Nýtt leiðakerfi almenningssamgangna í Fjarðabyggð Jón Björn Hákonarson skrifar 4. september 2021 09:30 Nýtt kerfi almenningssamgangna hóf göngu sína í Fjarðabyggð í vikunni en með því er stigið stórt skref fram á við í að tengja enn betur saman okkar víðfeðma sveitarfélag . Mig langar því á þessum tímamótum að óska íbúum Fjarðabyggðar til hamingju með þennan merka áfanga. Um nokkurt skeið hefur verið til staðar ákall íbúa um bættar samgöngur á milli byggðakjarna í sveitarfélaginu. Hinu nýja leiðakerfi er ætlað að koma til móts við þær kröfur, enda hefur það verið vilji bæjarstjórnar um nokkurt skeið að koma á slíku samræmdu kerfi. Unnið hefur verið að uppsetningu á kerfinu að undanförnu. Grunnurinn að þeirri vinnu var lagður með skýrslu EFLU um nýtt leiðakerfi í Fjarðabyggð sem birt var í vor. Þar voru lagðar fram nokkrar tillögur að því hvernig nýtt og heildstætt leiðanet gæti litið út. Starfsmenn Fjarðabyggðar hafa síðan unnið hörðum höndum að því að setja saman kerfið og skilgreina þá þjónustu sem nauðsynleg er við rekstur þess. Í vor voru lögð fram drög að nýju leiðakerfi sem byggði á niðurstöðum EFLU. Hið nýja leiðakerfi byggir á tveimur leiðum sem tengja saman sex byggðakjarna sveitarfélagsins en auk þess er tengipunktur við ferjusiglingar frá Norðfirði til Mjóafjarðar sem gegna sama hlutverki lungann úr árinu. Á leið 1 eru eknar 12 ferðir á dag milli Norðfjarðar og Fáskrúðsfjarðar og leið 2 ekur síðan 6 ferðir á dag milli Breiðdalsvíkur og Fáskrúðsfjarðar. Bæjarráð ákvað fyrr í sumar að fara í verðfyrirspurn meðal akstursaðila í Fjarðabyggð vegna reksturs kerfisins. Niðurstaða þeirrar verðfyrirspurnar var að gera samning við ÍS – Travel á Reyðarfirði um akstur beggja leiða í kerfinu. Nýtt leiðakerfi – betri tengingar. Hið nýja leiðakerfi byggir, eins og áður sagði, á tveimur leiðum. Leið 1 ekur á milli Norðfjarðar og Fáskrúðsfjarðar alla virka daga. Að morgni eru tvær ferðar frá Norðfirði til Fáskrúðsfjarðar og tvær ferðir frá Fáskrúðsfirði til Norðfjarðar. Eftir hádegi eru farnar fjórar ferðir frá Norðfirði til Fáskrúðsfjarðar og fjórar ferðir frá Fáskrúðsfirði til Norðfjarðar. Leið 2 ekur á milli Breiðdalsvíkur og Fáskrúðsfjarðar alla virka daga. Um er að ræða þrjár ferðir frá Breiðdalsvík til Fáskrúðsfjarðar og þrjár ferðir frá Fáskrúðsfirði til Breiðdalsvíkur. Þar sem þörfin fyrir akstur á Suðurfjörðum liggur ekki fyrir var ákveðið í byrjun að þjónustan á leið 2 yrði rekin sem svokölluð pöntunarþjónusta meðan væri verið að ná utan um þörfina og til að koma í veg fyrir að ekið sé með tóma vagna. Því þarf að panta í ferðir á leið 2 samkvæmt tímatöflu með a.m.k. 6 klukkustunda fyrirvara og fyrir fyrstu ferð að morgni þarf að vera búið að panta fyrir kl. 18:00 daginn áður. Ef notendur ætla sér að nýta sömu ferðir alla daga vikunnar þarf ekki að panta daglega, heldur einungis að koma upplýsingum á framfæri við akstursaðila. Þegar fyrir liggur hvernig þróunin verður í kerfinu, verður að sjálfsögðu skoðað hvort stytta megi pöntunartíma og hvernig því verður háttað. Tímatafla vagnanna á báðum leiðum miðar að því að reyna að koma sem mest til móts við þarfir notenda hvað varðar vinnu, tómstundir, skóla, og félagslíf þvert á sveitarfélagið og er hinu nýja leiðakerfi ætlað að leysa af hólmi annan akstur sem sveitarfélegið hefur staðið fyrir undanfarin ár. Með kerfinu fást betri tengingar milli byggðakjarna og möguleikar opnast til að sækja vinnu, skóla, tómstundir og þjónustu þvert á byggðakjarna sveitarfélagsins. Framundan eru lærdómsríkir mánuðir Litið er á verkefnið sem framundan er sem tilraunverkefni og verður afrakstur þess notaður til uppbyggingar á almenninssamgöngukerfi til framtíðar. Það er ljóst að framundan eru lærdómsríkir mánuðir, á það bæði við um notendur kerfisins og sveitarfélagið. Við munum rekast á einhverja veggi í þessu öllu saman, en það er þá bara tækifært til að bæta sig og byggja enn frekar undir kerfið. Innleiðing á svona kerfi mun taka tíma. Við þurfum öll að venjast því að nota slíkt kerfi og læra hvernig það þjónar okkur best. Til framtíðar litið er ég þó sannfærður um að hér sé um mikið framfara skref að ræða fyrir sveitarfélagið okkar. Öflugt og gott samgöngukerfi er fjölkjarna sveitarfélagi eins okkar lífsnauðsynlegt til að nýta betur þá innviði, og þann mannauð sem samfélagið býr að. Með nýju leiðakerfi er stigið stórt skref fram á við í þeim efnum, og verður spennandi að fylgast með því vaxa og dafna. Höfundur er bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Jón Björn Hákonarson Fjarðabyggð Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nýtt kerfi almenningssamgangna hóf göngu sína í Fjarðabyggð í vikunni en með því er stigið stórt skref fram á við í að tengja enn betur saman okkar víðfeðma sveitarfélag . Mig langar því á þessum tímamótum að óska íbúum Fjarðabyggðar til hamingju með þennan merka áfanga. Um nokkurt skeið hefur verið til staðar ákall íbúa um bættar samgöngur á milli byggðakjarna í sveitarfélaginu. Hinu nýja leiðakerfi er ætlað að koma til móts við þær kröfur, enda hefur það verið vilji bæjarstjórnar um nokkurt skeið að koma á slíku samræmdu kerfi. Unnið hefur verið að uppsetningu á kerfinu að undanförnu. Grunnurinn að þeirri vinnu var lagður með skýrslu EFLU um nýtt leiðakerfi í Fjarðabyggð sem birt var í vor. Þar voru lagðar fram nokkrar tillögur að því hvernig nýtt og heildstætt leiðanet gæti litið út. Starfsmenn Fjarðabyggðar hafa síðan unnið hörðum höndum að því að setja saman kerfið og skilgreina þá þjónustu sem nauðsynleg er við rekstur þess. Í vor voru lögð fram drög að nýju leiðakerfi sem byggði á niðurstöðum EFLU. Hið nýja leiðakerfi byggir á tveimur leiðum sem tengja saman sex byggðakjarna sveitarfélagsins en auk þess er tengipunktur við ferjusiglingar frá Norðfirði til Mjóafjarðar sem gegna sama hlutverki lungann úr árinu. Á leið 1 eru eknar 12 ferðir á dag milli Norðfjarðar og Fáskrúðsfjarðar og leið 2 ekur síðan 6 ferðir á dag milli Breiðdalsvíkur og Fáskrúðsfjarðar. Bæjarráð ákvað fyrr í sumar að