Brottfararstöð fyrir útlendinga Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Engin eðlisbreyting veðrur á störfum starfsfólks brottfararstöðvar þó þeir kallist ekki lengur fangaverðir. Dómsmálaráðherra segir engan eiga að þurfa að fara í brottfararstöðina, hún sé aðeins fyrir þá sem ekki virði ákvarðanir stjórnvalda. Innlent 7.11.2025 12:02 Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Frumvarp dómsmálaráðherra um svokallaða brottfararstöð fyrir útlendinga er komið til Alþingis. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að heimilt verði að reka slíka brottfararstöð á fleiri en einum stað en lögreglustjóranum á Suðurnesjum verði falin ábyrgð á rekstri stöðvarinnar. Frumvarpið felur í sér heimild til frelsissviptingar þeirra einstaklinga sem vistaðir verða í brottfararstöð, og meðal annars heimild til valdbeitingar og agaviðurlaga. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að „starfsfólk“ ráðið af lögreglustjóra starfi í miðstöðinni, en ekki fangaverðir líkt og gert var ráð fyrir í frumvarpsdrögum sem fóru í samráð. Innlent 7.11.2025 07:38 Börn eiga ekki heima í fangelsi Það er magnað að þurfa að útskýra af hverju það er slæm hugmynd að setja saklaus börn í fangelsi, en samt er það staðan sem við stöndum frammi fyrir. Skoðun 22.10.2025 13:30 Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Síðustu áratugi hefur hin svokallaða pólitík óttans verið áberandi víða um heim, meðal annars í Evrópu. Slík pólitík hverfist fyrst og fremst um óöryggi, átök og fjarlægð við þau sem eru talin vera öðruvísi, hvort sem það er fólk sem er ekki hvítt, fólk frá öðrum heimsálfum, fólk af annarri trú en þeirri sem er ríkjandi í samfélaginu eða fólk á flótta, allt eftir stað og stund. Skoðun 20.10.2025 09:03 Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Rauði krossinn gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarpsdrög dómsmálaráðherra um brottfararstöð fyrir hælisleitendur. Stjórnvöld boði varðhaldsstöð með fáum takmörkunum og vistun barna geti falið í sér brot á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Innlent 17.10.2025 23:31 Skilji áhyggjurnar Tilkoma brottfararstöðvar á Suðurnesjum er mikilvæg svo hægt sé að framfylgja stefnu stjórnvalda í málaflokknum, að mati dómsmálaráðherra. Um lokaúrræði sé að ræða og ekki hægt að una við núverandi ástand þar sem hælisleitendur eru vistaðir í fangelsum. Mannúðarsamtök telja að dvöl barna í slíku úrræði gæti haft varanleg áhrif á geðheilsu þeirra. Innlent 17.10.2025 19:38 Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Ýmis mannréttinda- og hjálparsamtök gagnrýna drög að frumvarpi dómsmálaráðherra um að setja á laggirnar brottfararstöð. Meðal þess sem sett er út á er vistun barna, ráðning fangavarða til starfa og bakslag í stuðningi við brotaþola ofbeldis og mansals. Innlent 16.10.2025 22:01 Börn í fangelsi við landamærin Nú liggja fyrir drög að frumvarpi dómsmálaráðuneytisins til laga um brottfararstöð, þar sem ætlunin er að vista útlendinga, þar á meðal börn sem vísa á úr landi, í varðhaldi við landamærin. Það skýtur skökku við að Ísland, sem hingað til hefur getað hreykt sér af því að setja börn ekki í varðhald á grundvelli þess að þau eru útlendingar, ætli nú að gera það á sama tíma og önnur ríki byggja upp mannúðlegri úrræði til að forðast slíkar aðstæður. Skoðun 16.10.2025 19:03 Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Margrét Kristín Pálsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir það hafa gerst að fólk með endurkomubann hafi komist til landsins. Reynt sé að fylgja þeim úr landi eins fljótt og hægt er. Hún segir það muna skipta sköpum fyrir löggæslu á Suðurnesjum að fá móttöku- og brottfararstöð. Innlent 20.9.2025 11:18 Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Stærsti hluti fjárveitinga dómsmálaráðuneytisins mun fara í öryggismál samkvæmt fjárlögum ársins 2026. Þá er gert ráð fyrir rúmlega þrjátíu prósent lækkun á útgjöldum vegna útlendingamála. Innlent 14.9.2025 13:34 Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Fámennur hópur mótmælenda kom saman á Austurvelli í dag þegar Alþingi var sett. Flestir kyrjuðu algeng stef mótmælenda gegn brottvísunum hælisleitenda en aðrir hreyttu fúkyrðum í ráðamenn. Innlent 9.9.2025 16:04 Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Símabann í skólum, breyting á atkvæðavægi og þingsætadreifingu, og „tiltekt í útlendingamálum“ er meðal þess sem ríkisstjórnin boðar á komandi þingvetri. Ríkisstjórnin boðar 157 mál sem hún hyggst leggja fyrir Alþingi á 157. löggjafarþingi 2025-2026 sem hefst í dag. Innlent 9.9.2025 10:41 Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Í fyrsta sinn er nú unnin ítarleg greining á stöðu dvalarleyfa á Íslandi í dómsmálaráðuneytinu. Skoðun 5.8.2025 07:00 Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun „Við þurfum ekki að loka landamærum en við þurfum kannski aðeins að opna augun. Opna augun fyrir því á hvaða stefnu byggir fólksfjölgun á Íslandi. Þegar ég hef verið að skoða þetta á fyrstu mánuðum í embætti, þá hefur stefnuleysið komið mér á óvart og hversu lítið ákvarðanir og hversu lítið lagasetning er byggð á gögnum.“ Innlent 3.8.2025 16:01 Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Dómsmálaráðherra hefur kynnt í samráðsgátt stjórnvalda áform um frumvarp til laga um brottfararstöð. Frumvarpið kveður á um heimildir og skilyrði fyrir vistun útlendings á brottfararstöð vegna ákvörðunar um að hann skuli yfirgefa landið og þegar mál sem getur leitt til slíkrar ákvörðunar er til meðferðar. Innlent 22.7.2025 16:49 Sterk stjórn – klofin andstaða Ríkisstjórnin er samhent um stóru málin á vorþinginu. Stjórnarandstaðan er á sama tíma klofin og nýtir ræðupúlt Alþingis í innbyrðis uppgjör og sálgæslu. Það getur út af fyrir sig verið áhugavert að fylgjast með þeirri iðju en öllu verra er að þessi þerapía tefur fyrir afgreiðslu mikilvægra öryggismála á Alþingi. Skoðun 26.5.2025 07:01 Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina „Það eru miklar breytingar framundan á skipulagi og stærð verkefna embættisins. Því fannst mér einfaldlega heiðarlegt og heilbrigt að auglýsa embætti lögreglustjórans og tilkynnti honum það í samræmi við lög og reglur að það stæði til.“ Innlent 13.5.2025 14:11 Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Fyrsta skóflustunga að Stóra hrauni nýju öryggisfangelsi verður tekin á næstu vikum, að sögn dómsmálaráðherra. Þá ætlar hún að koma á brottfararstöð fyrir hælisleitendur sem vísa á úr landi. Óboðlegt sé að vista þá í fangelsi fyrir brottför eins og nú er. Innlent 4.5.2025 19:53 Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Það er óboðlegt að fólk sem bíður brottvísunar en hefur ekki brotið af sér dúsi í fangelsi á meðan það bíður. Á sama tíma er ekki pláss fyrir aðra sem bíða þess að hefja afplánun. Þetta segir dómsmálaráðherra sem segir vinnu hafna við úrbætur, meðal annars með leit að húsnæði sem hægt væri að nýta til bráðabirgða. Þá komi til greina að horfa til Svíþjóðar þar sem þekkist að fangar deili klefa. Innlent 7.4.2025 20:32 Ráðherrar tala út og suður um útlendingamál Dómsmálaráðherra boðar frumvarp í haust um breytingar á útlendingalögum sem meðal annars feli í sér lokað búsetuúrræði fyrir hælisleitendur við komuna til landsins og þá sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd. Félagsmálaráðherra telur hins vegar enga þörf á þessum breytingum. Innlent 19.8.2024 19:21 Heimilt að vista útlendinga í lokaðri búsetu í nýju frumvarpi Dómsmálaráðherra hefur birt drög um lokað búsetuúrræði vegna útlendinga sem „eiga eða gætu þurft að yfirgefa landið“ í samráðsgátt. Samkvæmt frumvarpinu verður heimilt að vista útlendinga í lokaðri búsetu á meðan málsmeðferð á stendur. Innlent 19.1.2024 17:59 Hugmyndir dómsmálaráðherra útópískar Félagsmálaráðherra segir hugmyndir dómsmálaráðherra um lokuð búsetuúrræði vera útópískar. Hann telur að samningur hans við Rauða krossinn um neyðarskýli fyrir útlendinga sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd sé rétt skref. Innlent 29.9.2023 11:59
Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Engin eðlisbreyting veðrur á störfum starfsfólks brottfararstöðvar þó þeir kallist ekki lengur fangaverðir. Dómsmálaráðherra segir engan eiga að þurfa að fara í brottfararstöðina, hún sé aðeins fyrir þá sem ekki virði ákvarðanir stjórnvalda. Innlent 7.11.2025 12:02
Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Frumvarp dómsmálaráðherra um svokallaða brottfararstöð fyrir útlendinga er komið til Alþingis. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að heimilt verði að reka slíka brottfararstöð á fleiri en einum stað en lögreglustjóranum á Suðurnesjum verði falin ábyrgð á rekstri stöðvarinnar. Frumvarpið felur í sér heimild til frelsissviptingar þeirra einstaklinga sem vistaðir verða í brottfararstöð, og meðal annars heimild til valdbeitingar og agaviðurlaga. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að „starfsfólk“ ráðið af lögreglustjóra starfi í miðstöðinni, en ekki fangaverðir líkt og gert var ráð fyrir í frumvarpsdrögum sem fóru í samráð. Innlent 7.11.2025 07:38
Börn eiga ekki heima í fangelsi Það er magnað að þurfa að útskýra af hverju það er slæm hugmynd að setja saklaus börn í fangelsi, en samt er það staðan sem við stöndum frammi fyrir. Skoðun 22.10.2025 13:30
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Síðustu áratugi hefur hin svokallaða pólitík óttans verið áberandi víða um heim, meðal annars í Evrópu. Slík pólitík hverfist fyrst og fremst um óöryggi, átök og fjarlægð við þau sem eru talin vera öðruvísi, hvort sem það er fólk sem er ekki hvítt, fólk frá öðrum heimsálfum, fólk af annarri trú en þeirri sem er ríkjandi í samfélaginu eða fólk á flótta, allt eftir stað og stund. Skoðun 20.10.2025 09:03
Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Rauði krossinn gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarpsdrög dómsmálaráðherra um brottfararstöð fyrir hælisleitendur. Stjórnvöld boði varðhaldsstöð með fáum takmörkunum og vistun barna geti falið í sér brot á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Innlent 17.10.2025 23:31
Skilji áhyggjurnar Tilkoma brottfararstöðvar á Suðurnesjum er mikilvæg svo hægt sé að framfylgja stefnu stjórnvalda í málaflokknum, að mati dómsmálaráðherra. Um lokaúrræði sé að ræða og ekki hægt að una við núverandi ástand þar sem hælisleitendur eru vistaðir í fangelsum. Mannúðarsamtök telja að dvöl barna í slíku úrræði gæti haft varanleg áhrif á geðheilsu þeirra. Innlent 17.10.2025 19:38
Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Ýmis mannréttinda- og hjálparsamtök gagnrýna drög að frumvarpi dómsmálaráðherra um að setja á laggirnar brottfararstöð. Meðal þess sem sett er út á er vistun barna, ráðning fangavarða til starfa og bakslag í stuðningi við brotaþola ofbeldis og mansals. Innlent 16.10.2025 22:01
Börn í fangelsi við landamærin Nú liggja fyrir drög að frumvarpi dómsmálaráðuneytisins til laga um brottfararstöð, þar sem ætlunin er að vista útlendinga, þar á meðal börn sem vísa á úr landi, í varðhaldi við landamærin. Það skýtur skökku við að Ísland, sem hingað til hefur getað hreykt sér af því að setja börn ekki í varðhald á grundvelli þess að þau eru útlendingar, ætli nú að gera það á sama tíma og önnur ríki byggja upp mannúðlegri úrræði til að forðast slíkar aðstæður. Skoðun 16.10.2025 19:03
Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Margrét Kristín Pálsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir það hafa gerst að fólk með endurkomubann hafi komist til landsins. Reynt sé að fylgja þeim úr landi eins fljótt og hægt er. Hún segir það muna skipta sköpum fyrir löggæslu á Suðurnesjum að fá móttöku- og brottfararstöð. Innlent 20.9.2025 11:18
Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Stærsti hluti fjárveitinga dómsmálaráðuneytisins mun fara í öryggismál samkvæmt fjárlögum ársins 2026. Þá er gert ráð fyrir rúmlega þrjátíu prósent lækkun á útgjöldum vegna útlendingamála. Innlent 14.9.2025 13:34
Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Fámennur hópur mótmælenda kom saman á Austurvelli í dag þegar Alþingi var sett. Flestir kyrjuðu algeng stef mótmælenda gegn brottvísunum hælisleitenda en aðrir hreyttu fúkyrðum í ráðamenn. Innlent 9.9.2025 16:04
Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Símabann í skólum, breyting á atkvæðavægi og þingsætadreifingu, og „tiltekt í útlendingamálum“ er meðal þess sem ríkisstjórnin boðar á komandi þingvetri. Ríkisstjórnin boðar 157 mál sem hún hyggst leggja fyrir Alþingi á 157. löggjafarþingi 2025-2026 sem hefst í dag. Innlent 9.9.2025 10:41
Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Í fyrsta sinn er nú unnin ítarleg greining á stöðu dvalarleyfa á Íslandi í dómsmálaráðuneytinu. Skoðun 5.8.2025 07:00
Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun „Við þurfum ekki að loka landamærum en við þurfum kannski aðeins að opna augun. Opna augun fyrir því á hvaða stefnu byggir fólksfjölgun á Íslandi. Þegar ég hef verið að skoða þetta á fyrstu mánuðum í embætti, þá hefur stefnuleysið komið mér á óvart og hversu lítið ákvarðanir og hversu lítið lagasetning er byggð á gögnum.“ Innlent 3.8.2025 16:01
Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Dómsmálaráðherra hefur kynnt í samráðsgátt stjórnvalda áform um frumvarp til laga um brottfararstöð. Frumvarpið kveður á um heimildir og skilyrði fyrir vistun útlendings á brottfararstöð vegna ákvörðunar um að hann skuli yfirgefa landið og þegar mál sem getur leitt til slíkrar ákvörðunar er til meðferðar. Innlent 22.7.2025 16:49
Sterk stjórn – klofin andstaða Ríkisstjórnin er samhent um stóru málin á vorþinginu. Stjórnarandstaðan er á sama tíma klofin og nýtir ræðupúlt Alþingis í innbyrðis uppgjör og sálgæslu. Það getur út af fyrir sig verið áhugavert að fylgjast með þeirri iðju en öllu verra er að þessi þerapía tefur fyrir afgreiðslu mikilvægra öryggismála á Alþingi. Skoðun 26.5.2025 07:01
Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina „Það eru miklar breytingar framundan á skipulagi og stærð verkefna embættisins. Því fannst mér einfaldlega heiðarlegt og heilbrigt að auglýsa embætti lögreglustjórans og tilkynnti honum það í samræmi við lög og reglur að það stæði til.“ Innlent 13.5.2025 14:11
Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Fyrsta skóflustunga að Stóra hrauni nýju öryggisfangelsi verður tekin á næstu vikum, að sögn dómsmálaráðherra. Þá ætlar hún að koma á brottfararstöð fyrir hælisleitendur sem vísa á úr landi. Óboðlegt sé að vista þá í fangelsi fyrir brottför eins og nú er. Innlent 4.5.2025 19:53
Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Það er óboðlegt að fólk sem bíður brottvísunar en hefur ekki brotið af sér dúsi í fangelsi á meðan það bíður. Á sama tíma er ekki pláss fyrir aðra sem bíða þess að hefja afplánun. Þetta segir dómsmálaráðherra sem segir vinnu hafna við úrbætur, meðal annars með leit að húsnæði sem hægt væri að nýta til bráðabirgða. Þá komi til greina að horfa til Svíþjóðar þar sem þekkist að fangar deili klefa. Innlent 7.4.2025 20:32
Ráðherrar tala út og suður um útlendingamál Dómsmálaráðherra boðar frumvarp í haust um breytingar á útlendingalögum sem meðal annars feli í sér lokað búsetuúrræði fyrir hælisleitendur við komuna til landsins og þá sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd. Félagsmálaráðherra telur hins vegar enga þörf á þessum breytingum. Innlent 19.8.2024 19:21
Heimilt að vista útlendinga í lokaðri búsetu í nýju frumvarpi Dómsmálaráðherra hefur birt drög um lokað búsetuúrræði vegna útlendinga sem „eiga eða gætu þurft að yfirgefa landið“ í samráðsgátt. Samkvæmt frumvarpinu verður heimilt að vista útlendinga í lokaðri búsetu á meðan málsmeðferð á stendur. Innlent 19.1.2024 17:59
Hugmyndir dómsmálaráðherra útópískar Félagsmálaráðherra segir hugmyndir dómsmálaráðherra um lokuð búsetuúrræði vera útópískar. Hann telur að samningur hans við Rauða krossinn um neyðarskýli fyrir útlendinga sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd sé rétt skref. Innlent 29.9.2023 11:59