Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar 16. október 2025 19:03 Nú liggja fyrir drög að frumvarpi dómsmálaráðuneytisins til laga um brottfararstöð, þar sem ætlunin er að vista útlendinga, þar á meðal börn sem vísa á úr landi, í varðhaldi við landamærin. Það skýtur skökku við að Ísland, sem hingað til hefur getað hreykt sér af því að setja börn ekki í varðhald á grundvelli þess að þau eru útlendingar, ætli nú að gera það á sama tíma og önnur ríki byggja upp mannúðlegri úrræði til að forðast slíkar aðstæður. Það eru nefnilega ótalmargir aðrir valkostir í boði og einfaldlega ekki rétt að þetta sé síðasta úrræðið sem stjórnvöld hafa. Þetta heitir réttu nafni varðhald á saklausum börnum Varðhald barna á grundvelli stöðu þeirra sem útlendingar, hvort sem þau eru ein á ferð eða í fylgd forsjáraðila, er aldrei barninu fyrir bestu. Slíkt varðhald er brot á mannréttindum þeirra og skal forðast í öllum tilfellum. Í fyrri frumvörpum ráðuneytisins var svokölluð „brottfararstöð“ kölluð lokað búsetuúrræði. Enska heitið á slíkum stofnunum er „immigration detention center“, eða varðhaldsstöð fyrir útlendinga. Hún verður því ekki, eins og nafnið gefur til kynna bara „brottfararstöð“ eða síðasti viðkomustaður útlendinga áður en þeim er vísað úr landi, heldur einfaldlega varðhaldsbúðir sem jafnast á við fangelsi. Þar er ætlunin að vista börn og fjölskyldur þeirra sem hafa ekki framið nein refsiverð brot en óskuðu eftir leyfi til dvalar eða verndar í samræmi við lög og alþjóðaskuldbindingar Íslands. Okkur ber samkvæmt lögum og sem hluti af samfélagi heimsins að koma vel fram við börn sem synjað er um dvöl hér á landi. Margar leiðir til aðrar en varðhald Til eru mun mannúðlegri, en ekki síður hagkvæmari og áhrifaríkari leiðir, til að tryggja öryggi barna og fjölskyldna þeirra. Á tungumáli fólksflutninga og flóttamannamála, er talað um aðrar leiðir en varðhald (e. alternatives to detention). Dæmi um það hér á landi er eftirfylgnin við umsækjendur um vernd sem var til staðar hjá sveitarfélögunum þar til fyrr á þessu ári og tilkynningaskylda til yfirvalda sem kveðið er á um í lögum. Raunar er hægt að benda á meira en 250 dæmi um aðrar leiðir en varðhald útlendinga í yfir 60 löndum. Með vandaðri löggjöf, skýrum kerfum og góðri framkvæmd er hægt að tryggja öryggi landamæranna og fylgja brottvísunum eftir án þess að beita kostnaðarsömu og ómannúðlegu varðhaldi. Reynsla annarra ríkja sýnir að önnur úrræði en varðhald eru betri fyrir yfirvöld, þjóðarbúið, samfélagið og fólkið sjálft. 1 Samanburður á áhrifum varðhalds og á öðrum leiðum sýnir að varðhald bætir ekki samstarfsvilja útlendinga við brottflutning, heldur þvert á móti minnkar það líkurnar á því að fólk fari sjálfviljugt úr landi.2 Varðhald skapar hins vegar mikla hættu á mannréttindabrotum og bótakröfum á ríkið vegna ranglátrar handtöku eða skaðlegra áhrifa varðhaldsins með tilheyrandi kostnaði fyrir alla aðila. Skaðleg og óafturkvæm áhrif varðhalds á börn Ríkinu ber skylda til þess að tryggja öllum börnum hér á landi umönnun sem styður við velferð þeirra og þroska. Skaðleg áhrif varðhalds á börn á flótta eru óumdeilanleg. Óháð því hvort varðhaldið sé í stuttan eða langan tíma, þá hefur varðhald djúpstæð og neikvæð áhrif á heilsu og þroska barna.3 Börn sem eru í varðhaldi, eða hafa verið