fara í verðfyrirspurn meðal akstursaðila í Fjarðabyggð vegna reksturs kerfisins. Niðurstaða þeirrar verðfyrirspurnar var að gera samning við ÍS – Travel á Reyðarfirði um akstur beggja leiða í kerfinu. Nýtt leiðakerfi – betri tengingar. Hið nýja leiðakerfi byggir, eins og áður sagði, á tveimur leiðum. Leið 1 ekur á milli Norðfjarðar og Fáskrúðsfjarðar alla virka daga. Að morgni eru tvær ferðar frá Norðfirði til Fáskrúðsfjarðar og tvær ferðir frá Fáskrúðsfirði til Norðfjarðar. Eftir hádegi eru farnar fjórar ferðir frá Norðfirði til Fáskrúðsfjarðar og fjórar ferðir frá Fáskrúðsfirði til Norðfjarðar. Leið 2 ekur á milli Breiðdalsvíkur og Fáskrúðsfjarðar alla virka daga. Um er að ræða þrjár ferðir frá Breiðdalsvík til Fáskrúðsfjarðar og þrjár ferðir frá Fáskrúðsfirði til Breiðdalsvíkur. Þar sem þörfin fyrir akstur á Suðurfjörðum liggur ekki fyrir var ákveðið í byrjun að þjónustan á leið 2 yrði rekin sem svokölluð pöntunarþjónusta meðan væri verið að ná utan um þörfina og til að koma í veg fyrir að ekið sé með tóma vagna. Því þarf að panta í ferðir á leið 2 samkvæmt tímatöflu með a.m.k. 6 klukkustunda fyrirvara og fyrir fyrstu ferð að morgni þarf að vera búið að panta fyrir kl. 18:00 daginn áður. Ef notendur ætla sér að nýta sömu ferðir alla daga vikunnar þarf ekki að panta daglega, heldur einungis að koma upplýsingum á framfæri við akstursaðila. Þegar fyrir liggur hvernig þróunin verður í kerfinu, verður að sjálfsögðu skoðað hvort stytta megi pöntunartíma og hvernig því verður háttað. Tímatafla vagnanna á báðum leiðum miðar að því að reyna að koma sem mest til móts við þarfir notenda hvað varðar vinnu, tómstundir, skóla, og félagslíf þvert á sveitarfélagið og er hinu nýja leiðakerfi ætlað að leysa af hólmi annan akstur sem sveitarfélegið hefur staðið fyrir undanfarin ár. Með kerfinu fást betri tengingar milli byggðakjarna og möguleikar opnast til að sækja vinnu, skóla, tómstundir og þjónustu þvert á byggðakjarna sveitarfélagsins. Framundan eru lærdómsríkir mánuðir Litið er á verkefnið sem framundan er sem tilraunverkefni og verður afrakstur þess notaður til uppbyggingar á almenninssamgöngukerfi til framtíðar. Það er ljóst að framundan eru lærdómsríkir mánuðir, á það bæði við um notendur kerfisins og sveitarfélagið. Við munum rekast á einhverja veggi í þessu öllu saman, en það er þá bara tækifært til að bæta sig og byggja enn frekar undir kerfið. Innleiðing á svona kerfi mun taka tíma. Við þurfum öll að venjast því að nota slíkt kerfi og læra hvernig það þjónar okkur best. Til framtíðar litið er ég þó sannfærður um að hér sé um mikið framfara skref að ræða fyrir sveitarfélagið okkar. Öflugt og gott samgöngukerfi er fjölkjarna sveitarfélagi eins okkar lífsnauðsynlegt til að nýta betur þá innviði, og þann mannauð sem samfélagið býr að. Með nýju leiðakerfi er stigið stórt skref fram á við í þeim efnum, og verður spennandi að fylgast með því vaxa og dafna. Höfundur er bæjarstjóri Fjarðabyggðar.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar