Stýrir Evrópusambandið byggðaþróun á Íslandi? Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 5. september 2021 13:01 Á vordögum lagði ég fram fyrirspurn til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um fyrirkomulag innanlandsflugs. Svar við fyrirspurninni barst loks í lok ágúst. Það er margt athyglisvert sem kemur fram í svari ráðherra, sérstaklega er athyglisvert svar við spurningu minni um styrki til flugs til og frá Húsavík. Ef áætlunarflug til Húsavíkur leggst af er þá ætlunin að Þingeyingar og aðrir þeir sem notast við Húsavíkurflugvöll fari um Akureyrarflugvöll? Hverjar eru forsendurnar fyrir því að áætlunarflug milli Reykjavíkur og Húsavíkur er ekki ríkisstyrkt með sambærilegum hætti og þekkist um flesta aðra áfangastaði? Svar ráðherra við fyrirspurninni: Samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1008/2008 er ríkinu heimilt að styrkja flugleið ef ekki er tryggt að annars konar flutningsmáti geti tryggt órofna þjónustu a.m.k. tvisvar á dag. Þá kveður reglugerðin á um að aðildarríki skulu meta hvort fyrirhuguð skylda um opinbera þjónustu sé nauðsynleg og fullnægjandi með tilliti til möguleikans á að nota annan flutningsmáta. Almenningssamgöngur milli Húsavíkur og Akureyrar eru þrisvar sinnum á dag með almenningsvögnum, alla virka daga, og tvisvar á dag á sunnudögum. Tekur aksturinn eina klukkustund og 11 mínútur að meðaltali, en akstursvegalengd milli Akureyrar og Húsavíkur er 75 km þegar ekið er um Vaðlaheiðargöng. Frá Akureyri er áætlunarflug til Reykjavíkur og er flogið þaðan þrisvar til fimm sinnum á dag. Samkvæmt fyrrgreindum reglum Evrópuþingsins og með hliðsjón af núverandi almenningssamgöngum til og frá Húsavík fellur Húsavík ekki undir þá skilgreiningu að njóta ríkisstyrkja í innanlandsflugi. Í stuttu máli þá telur ráðherra ekki vera forsendur til að styrkja flug til Húsavíkur vegna Evrópureglna og góðra samgangna á landi milli Húsavíkur og Akureyrar. Ef reglugerðin er lesin má sjá að það er vissulega rétt að aðildarríki skulu meta hvort fyrirhuguð skylda um opinbera þjónustu sé nauðsynleg og fullnægjandi með tilliti til möguleikans á að nota annan flutningsmáta. En það opnar þá möguleika fyrir ráðherra samgöngu – og sveitarstjórnarmála að viðhalda flugi á milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Í reglugerðinni segir nefnilega: Aðildarríki er heimilt, að höfðu samráði við viðkomandi aðildarríki og eftir að hafa tilkynnt það framkvæmdastjórninni, viðkomandi flugvöllum og flugrekendum, sem starfrækja flug á leiðinni, að leggja á skyldur um opinbera þjónustu í áætlunarflugi milli flugvallar í Bandalaginu og flugvallar sem þjónar jaðar- eða þróunarsvæðum á yfirráðasvæði sínu eða á flugleið til hvaða flugvallar sem er á yfirráðasvæði sínu þar sem flugumferð er lítil enda sé slík leið talin skipta sköpum fyrir efnahags- og félagslega þróun á svæðinu sem flugvöllurinn þjónar. Einungis skal kveða á um þessa skyldu, að því marki sem slíkt er nauðsynlegt, til að tryggja að veitt sé lágmarksþjónusta á sviði áætlunarflugs sem uppfyllir settar reglur um samfellda þjónustu, reglubundið flug, verðlag eða lágmarkssætaframboð en þessar reglur yrðu ekki uppfylltar af hálfu flugrekenda ef þeir tækju einungis mið af eigin viðskiptahagsmunum. Með svari sínu gefur ráðherra í skyn að það sé hlutverk Evrópuþingsins að ákveða hvernig íslensk stjórnvöld haga stuðningi við samgöngur til jaðarsvæða og að Evrópusambandið stýri byggðaþróun á Íslandi. Á Húsavík hefur verið uppbygging á undanförnum árum og enn frekari uppbygging fyrirhuguð. Það er nauðsynlegt að samgöngur til staðarins séu góðar og mjög eðlilegt að flug þangað sé styrkt á meðan svæðið er að ná þeim styrk og íbúafjölda að flug þangað geti orðið hagkvæmt. Þannig styrk má líta á sem stuðning við uppbyggingu, nýsköpun og búsetuþróun og mun í framtíðinni skila sér til þjóðarinnar. Til þess að uppbygging á svæðum fjarri höfuðborgarsvæðinu verði raunhæf er algjörlega nauðsynlegt að samgöngur séu með þeim hætti að íbúar geti sótt t.d. heilbrigðisþjónustu til jafns við aðra íbúa landsins og það hefur aldrei verið nauðsynlegra en nú þar sem heilbrigðisþjónusta á landsbyggðinni hefur verið skert með markvissum hætti og notendum þjónustunnar beint í sí auknum mæli til Reykjavíkur. Einnig er ýmis sérfræðiþekking og varahlutaþjónusta sem eru fyrirtækjum nauðsynleg til reksturs með öruggum hætti staðsett á höfuðborgarsvæðinu og afar nauðsynlegt að hægt sé með skjótum hætti að sækja slíka þjónustu. Það er með öllu óboðlegt að halda því fram að verið sé að niðurgreiða flug og með engu móti hægt að þola slíka umræðu trekk í trekk og gjaldfella með því íbúa ákveðinna svæða á landinu. Ráðherra virðist vera slétt sama um aðstæður sem íbúar landsins búa við en honum er í lófa lagið að viðhalda flugi um Húsavíkurflugvöll. Það er greinilegt að svar ráðherra er samið um mitt sumar, þar sem það felur í sér einhverskonar sumarsyndrom og ákaflega litla þekkingu á aðstæðum þeirra sem kjósa að búa á landsbyggðinni. Miðflokkurinn – Við gerum það sem við segjumst ætla að gera – Ísland allt. Höfundur er þingmaður Norðausturkjördæmis fyrir Miðflokkinn og skipar 2. sæti listans fyrir alþingiskosningarnar 25. september. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Byggðamál Samgöngur Anna Kolbrún Árnadóttir Miðflokkurinn Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á vordögum lagði ég fram fyrirspurn til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um fyrirkomulag innanlandsflugs. Svar við fyrirspurninni barst loks í lok ágúst. Það er margt athyglisvert sem kemur fram í svari ráðherra, sérstaklega er athyglisvert svar við spurningu minni um styrki til flugs til og frá Húsavík. Ef áætlunarflug til Húsavíkur leggst af er þá ætlunin að Þingeyingar og aðrir þeir sem notast við Húsavíkurflugvöll fari um Akureyrarflugvöll? Hverjar eru forsendurnar fyrir því að áætlunarflug milli Reykjavíkur og Húsavíkur er ekki ríkisstyrkt með sambærilegum hætti og þekkist um flesta aðra áfangastaði? Svar ráðherra við fyrirspurninni: Samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1008/2008 er ríkinu heimilt að styrkja flugleið ef ekki er tryggt að annars konar flutningsmáti geti tryggt órofna þjónustu a.m.k. tvisvar á dag. Þá kveður reglugerðin á um að aðildarríki skulu meta hvort fyrirhuguð skylda um opinbera þjónustu sé nauðsynleg og fullnægjandi með tilliti til möguleikans á að nota annan flutningsmáta. Almenningssamgöngur milli Húsavíkur og Akureyrar eru þrisvar sinnum á dag með almenningsvögnum, alla virka daga, og tvisvar á dag á sunnudögum. Tekur aksturinn eina klukkustund og 11 mínútur að meðaltali, en akstursvegalengd milli Akureyrar og Húsavíkur er 75 km þegar ekið er um Vaðlaheiðargöng. Frá Akureyri er áætlunarflug til Reykjavíkur og er flogið þaðan þrisvar til fimm sinnum á dag. Samkvæmt fyrrgreindum reglum Evrópuþingsins og með hliðsjón af núverandi almenningssamgöngum til og frá Húsavík fellur Húsavík ekki undir þá skilgreiningu að njóta ríkisstyrkja í innanlandsflugi. Í stuttu máli þá telur ráðherra ekki vera forsendur til að styrkja flug til Húsavíkur vegna Evrópureglna og góðra samgangna á landi milli Húsavíkur og Akureyrar. Ef reglugerðin er lesin má sjá að það er vissulega rétt að aðildarríki skulu meta hvort fyrirhuguð skylda um opinbera þjónustu sé nauðsynleg og fullnægjandi með tilliti til möguleikans á að nota annan flutningsmáta. En það opnar þá möguleika fyrir ráðherra samgöngu – og sveitarstjórnarmála að viðhalda flugi á milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Í reglugerðinni segir nefnilega: Aðildarríki er heimilt, að höfðu samráði við viðkomandi aðildarríki og eftir að hafa tilkynnt það framkvæmdastjórninni, viðkomandi flugvöllum og flugrekendum, sem starfrækja flug á leiðinni, að leggja á skyldur um opinbera þjónustu í áætlunarflugi milli flugvallar í Bandalaginu og flugvallar sem þjónar jaðar- eða þróunarsvæðum á yfirráðasvæði sínu eða á flugleið til hvaða flugvallar sem er á yfirráðasvæði sínu þar sem flugumferð er lítil enda sé slík leið talin skipta sköpum fyrir efnahags- og félagslega þróun á svæðinu sem flugvöllurinn þjónar. Einungis skal kveða á um þessa skyldu, að því marki sem slíkt er nauðsynlegt, til að tryggja að veitt sé lágmarksþjónusta á sviði áætlunarflugs sem uppfyllir settar reglur um samfellda þjónustu, reglubundið flug, verðlag eða lágmarkssætaframboð en þessar reglur yrðu ekki uppfylltar af hálfu flugrekenda ef þeir tækju einungis mið af eigin viðskiptahagsmunum. Með svari sínu gefur ráðherra í skyn að það sé hlutverk Evrópuþingsins að ákveða hvernig íslensk stjórnvöld haga stuðningi við samgöngur til jaðarsvæða og að Evrópusambandið stýri byggðaþróun á Íslandi. Á Húsavík hefur verið uppbygging á undanförnum árum og enn frekari uppbygging fyrirhuguð. Það er nauðsynlegt að samgöngur til staðarins séu góðar og mjög eðlilegt að flug þangað sé styrkt á meðan svæðið er að ná þeim styrk og íbúafjölda að flug þangað geti orðið hagkvæmt. Þannig styrk má líta á sem stuðning við uppbyggingu, nýsköpun og búsetuþróun og mun í framtíðinni skila sér til þjóðarinnar. Til þess að uppbygging á svæðum fjarri höfuðborgarsvæðinu verði raunhæf er algjörlega nauðsynlegt að samgöngur séu með þeim hætti að íbúar geti sótt t.d. heilbrigðisþjónustu til jafns við aðra íbúa landsins og það hefur aldrei verið nauðsynlegra en nú þar sem heilbrigðisþjónusta á landsbyggðinni hefur verið skert með markvissum hætti og notendum þjónustunnar beint í sí auknum mæli til Reykjavíkur. Einnig er ýmis sérfræðiþekking og varahlutaþjónusta sem eru fyrirtækjum nauðsynleg til reksturs með öruggum hætti staðsett á höfuðborgarsvæðinu og afar nauðsynlegt að hægt sé með skjótum hætti að sækja slíka þjónustu. Það er með öllu óboðlegt að halda því fram að verið sé að niðurgreiða flug og með engu móti hægt að þola slíka umræðu trekk í trekk og gjaldfella með því íbúa ákveðinna svæða á landinu. Ráðherra virðist vera slétt sama um aðstæður sem íbúar landsins búa við en honum er í lófa lagið að viðhalda flugi um Húsavíkurflugvöll. Það er greinilegt að svar ráðherra er samið um mitt sumar, þar sem það felur í sér einhverskonar sumarsyndrom og ákaflega litla þekkingu á aðstæðum þeirra sem kjósa að búa á landsbyggðinni. Miðflokkurinn – Við gerum það sem við segjumst ætla að gera – Ísland allt. Höfundur er þingmaður Norðausturkjördæmis fyrir Miðflokkinn og skipar 2. sæti listans fyrir alþingiskosningarnar 25. september.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar