Regnboginn á heima í miðborginni Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 7. september 2021 18:01 Forhönnun Laugarvegar og Skólavörðustígs hefur nú verið kynnt, meðal annars í borgarstjórn í dag. Þarna eru margar skemmtilegar hugmyndir sem munu án ef gera miðborgina okkar fallegri og bæði auðveldari og skemmtilegri til að ferðast um. Allt rýmið mun kalla á það að þetta verður göngugata, að þetta er rými fólksins en ekki bílana. Hönnunin gerir líka ráð fyrir að þetta verði skemmtilegt umhverfi, bæði í sól og sumaryl og í slyddu í febrúar, þar sem lífleg ljós verða notuð til að lífga upp skammdegið. Eftir að þessi hönnun hefur verið kynnt hefur hinsegin samfélagið lýst yfir áhyggjum sínum um hvað verður um regnbogann, sem nú prýðir Skólavörðustíg. Að breyta útliti Laugavegs og hluta Skólavörðustígs í varanlega göngugötu þýðir breytingu á útliti götunnar. Ekki verður lengur þörf á að aðskilja hvar fólk gengur og hvar er keyrt með gangstéttum til beggja hliða götu. Með því að fjarlægja malbik og gangstéttar hverfur ramminn sem nú er utan um regnbogann. Í júní 2019 samþykktum við í borgarstjórn að hafa varanlegan regnboga í Reykjavík. Hann yrði á áberandi stað í miðborg Reykjavíkur sem mikilvægur minnisvarði um baráttu hinsegin fólks. Regnboginn er einnig tákn Reykjavíkur um að hinsegin fólk sé velkomið og eðlilegur partur borgarlífsins. Samfélag hinsegin fólks hefur glætt borgarmenninguna lífi og við í borgarstjórn munum halda áfram við að styðja við baráttu þeirra. Ef regnbogin verður færður til vegna nýrrar hönnunar göngugötunnar, þá mun það ekki verða gert öðruvísi en með aðkomu hinsegin samfélagsins. Annað er ekki boði. Regnboginn á heima í miðborg Reykjavíkur. Höfundur er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar og oddviti Viðreisnar í borginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Samgöngur Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Hinsegin Tengdar fréttir Klúður að hafa regnbogann ekki með í skipulagi nýs Skólavörðustígs Mikil óánægja ríkir meðal hinsegin fólks um áætlun Reykjavíkurborgar að færa Regnbogafánann af Skólavörðustíg vegna áætlana um framkvæmdir á göngugötunni. Borgarfulltrúi meirihlutans segir það hafa verið mistök að hafa kynnt áætlanir án þess að hafa fundið Regnboganum nýtt heimili áður. 7. september 2021 13:01 „Bara einhver götuskreyting“: Harma skeytingarleysi borgarinnar gagnvart regnboganum Miklar umræður hafa skapast á samfélagsmiðlum um nýja umgjörð Skólavörðustígs og nærliggjandi gata en athygli vekur að nýtt skipulag og útlit gerir ekki ráð fyrir regnbogafánanum, sem prýðir götuna. 7. september 2021 08:12 Árstíðagarðar taka yfir og regnboginn fær nýtt heimili Göngugötuhluti Laugavegar, Skólavörðustígs og Vegamótastígs fær nýja umgjörð þar sem fagurfræði og auga fyrir sögunni er rauður þráður í gegnum alla hönnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Regnboginn á Skólavörðustíg fær nýtt heimili og stendur leit yfir. 2. september 2021 14:42 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Forhönnun Laugarvegar og Skólavörðustígs hefur nú verið kynnt, meðal annars í borgarstjórn í dag. Þarna eru margar skemmtilegar hugmyndir sem munu án ef gera miðborgina okkar fallegri og bæði auðveldari og skemmtilegri til að ferðast um. Allt rýmið mun kalla á það að þetta verður göngugata, að þetta er rými fólksins en ekki bílana. Hönnunin gerir líka ráð fyrir að þetta verði skemmtilegt umhverfi, bæði í sól og sumaryl og í slyddu í febrúar, þar sem lífleg ljós verða notuð til að lífga upp skammdegið. Eftir að þessi hönnun hefur verið kynnt hefur hinsegin samfélagið lýst yfir áhyggjum sínum um hvað verður um regnbogann, sem nú prýðir Skólavörðustíg. Að breyta útliti Laugavegs og hluta Skólavörðustígs í varanlega göngugötu þýðir breytingu á útliti götunnar. Ekki verður lengur þörf á að aðskilja hvar fólk gengur og hvar er keyrt með gangstéttum til beggja hliða götu. Með því að fjarlægja malbik og gangstéttar hverfur ramminn sem nú er utan um regnbogann. Í júní 2019 samþykktum við í borgarstjórn að hafa varanlegan regnboga í Reykjavík. Hann yrði á áberandi stað í miðborg Reykjavíkur sem mikilvægur minnisvarði um baráttu hinsegin fólks. Regnboginn er einnig tákn Reykjavíkur um að hinsegin fólk sé velkomið og eðlilegur partur borgarlífsins. Samfélag hinsegin fólks hefur glætt borgarmenninguna lífi og við í borgarstjórn munum halda áfram við að styðja við baráttu þeirra. Ef regnbogin verður færður til vegna nýrrar hönnunar göngugötunnar, þá mun það ekki verða gert öðruvísi en með aðkomu hinsegin samfélagsins. Annað er ekki boði. Regnboginn á heima í miðborg Reykjavíkur. Höfundur er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar og oddviti Viðreisnar í borginni.
Klúður að hafa regnbogann ekki með í skipulagi nýs Skólavörðustígs Mikil óánægja ríkir meðal hinsegin fólks um áætlun Reykjavíkurborgar að færa Regnbogafánann af Skólavörðustíg vegna áætlana um framkvæmdir á göngugötunni. Borgarfulltrúi meirihlutans segir það hafa verið mistök að hafa kynnt áætlanir án þess að hafa fundið Regnboganum nýtt heimili áður. 7. september 2021 13:01
„Bara einhver götuskreyting“: Harma skeytingarleysi borgarinnar gagnvart regnboganum Miklar umræður hafa skapast á samfélagsmiðlum um nýja umgjörð Skólavörðustígs og nærliggjandi gata en athygli vekur að nýtt skipulag og útlit gerir ekki ráð fyrir regnbogafánanum, sem prýðir götuna. 7. september 2021 08:12
Árstíðagarðar taka yfir og regnboginn fær nýtt heimili Göngugötuhluti Laugavegar, Skólavörðustígs og Vegamótastígs fær nýja umgjörð þar sem fagurfræði og auga fyrir sögunni er rauður þráður í gegnum alla hönnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Regnboginn á Skólavörðustíg fær nýtt heimili og stendur leit yfir. 2. september 2021 14:42
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun