Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. ágúst 2025 17:40 Margrét Tryggvadóttir er formaður stjórnar Rithöfundasambands Íslands. Vísir/Anton Brink Rithöfundasamband Íslands sendi Samkeppniseftirlitinu kvörtun um hugsanlega misnotkun hljóðbókarfyrirtækisins Storytel á markaðsráðandi stöðu. Formaður sambandsins segir Storytel hafa forgangsraðað sínu eigin efni á kostnað annarra bókmenntaverka. Samkeppniseftirlitið hefur hafið formlega rannsókn. Í kvörtuninni, sem dagsett er 5. febrúar 2025, óskar lögmaður Rithöfundasambands Íslands eftir því að Samkeppniseftirlitið rannsaki hugsanlega misnotkun fyrirtækisins Storytel á markaðsráðandi stöðu sinni. Í dag barst fréttatilkynning frá Samkeppniseftirlitinu um að hefja á formlega rannsókn á hendur fyrirtækisins Storytel. „Það er þannig að eftir að Storytel kom inn á okkar litla viðkvæma bókamarkað sem er svo lítill að það má eiginlega ekkert út af bregða þá hefur rosalega mikið breyst. Markaðurinn í heild hefur stækkað, Storytel er að hluta til viðbót en það sem hefur gerst er að bóksala hefur minnkað mjög mikið, sérstaklega til einkanota,“ segir Margrét Tryggvadóttir, formaður stjórnar Rithöfundarsambands Íslands, í samtali við fréttastofu. „Verð hefur staðið í stað og tekjur höfunda og útgefanda hafa hríðfallið. Við höfundar erum að fá kannski tíu prósent af því sem við fáum fyrir hvert streymi miðað við eintakasölu.“ Erfið samningsstaða rithöfunda Margrét segir íslenska rithöfunda ekki í neinni stöðu til semja um greiðslur fyrir bækurnar sínar á hljóðbókaformi heldur sjái útgefendur þeirra um samningaviðræðurnar. „Svo flækist myndin því að Storytel er líka útgefandi og það eru sumir sem eru bara þar en við erum ekki að móta okkar samninga,“ segir hún. „Við þetta er ekki hægt að una og sérstaklega ekki þar sem þar er bara eitt fyrirtæki á markaðinum og það er ekkert hægt að semja. Það er ekki hægt að fara yfir málin og það er bara vísað á að þessu sé öllu stjórnað frá Svíþjóð og þið eruð bara heppin að fá okkur og alls konar svona.“ Í kvörtuninni segir að þrátt fyrir að kostnaðurinn við að taka upp hljóðbók og undirbúa fyrir streymi sé lítill miðað við kostnaðinn við hefðbundna bókaútgáfu eða ritun bókmennta. Hins vegar borgi það sig ekki að sniðganga Storytel þar sem sniðgangan hafi bein áhrif á kynningu efnis höfundanna í smáforriti og þar af leiðandi hlustanir. Forgangsraði sínu eigin efni Í kvörtuninni segir einnig að Storytel virðist frekar forgangsraða hljóðbókum sem gefnar eru út á þeirra vegum heldur en bókum frá öðrum útgáfum. „Hafa félögin fullyrt þetta sjálf og sagst hafa gert tilraunir með tvo titla eftir sama höfund sem talinn var vel þekktur, þar sem titillinn sem var markaðssettur af Storytel/Storyside með góðri framsetningu í appinu fékk 20-falda hlustun miðað við hinn titilinn sem var ekki markaðssettur með sama hætti,“ segir í kvörtuninni. „Þetta er kannski meginatriðið í okkar kvörtun og það að þegar fyrirtæki eru í markaðsráðandi stöðu, og þetta er bara eina hljóðbókaveitan á Íslandi, þá verður hið opinbera að bera ábyrgð á því að leikreglur séu sanngjarnar. Þannig að allir geti dafnað á markaðinum,“ segir Margrét. Rannsóknin ákveðin viðurkenning Margrét segir það ákveðna viðurkenningu að Samkeppniseftirlitið hafi hafið rannsókn, þó að engin niðurstaða liggi enn fyrir. „Við vorum búin að safna gögnum og byggja þetta upp en við erum hérna ánægð með að vera tekin alvarlega,“ segir hún. „En svo kom það líka á óvart hvað þetta er stórt því þeir ætla í samstarf við Svíana og móðurfélagið er líka undir. Þar erum við kannski í betri stöðu en systurfélög okkar á Norðurlöndunum því þar eru ef til vill tvær til þrjár og jafnvel fleiri streymisveitur starfandi en hér er bara ein.“ Bókaútgáfa Samkeppnismál Storytel Bókmenntir Tengdar fréttir Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Formaður Rithöfundasambands Íslands segir hvorki rithöfunda né útgefendur græða á samningum við Storytel. Vinna þeirra væri seld langt undir kostnaðarverði. Rithöfundasambandið leitar til lögfræðinga vegna mikillar óánægju innan starfsstéttarinnar. 7. nóvember 2024 07:01 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Í kvörtuninni, sem dagsett er 5. febrúar 2025, óskar lögmaður Rithöfundasambands Íslands eftir því að Samkeppniseftirlitið rannsaki hugsanlega misnotkun fyrirtækisins Storytel á markaðsráðandi stöðu sinni. Í dag barst fréttatilkynning frá Samkeppniseftirlitinu um að hefja á formlega rannsókn á hendur fyrirtækisins Storytel. „Það er þannig að eftir að Storytel kom inn á okkar litla viðkvæma bókamarkað sem er svo lítill að það má eiginlega ekkert út af bregða þá hefur rosalega mikið breyst. Markaðurinn í heild hefur stækkað, Storytel er að hluta til viðbót en það sem hefur gerst er að bóksala hefur minnkað mjög mikið, sérstaklega til einkanota,“ segir Margrét Tryggvadóttir, formaður stjórnar Rithöfundarsambands Íslands, í samtali við fréttastofu. „Verð hefur staðið í stað og tekjur höfunda og útgefanda hafa hríðfallið. Við höfundar erum að fá kannski tíu prósent af því sem við fáum fyrir hvert streymi miðað við eintakasölu.“ Erfið samningsstaða rithöfunda Margrét segir íslenska rithöfunda ekki í neinni stöðu til semja um greiðslur fyrir bækurnar sínar á hljóðbókaformi heldur sjái útgefendur þeirra um samningaviðræðurnar. „Svo flækist myndin því að Storytel er líka útgefandi og það eru sumir sem eru bara þar en við erum ekki að móta okkar samninga,“ segir hún. „Við þetta er ekki hægt að una og sérstaklega ekki þar sem þar er bara eitt fyrirtæki á markaðinum og það er ekkert hægt að semja. Það er ekki hægt að fara yfir málin og það er bara vísað á að þessu sé öllu stjórnað frá Svíþjóð og þið eruð bara heppin að fá okkur og alls konar svona.“ Í kvörtuninni segir að þrátt fyrir að kostnaðurinn við að taka upp hljóðbók og undirbúa fyrir streymi sé lítill miðað við kostnaðinn við hefðbundna bókaútgáfu eða ritun bókmennta. Hins vegar borgi það sig ekki að sniðganga Storytel þar sem sniðgangan hafi bein áhrif á kynningu efnis höfundanna í smáforriti og þar af leiðandi hlustanir. Forgangsraði sínu eigin efni Í kvörtuninni segir einnig að Storytel virðist frekar forgangsraða hljóðbókum sem gefnar eru út á þeirra vegum heldur en bókum frá öðrum útgáfum. „Hafa félögin fullyrt þetta sjálf og sagst hafa gert tilraunir með tvo titla eftir sama höfund sem talinn var vel þekktur, þar sem titillinn sem var markaðssettur af Storytel/Storyside með góðri framsetningu í appinu fékk 20-falda hlustun miðað við hinn titilinn sem var ekki markaðssettur með sama hætti,“ segir í kvörtuninni. „Þetta er kannski meginatriðið í okkar kvörtun og það að þegar fyrirtæki eru í markaðsráðandi stöðu, og þetta er bara eina hljóðbókaveitan á Íslandi, þá verður hið opinbera að bera ábyrgð á því að leikreglur séu sanngjarnar. Þannig að allir geti dafnað á markaðinum,“ segir Margrét. Rannsóknin ákveðin viðurkenning Margrét segir það ákveðna viðurkenningu að Samkeppniseftirlitið hafi hafið rannsókn, þó að engin niðurstaða liggi enn fyrir. „Við vorum búin að safna gögnum og byggja þetta upp en við erum hérna ánægð með að vera tekin alvarlega,“ segir hún. „En svo kom það líka á óvart hvað þetta er stórt því þeir ætla í samstarf við Svíana og móðurfélagið er líka undir. Þar erum við kannski í betri stöðu en systurfélög okkar á Norðurlöndunum því þar eru ef til vill tvær til þrjár og jafnvel fleiri streymisveitur starfandi en hér er bara ein.“
Bókaútgáfa Samkeppnismál Storytel Bókmenntir Tengdar fréttir Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Formaður Rithöfundasambands Íslands segir hvorki rithöfunda né útgefendur græða á samningum við Storytel. Vinna þeirra væri seld langt undir kostnaðarverði. Rithöfundasambandið leitar til lögfræðinga vegna mikillar óánægju innan starfsstéttarinnar. 7. nóvember 2024 07:01 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Formaður Rithöfundasambands Íslands segir hvorki rithöfunda né útgefendur græða á samningum við Storytel. Vinna þeirra væri seld langt undir kostnaðarverði. Rithöfundasambandið leitar til lögfræðinga vegna mikillar óánægju innan starfsstéttarinnar. 7. nóvember 2024 07:01