Vatnsaflsvirkjanir

Fréttamynd

Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka

Vinnsla hefur verið stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka nálægt inntaksmannvirkjum stöðvarinnar. Verið er að tæma inntakslónið svo hægt sé að greina ástæður lekans. Til skamms tíma mun lokunin ekki hafa áhrif á framboð raforku en langtímaáhrif eru ekki enn ljós.

Innlent
Fréttamynd

Lands­virkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla land­eig­endur

Landeigendur í nágrenni við Þjórsá sem telja sig munu finna fyrir miklum áhrifum af byggingu Hvammsvirjunar segja að Landsvirkjun hafi aldrei samið við sig í tengslum við uppbygginguna og þvertaka fyrir ummæli Þóru Arnórsdóttur, samskiptastjóra Landsvirkjunar, um að löngu sé búið að semja við landeigendur á áhrifasvæði virkjunarinnar. Þóra stendur við ummælin.

Innlent
Fréttamynd

Aftur á byrjunar­reit

Hvammsvirkjun er föst í eilífðar borðspili. Stundum hnikast verkefnið áfram um nokkra reiti, en þess á milli gerist ekkert. Nú þegar aldarfjórðungur er liðinn frá því að fyrst var áformað að virkja við Hvamm og 4 ár eru frá því að sótt var um sjálft virkjunarleyfið hefur verkefninu verið kippt aftur á byrjunarreit.

Skoðun
Fréttamynd

„Það er engin á­stæða til að gefast upp“

Hæstiréttur staðfesti í dag ógildingu virkjunarleyfis fyrir Hvammsvirkjun. Undirbúningsframkvæmdir vegna virkjunarinnar eru nú þegar komnar vel á veg en ljóst þykir að niðurstaðan muni fresta virkjuninni enn frekar. 

Innlent
Fréttamynd

Davíð hafi lagt Golíat

Náttúruverndarsamtök fagna niðurstöðu Hæstaréttar sem staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms og felldi endanlega úr gildi virkjanaleyfi fyrir Hvammsvirkjun, í máli sem landeigendur við Þjórsá höfðuðu gegn ríkinu og Landsvirkjun. Þau segja Davíð hafa lagt Golíat.

Innlent
Fréttamynd

Hvammsvirkjun bíður dóms Hæsta­réttar

Nýsamþykkt lög, sem ætlað var að eyða óvissu um Hvammsvirkjun í Þjórsá, setja framkvæmdir samt ekki á fulla ferð. Forstjóri Landsvirkjunar segir að bíða verði eftir dómi Hæstaréttar.

Innlent
Fréttamynd

Við þurfum hag­kvæmu virkjunarkostina

Við þurfum meiri raforku á næstu árum og áratugum. Víðtæk samstaða hefur náðst um að kerfið okkar verði að vera skilvirkara, svo virkjunarkostir lendi ekki í margra ára, jafnvel áratuga skilvindu stjórnsýslunnar þar sem tímafrestir eru ekki virtir og mörg tækifæri eru til að kæra þau fjölmörgu leyfi sem veitt eru fyrir hverri virkjanaframkvæmd.

Skoðun
Fréttamynd

Héraðs­vötn og Kjalöldu­veitu í nýtingar­flokk

Nú liggur fyrir á alþingi og til umræðu í Umhverfis – og samgöngunefnd tillaga til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, nr. 24/152 frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Skoðun
Fréttamynd

Lands­virkjun semur lög um bráða­birgða­virkjanir

Þann 15. janúar síðastliðinn féll sögulegur dómur í máli landeigenda við Þjórsá gegn ríkinu og Landsvirkjun þar sem virkjanaleyfi fyrir Hvammsvirkjun var ógilt. Aldrei fyrr hafði íslenskur dómstóll ógilt virkjunarleyfi.

Skoðun
Fréttamynd

Blöndu­lón fyllist sögu­lega snemma og staðan góð í lónum

Óvenjuleg hlýindi á hálendinu undanfarið hafa leyst nánast allan snjó á neðra vatnasviði Blöndulóns. Allar líkur eru á að þessar vorleysingar nái að fylla Blöndulón og eitthvað vatn muni renna á yfirfalli þess. Vatnsbúskapur í miðlunarlónum Landsvirkjunar er almennt heldur betri en undanfarin ár.

Innlent
Fréttamynd

Sækja um leyfi fyrir Kvísla­tungu­virkjun

Stjórn Orkubús Vestfjarða hefur ákveðið að sótt verði um virkjunarleyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun í Steingrímsfirði. Virkjunin hefur þegar farið í gegnum umhverfismat, en beðið er eftir endanlegri staðfestingu aðalskipulags Strandabyggðar.

Innlent
Fréttamynd

Vill ríkis­stjórnin vernda vatnið okkar?

Vatn er mikilvægasta auðlind jarðar. Vatn er forsenda lífs og farsældar, hvort sem litið er til náttúrunnar eða samfélags manna. Víðast hvar á jörðinni hefur verið afar illa farið með vatn; mengun er stórfelld, lífríki og vistkerfum vatnasvæða hefur verið rústað, vatnstaka óhófleg og vatni veitt úr náttúrulegum farvegum straumvatna og stöðuvötnum.

Skoðun
Fréttamynd

Hvammsvirkjun og fram­tíð lax­fiska í Þjórs­á

Ísland stendur nú á krossgötum varðandi villta fiskistofna. Höfundar þessarar greinar hafa rannsakað lax og aðrar tegundir í ám sem hafa orðið fyrir áhrifum af virkjanaframkvæmdum. Annar höfunda hefur unnið í meira en þrjá áratugi við rannsóknir við vatnsfallsvirkjanir Columbia árinnar, þar sem áratugalangar rannsóknir hafa sýnt fram á skelfilegar afleiðingar stíflna og vatnsfallsvirkjanna fyrir fiskistofna.

Skoðun
Fréttamynd

Öllum skerðingum af­létt

Landsvirkjun hefur tilkynnt öllum stórnotendum raforku á suðvesturhluta landsins að skerðingum á afhendingu raforku verði aflétt frá og með morgundeginum 7. febrúar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ný Þjórs­ár­brú bíður í sömu ó­vissu og Hvammsvirkjun

Útboð á smíði nýrrar Þjórsárbrúar á móts við þorpið Árnes ásamt gerð Búðafossvegar er í óvissu eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í síðasta mánuði. Vegagerðin hafði gefið út að verkið yrði boðið út fljótlega á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

Vatnsbúskapurinn fer batnandi

Landsvirkjun hefur ákveðið að hætta endurkaupum raforku af járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga. Ástæðan er sú að vatnsbúskapur Landsvirkjunar hefur batnað.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hvammsvirkjun upp­fylli ekki skil­yrði

Formaður umhverfisnefndar Alþingis, þegar lög um stjórn vatnamála, sem eru Þrándur í Götu fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar, voru sett, segir ekki um að ræða annmarka í lagasetningunni og ýjar að því að Hvammsvirkjun standist einfaldlega ekki skilyrði virkjunar.

Innlent