Samgöngur Vara við mjög lúmskri hálku víða á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur varað við „mjög lúmskri hálku“ víða á höfuðborgarsvæðinu. Er fólk hvatt til að fara varlega í umferðinni. Innlent 15.1.2021 08:01 Þverun Þorskafjarðar boðin út en ósamið um Teigsskóg Vegagerðin auglýsti í dag eitt stærsta útboðsverk ársins, þverun Þorskafjarðar. Óvissa ríkir þó um næstu áfanga þar sem ekki hafa náðst samningar við landeigendur í Teigsskógi. Í Reykhólahreppi sjá menn fram á ný atvinnutækifæri með framkvæmdunum. Innlent 13.1.2021 21:51 Umferð í Vaðlaheiðargöngum dróst saman um 20 prósent milli ára Heildarumferð í Vaðlaheiðargöngum á árinu 2020 var 414 þúsund ferðir, um 100 þúsund færri ferðir en árið 2019. Hljómar samdrátturinn því upp á 19,5 prósent milli ára. Innlent 12.1.2021 14:30 Hvetur til skipaflutninga til að létta á þjóðvegakerfinu Framkvæmdastjóri Odda á Patreksfirði, stærsta sjávarútvegsfyrirtækis sunnanverðra Vestfjarða, segir galið að allir þungaflutningar landsins fari um þjóðvegakerfið. Hann hvetur til skipaferða og að ferjusiglingar yfir Breiðafjörð verði efldar. Viðskipti innlent 11.1.2021 21:34 Tesla Model 3 mest seldi bílinn á Íslandi Tesla Model 3 var mest seldi bíllinn á Íslandi á síðasta ári en 858 slíkir rafbílar voru nýskráðir árið 2020. Næst á eftir kom tengiltvinnbíllinn Mitsubishi Outlander en 773 slík eintök voru nýskráð hér á landi, samkvæmt tölum frá Samgöngustofu. Viðskipti innlent 8.1.2021 13:36 Þessi brú styttir vesturleiðina til Ísafjarðar um níu kílómetra Ný brú þvert yfir Þorskafjörð, sem styttir vesturleiðina til Ísafjarðar um níu kílómetra, verður boðin út á evrópska efnahagssvæðinu á næstu dögum. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í kringum páska en þetta gæti orðið stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar í ár. Innlent 7.1.2021 22:44 Vestfirðingar vilja láta bora fern ný jarðgöng Forystumenn á Vestfjörðum telja þörf á minnst fernum nýjum jarðgöngum í fjórðungum til að koma samgöngumálum þar í viðunandi horf; einum á norðanverðum fjörðunum og þrennum á sunnanverðum. Innlent 6.1.2021 23:19 Davíð Þorláksson nýr framkvæmdastjóri Betri samgangna Davíð Þorláksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri opinbera hlutafélagsins Betri samgangna. Þetta kemur fram í tilkynningu. Stofnað var til Betri samgangna til að hrinda í framkvæmd uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu. Viðskipti innlent 5.1.2021 13:04 Ónýtir vegir á sunnanverðum Vestfjörðum Síðustu daga höfum við fylgst með fréttum af miklum slitlagsskemmdum á Bíldudalsvegi, á Mikladal og í Tálknafirði. Skoðun 4.1.2021 16:00 Þröng á þingi á Reykjavíkurflugvelli Töluverður fjöldi er samankominn á Reykjavíkurflugvelli í morgunsárið þar sem nokkrar flugvélar eru á leiðinni út á land og til baka. Lítið hefur verið flogið innanlands um hátíðarnar og aflýsa þurfti fjölmörgum flugferðum í gær vegna veðurs. Innlent 28.12.2020 10:30 Mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og hægt er Vonskuveður var víðast hvar á landinu í dag og töluvert um foktjón. Þá var úrhellir á Seyðisfirði og Fjarðarheiði var lokuð bróðurpart dags. Sveitarstjóri Múlaþings segir gríðarlega mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og auðið er. Innlent 27.12.2020 19:00 Trukkastjóri vill að borað verði í fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar Bæjarráð Vesturbyggðar lýsir yfir miklum áhyggjum vegna alvarlegs ástands þjóðvega á sunnanverðum Vestfjörðum. Eigandi flutningafyrirtækis, sem misst hefur þrjá trukka á vestfirskum vegum, segir að bora verði í gegnum fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar. Innlent 23.12.2020 23:37 Skipagöngum þvingað í gegnum Stórþingið Framkvæmdir við fyrstu skipagöng heims hefjast við Stað í Noregi á næsta ári. Þetta varð ljóst eftir að Framfaraflokkurinn og stjórnandstaðan knúðu málið í gegnum Stórþingið þegar norska ríkisstjórnin hugðist setja skipagöngin í salt. Erlent 22.12.2020 23:24 Svakalegt að sjá eyðilegginguna á Seyðisfirði Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um eyðilegginguna á Seyðisfirði. Innlent 22.12.2020 12:14 Þriggja arma neðansjávargöng bylta samgöngum í Færeyjum Færeyingar fögnuðu um helgina opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna, neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar, sem lýst hefur verið sem mestu samgöngubyltingu í sögu Færeyja. Erlent 21.12.2020 22:21 Varasamar aðstæður vegna slitlagsskemmda Umtalsverðar slitlagsskemmdir hafa orðið á Bíldudalsvegi í Mikladal og Tálknafirði vegna veðurs. Unnið er að bráðabirgðaviðgerðum á svæðinu. Innlent 18.12.2020 14:37 Helgustaðavegur lokaður vegna aurskriðu Aurskriða féll á Helgustaðaveg, út með Eskifirði milli Engjabakka og Högnastaða, í nótt og er vegurinn því lokaður. Innlent 18.12.2020 11:17 Flugsamgöngur milli Íslands og Bretlands tryggðar eftir Brexit Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, undirritaði í dag fyrir Íslands hönd loftferðasamning milli Íslands og Bretlands. Flugsamgöngur hafa því verið tryggðar á milli ríkjanna eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Innlent 16.12.2020 15:44 Samið við Icelandair um lágmarksflug milli Reykjavíkur og Eyja Stjórnvöld hyggjast semja við Icelandair um lágmarksflug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja til 1. maí á næsta ári. Farnar verði að tvær ferðir í viku, fram og til baka, og er stefnt að því að flugið hefjist í næstu viku. Innlent 16.12.2020 14:30 Bikblæðingar minnka en gætu versnað aftur vegna hækkandi hitastigs Svo virðist sem að bikblæðingar á þjóðvegi 1 frá Borgarnesi í Skagafjörð hafi farið minnkandi undanfarinn sólarhring. Vegagerðin hefur þó áhyggjur af að ástandið gæti versnað með hækkandi hitastigi þegar líður á daginn. Innlent 16.12.2020 12:16 Lægsta verð ÓB á fjórum stöðvum Lægsta verð ÓB er á stöðvunum við Fjarðarkaup í Hafnarfirði, Arnarsmára og Bæjarlind í Kópavogi og Hlíðarbraut Akureyri. Samstarf 16.12.2020 09:58 „Það er skelfilegt að eiga við þetta“ Fjöldi flutningabíla og annarra bíla hafa skemmst undanfarna daga vegna vegklæðninga sem losnað hafa á kafla leiðarinnar á milli Staðarskála og Varmahlíðar. Framkvæmdastjóri Þróttar segir tjónið tilfinnanlegt fyrir utan þá hættu sem þessar aðstæður skapi. Innlent 15.12.2020 18:30 Fólk fresti för um sólarhring í það minnsta Vegagerðin hvetur fólk sem á leið milli Borgarness og Akureyrar að fresta för sinni um að minnsta kosti sólarhring ef kostur er vegna bikblæðinga á þjóveginum, sem valdið hafa miklu tjóni á bílum og geta verið hættulegar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni nú síðdegis. Innlent 15.12.2020 16:32 Segist hafa látið Vegagerðina vita af bikblæðingunum strax á sunnudag Framkvæmdastjóri flutningafyrirtækisins Vörumiðlunar á Sauðárkróki segist hafa varað Vegagerðina við miklum bikblæðingum á vegkafla frá Borgarfirði norður í Skagafjörð strax á sunnudag en ástandið var þó enn mjög slæmt í gærkvöldi. Vegagerðin kveðst hafa varað við blæðingunum um leið og ábendingar bárust. Innlent 15.12.2020 12:23 „Þetta er stórhættulegt fyrir margra hluta sakir“ „Við erum að sjá þetta á sumrin, við erum að sjá þetta á veturna,“ segir Ólafur Guðmundsson umferðarsérfræðingur um blæðingar á vegum landsins. Innlent 15.12.2020 09:08 Bílstjórar hafa ekki séð aðrar eins tjörublæðingar áður: „Eins og að baða dekkin í karamellu“ Þjóðvegurinn norður til Akureyrar virðist hafa blætt mikið í kvöld og hafa bílstjórar og ökumenn orðið fyrir tjóni. Vegklæðning hefur þakið dekk bíla og kannast bílstjórar ekki við að hafa séð annað eins. Innlent 14.12.2020 22:14 Rotturnar í Reykjavík Í Reykjavík er rottugangur um nær alla borg í eiginlegum skilningi. Álitið er að stofninn sé stór í Þingholtum, Hlíðum og Vesturbæ en úthverfin eru að mestu rottulaus. Það sem er sérstakt við íslenska rottustofninn er að hann heldur sig að mestu í holræsakerfum Reykjavíkur. Skoðun 14.12.2020 19:01 Tryggvagata opnuð á ný Tryggvagata verður opin fyrir allri umferð frá og með mánudeginum 14. desember næstkomandi. Framkvæmdir á svæðinu hafa staðið yfir í nokkurn tíma en er nú verið að búa um framkvæmdasvæðið við Tryggvagötu frá Pósthússtræti, um Naustin og fram hjá Listasafni Reykjavíkur. Innlent 9.12.2020 18:09 Klemmdi annan ökumann á milli vörubíls og sendibíls eftir rifrildi Ökumaður vörubíls hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa klemmt ökumann sendibíls á milli bílanna tveggja eftir rifrildi ökumannanna á milli. Héraðsdómur telur að bílstjóra vörubílsins hafi þó stafað ógn af hinum ökumanninum. Innlent 9.12.2020 15:03 Hreyfill og BSR missa öll einkastæðin sín Hreyfill og BSR missa sérmerkt leigubifreiðastæði sem þau hafa haft til umráða um áratugaskeið í Reykjavíkurborg um helgina og verður nú öllum þeim sem stunda leigubílaakstur leyft að nota þau. Samgönguráðuneytið synjaði kröfu Hreyfils um að fella ákvörðun borgarinnar úr gildi. Viðskipti innlent 4.12.2020 14:00 « ‹ 51 52 53 54 55 56 57 58 59 … 108 ›
Vara við mjög lúmskri hálku víða á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur varað við „mjög lúmskri hálku“ víða á höfuðborgarsvæðinu. Er fólk hvatt til að fara varlega í umferðinni. Innlent 15.1.2021 08:01
Þverun Þorskafjarðar boðin út en ósamið um Teigsskóg Vegagerðin auglýsti í dag eitt stærsta útboðsverk ársins, þverun Þorskafjarðar. Óvissa ríkir þó um næstu áfanga þar sem ekki hafa náðst samningar við landeigendur í Teigsskógi. Í Reykhólahreppi sjá menn fram á ný atvinnutækifæri með framkvæmdunum. Innlent 13.1.2021 21:51
Umferð í Vaðlaheiðargöngum dróst saman um 20 prósent milli ára Heildarumferð í Vaðlaheiðargöngum á árinu 2020 var 414 þúsund ferðir, um 100 þúsund færri ferðir en árið 2019. Hljómar samdrátturinn því upp á 19,5 prósent milli ára. Innlent 12.1.2021 14:30
Hvetur til skipaflutninga til að létta á þjóðvegakerfinu Framkvæmdastjóri Odda á Patreksfirði, stærsta sjávarútvegsfyrirtækis sunnanverðra Vestfjarða, segir galið að allir þungaflutningar landsins fari um þjóðvegakerfið. Hann hvetur til skipaferða og að ferjusiglingar yfir Breiðafjörð verði efldar. Viðskipti innlent 11.1.2021 21:34
Tesla Model 3 mest seldi bílinn á Íslandi Tesla Model 3 var mest seldi bíllinn á Íslandi á síðasta ári en 858 slíkir rafbílar voru nýskráðir árið 2020. Næst á eftir kom tengiltvinnbíllinn Mitsubishi Outlander en 773 slík eintök voru nýskráð hér á landi, samkvæmt tölum frá Samgöngustofu. Viðskipti innlent 8.1.2021 13:36
Þessi brú styttir vesturleiðina til Ísafjarðar um níu kílómetra Ný brú þvert yfir Þorskafjörð, sem styttir vesturleiðina til Ísafjarðar um níu kílómetra, verður boðin út á evrópska efnahagssvæðinu á næstu dögum. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í kringum páska en þetta gæti orðið stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar í ár. Innlent 7.1.2021 22:44
Vestfirðingar vilja láta bora fern ný jarðgöng Forystumenn á Vestfjörðum telja þörf á minnst fernum nýjum jarðgöngum í fjórðungum til að koma samgöngumálum þar í viðunandi horf; einum á norðanverðum fjörðunum og þrennum á sunnanverðum. Innlent 6.1.2021 23:19
Davíð Þorláksson nýr framkvæmdastjóri Betri samgangna Davíð Þorláksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri opinbera hlutafélagsins Betri samgangna. Þetta kemur fram í tilkynningu. Stofnað var til Betri samgangna til að hrinda í framkvæmd uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu. Viðskipti innlent 5.1.2021 13:04
Ónýtir vegir á sunnanverðum Vestfjörðum Síðustu daga höfum við fylgst með fréttum af miklum slitlagsskemmdum á Bíldudalsvegi, á Mikladal og í Tálknafirði. Skoðun 4.1.2021 16:00
Þröng á þingi á Reykjavíkurflugvelli Töluverður fjöldi er samankominn á Reykjavíkurflugvelli í morgunsárið þar sem nokkrar flugvélar eru á leiðinni út á land og til baka. Lítið hefur verið flogið innanlands um hátíðarnar og aflýsa þurfti fjölmörgum flugferðum í gær vegna veðurs. Innlent 28.12.2020 10:30
Mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og hægt er Vonskuveður var víðast hvar á landinu í dag og töluvert um foktjón. Þá var úrhellir á Seyðisfirði og Fjarðarheiði var lokuð bróðurpart dags. Sveitarstjóri Múlaþings segir gríðarlega mikilvægt að hefja framkvæmdir á Fjarðarheiði eins fljótt og auðið er. Innlent 27.12.2020 19:00
Trukkastjóri vill að borað verði í fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar Bæjarráð Vesturbyggðar lýsir yfir miklum áhyggjum vegna alvarlegs ástands þjóðvega á sunnanverðum Vestfjörðum. Eigandi flutningafyrirtækis, sem misst hefur þrjá trukka á vestfirskum vegum, segir að bora verði í gegnum fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar. Innlent 23.12.2020 23:37
Skipagöngum þvingað í gegnum Stórþingið Framkvæmdir við fyrstu skipagöng heims hefjast við Stað í Noregi á næsta ári. Þetta varð ljóst eftir að Framfaraflokkurinn og stjórnandstaðan knúðu málið í gegnum Stórþingið þegar norska ríkisstjórnin hugðist setja skipagöngin í salt. Erlent 22.12.2020 23:24
Svakalegt að sjá eyðilegginguna á Seyðisfirði Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um eyðilegginguna á Seyðisfirði. Innlent 22.12.2020 12:14
Þriggja arma neðansjávargöng bylta samgöngum í Færeyjum Færeyingar fögnuðu um helgina opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna, neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar, sem lýst hefur verið sem mestu samgöngubyltingu í sögu Færeyja. Erlent 21.12.2020 22:21
Varasamar aðstæður vegna slitlagsskemmda Umtalsverðar slitlagsskemmdir hafa orðið á Bíldudalsvegi í Mikladal og Tálknafirði vegna veðurs. Unnið er að bráðabirgðaviðgerðum á svæðinu. Innlent 18.12.2020 14:37
Helgustaðavegur lokaður vegna aurskriðu Aurskriða féll á Helgustaðaveg, út með Eskifirði milli Engjabakka og Högnastaða, í nótt og er vegurinn því lokaður. Innlent 18.12.2020 11:17
Flugsamgöngur milli Íslands og Bretlands tryggðar eftir Brexit Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, undirritaði í dag fyrir Íslands hönd loftferðasamning milli Íslands og Bretlands. Flugsamgöngur hafa því verið tryggðar á milli ríkjanna eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Innlent 16.12.2020 15:44
Samið við Icelandair um lágmarksflug milli Reykjavíkur og Eyja Stjórnvöld hyggjast semja við Icelandair um lágmarksflug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja til 1. maí á næsta ári. Farnar verði að tvær ferðir í viku, fram og til baka, og er stefnt að því að flugið hefjist í næstu viku. Innlent 16.12.2020 14:30
Bikblæðingar minnka en gætu versnað aftur vegna hækkandi hitastigs Svo virðist sem að bikblæðingar á þjóðvegi 1 frá Borgarnesi í Skagafjörð hafi farið minnkandi undanfarinn sólarhring. Vegagerðin hefur þó áhyggjur af að ástandið gæti versnað með hækkandi hitastigi þegar líður á daginn. Innlent 16.12.2020 12:16
Lægsta verð ÓB á fjórum stöðvum Lægsta verð ÓB er á stöðvunum við Fjarðarkaup í Hafnarfirði, Arnarsmára og Bæjarlind í Kópavogi og Hlíðarbraut Akureyri. Samstarf 16.12.2020 09:58
„Það er skelfilegt að eiga við þetta“ Fjöldi flutningabíla og annarra bíla hafa skemmst undanfarna daga vegna vegklæðninga sem losnað hafa á kafla leiðarinnar á milli Staðarskála og Varmahlíðar. Framkvæmdastjóri Þróttar segir tjónið tilfinnanlegt fyrir utan þá hættu sem þessar aðstæður skapi. Innlent 15.12.2020 18:30
Fólk fresti för um sólarhring í það minnsta Vegagerðin hvetur fólk sem á leið milli Borgarness og Akureyrar að fresta för sinni um að minnsta kosti sólarhring ef kostur er vegna bikblæðinga á þjóveginum, sem valdið hafa miklu tjóni á bílum og geta verið hættulegar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni nú síðdegis. Innlent 15.12.2020 16:32
Segist hafa látið Vegagerðina vita af bikblæðingunum strax á sunnudag Framkvæmdastjóri flutningafyrirtækisins Vörumiðlunar á Sauðárkróki segist hafa varað Vegagerðina við miklum bikblæðingum á vegkafla frá Borgarfirði norður í Skagafjörð strax á sunnudag en ástandið var þó enn mjög slæmt í gærkvöldi. Vegagerðin kveðst hafa varað við blæðingunum um leið og ábendingar bárust. Innlent 15.12.2020 12:23
„Þetta er stórhættulegt fyrir margra hluta sakir“ „Við erum að sjá þetta á sumrin, við erum að sjá þetta á veturna,“ segir Ólafur Guðmundsson umferðarsérfræðingur um blæðingar á vegum landsins. Innlent 15.12.2020 09:08
Bílstjórar hafa ekki séð aðrar eins tjörublæðingar áður: „Eins og að baða dekkin í karamellu“ Þjóðvegurinn norður til Akureyrar virðist hafa blætt mikið í kvöld og hafa bílstjórar og ökumenn orðið fyrir tjóni. Vegklæðning hefur þakið dekk bíla og kannast bílstjórar ekki við að hafa séð annað eins. Innlent 14.12.2020 22:14
Rotturnar í Reykjavík Í Reykjavík er rottugangur um nær alla borg í eiginlegum skilningi. Álitið er að stofninn sé stór í Þingholtum, Hlíðum og Vesturbæ en úthverfin eru að mestu rottulaus. Það sem er sérstakt við íslenska rottustofninn er að hann heldur sig að mestu í holræsakerfum Reykjavíkur. Skoðun 14.12.2020 19:01
Tryggvagata opnuð á ný Tryggvagata verður opin fyrir allri umferð frá og með mánudeginum 14. desember næstkomandi. Framkvæmdir á svæðinu hafa staðið yfir í nokkurn tíma en er nú verið að búa um framkvæmdasvæðið við Tryggvagötu frá Pósthússtræti, um Naustin og fram hjá Listasafni Reykjavíkur. Innlent 9.12.2020 18:09
Klemmdi annan ökumann á milli vörubíls og sendibíls eftir rifrildi Ökumaður vörubíls hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa klemmt ökumann sendibíls á milli bílanna tveggja eftir rifrildi ökumannanna á milli. Héraðsdómur telur að bílstjóra vörubílsins hafi þó stafað ógn af hinum ökumanninum. Innlent 9.12.2020 15:03
Hreyfill og BSR missa öll einkastæðin sín Hreyfill og BSR missa sérmerkt leigubifreiðastæði sem þau hafa haft til umráða um áratugaskeið í Reykjavíkurborg um helgina og verður nú öllum þeim sem stunda leigubílaakstur leyft að nota þau. Samgönguráðuneytið synjaði kröfu Hreyfils um að fella ákvörðun borgarinnar úr gildi. Viðskipti innlent 4.12.2020 14:00