecht. Það er sú trekt, Utrecht í Hollandi, sem handritið ber nafn sitt af. Og efnið er sem sagt Edda Snorra Sturlusonar, Gylfaginning, Skáldskaparmál, Háttatal. Þetta er sem sagt það skipulag Snorra Eddu sem er talið upphaflegast,“ útskýrir Haukur. Bókmenntir Menning Háskólar Íslensk fræði Handritasafn Árna Magnússonar Íslensk tunga Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Sjá meira
Um er að ræða svokallaða Trektarbók Snorra Eddu. Hún hefur verið í Hollandi í tæp fjögur hundruð ár og er núna í heimsókn á Íslandi. „Trektarbók er eitt af fjórum meginhandritum Eddu Snorra Sturlusonar og er mjög mikilvægt til þess að varðveita textann og sýna okkur hann þegar hann var í sem upphaflegastri gerð þegar Edda var skrifuð á þrettándu öld. Trektarbók er nefnilega afrit af handriti sem hefur verið mjög gamalt, sennilega frá miðri þrettándu öld, og sýnir Eddu í mjög svipuðu formi og hún hefur litið út hjá Snorra Sturlusyni sjálfum þegar hann var að störfum,“ segir Haukur Þorgeirsson, rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar. Áhugi fyrir íslensku handritunum í Evrópu Haukur segir handritið til marks um þann mikla áhuga á norrænum fræðum sem hafi verið kominn til í Evrópu á sautjándu öld, og þeim fjársjóði sem íslensk handrit varðveiti um miðaldir og um fjarlægri fortíð. Árið 1626 hafi bókin verið komin til Kaupmannahafnar þar sem fræðimenn í Danmörku, og í Hollandi, hafi sýnt henni áhuga. „Það sem við vitum síðan er að 1643 er hún komin til Hollands, til Utrecht þar sem hún hefur verið síðan og hefur verið lyftistöng fyrir norræn fræði í Hollandi og þar hafa birst athyglisverðar rannsóknir á Trektarbók og á Snorra-Eddu,“ útskýrir Haukur. Haukur Þorgeirsson, rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar, flutti vel sóttan fyrirlestur um Trektarbók í Eddu í dag í tilefni af handritaskiptunum.Vísir/Sigurjón Handritið kom til landsins um helgina og er nú til sýnis í Eddu, húsi íslenskunnar, á sýningunni Heimur í orðum. „Við erum svo lánsöm hérna á Árnastofnun að eiga í góðu samstarfi við erlend söfn. Og nú þegar við höfum svona góða aðstöðu til sýningahalds þá höfum við getað fengið handritin heim, í heimsókn, til þess að sýna hér á sýningunni okkar. Og nú er Trektarbók komin til sýnis á Íslandi í fyrsta sinn,“ segir Haukur. Hann hvetur alla áhugasama til að heimsækja Eddu og sjá handritið með eigin augum, en þar verður Trektarbók til sýnis í þrjá mánuði. Hver er þessi Trekt? Haukur segir handritið merkilegt fyrir margar sakir, en ólíkt öðrum meginhandritum Snorra-Eddu er Trektarbók ekki skráð á skinn. „Trektarbók er skráð á pappír og er þannig kannski ekki við fyrstu sýn eitthvað sem maður gæti haldið að væri ómetanlegur fjársjóður miðaldabókmennta. En textinn sjálfur er svo forn og svo merkilegur að það er hún,“ segir Haukur. En hvaðan er nafnið Trektarbók tilkomið? Ólíkt því sem kannski mætti ætla þá hefur nafngiftin ekkert með áhaldið trekt að gera. „Þetta er Utrecht. Það er sú trekt, Utrecht í Hollandi, sem handritið ber nafn sitt af. Og efnið er sem sagt Edda Snorra Sturlusonar, Gylfaginning, Skáldskaparmál, Háttatal. Þetta er sem sagt það skipulag Snorra Eddu sem er talið upphaflegast,“ útskýrir Haukur.
Bókmenntir Menning Háskólar Íslensk fræði Handritasafn Árna Magnússonar Íslensk tunga Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Sjá meira