í varðhaldi, eru í aukinni hættu á að þróa með sér þunglyndi og kvíða, og sýna oft einkenni áfallastreituröskunar. Varðhaldið getur, ásamt andlegum áhrifum, skaðað vitsmuna- og líkamlegan þroska barna verulega.4 Rannsóknir á áhrifum varðhalds á börn sýna að það hefur alvarlegar afleiðingar á bæði líf og velferð þeirra, jafnvel þótt varðhaldið standi yfir í stuttan tíma og sé í „barnvænu umhverfi“.5 Áhrif varðhalds á börn á flótta eru talin svo alvarleg að sérstakur skýrslugjafi Sameinuðu þjóðanna um pyndingar og aðra grimmilega, ómannúðlega eða vanvirðandi meðferð eða refsingu (e. UN Special Rapporteur on Torture and Other Cruel, Inhuman or Degrading Treatment or Punishment) gaf það út að jafnvel stutt dvöl í varðhaldi jafnist á við ómannúðlega og vanvirðandi meðferð á börnum á flótta.6 Íslensk stjórnvöld ættu því tafarlaust að leggja bann við varðhaldi barna á grundvelli stöðu þeirra eða foreldra þeirra sem útlendingar, og bjóða aðra valkosti fyrir fjölskyldur. Lesa má umsögn UNICEF á Íslandi í samráðsgátt stjórnvalda um drög að frumvarpi til laga um brottfararstöð hér. Höfundur er sérfræðingur í málsvarastarfi og rannsóknum hjá UNICEF á Íslandi. Heimildir 1 Robyn Sampson, Vivienne Chew, Grant Mitchell, Lucy Bowring, There Are Alternatives: A Handbook for Preventing Unnecessary Immigration Detention (revised ed., Melbourne: International Detention Coalition, 2015), bls. 75-76 Sjá hér: https://idcoalition.org/wp-content/uploads/2016/01/There-Are-Alternatives-2015.pdf 2 Sampson o.fl., There Are Alternatives, bls. III. 3 Human Rights Watch, „Migrant and Refugee Children,” Human Rights Watch. Sjá hér: https://www.hrw.org/topic/childrens-rights/migrant-and-refugee-children 4 Keller, Allan S., Barry Rosenfeld, Chau Trinh-Shevrin, Chris Meserve, Emily Sachs, et al., „Mental health of detained asylum seekers,” The Lancet 362, nr. 9397 (22. nóvember 2003): 1721-23; International Detention Coalition (IDC), Captured Childhood: Introducing a New Model to Ensure the Rights and Liberty of Refugee, Asylum Seeker and Irregular Migrant Children Affected by Immigration Detention (Melbourne: IDC, 2012), 48-49. 5 Sjá til dæmis: Mares. S. (2020). Mental health consequences of detaining children and families who seek asylum: a scoping review. European Child & Adolescent Psychiatry, bls 1615 – 1639. DOI: 10.1007/s00787-020- 01629-x; Mares, S., & Ziersch, A. (2024). How immigration detention harms children: A conceptual framework to inform policy and practice. Psychological Trauma: Theory, Research, Practice, and Policy, bls 367–378 https://doi.org/10.1037/tra0001474; Gervais, C. ofl. 2024. Family Ecperience of Detention for Migratory Reasons: Findings from a Qualitiative Systematic Review. DOI: https://doi.org/10.1111/cfs.13254; International Detention Coalition. Captured Childhood, bls. 47 – 58.: DOI: https://idcoalition.org/wpcontent/uploads/2012/03/IDC-Captured-Childhood-Report-Chap-5.pdf 6 United Nations, Thematic Report on Torture and Ill-Treatment of Children Deprived of Their Liberty, A/HRC/28/68 (5. mars 2015), efnisgr. 80, https://docs.un.org/en/A/HRC/28/6 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Félagasamtök Brottfararstöð fyrir útlendinga Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú liggja fyrir drög að frumvarpi dómsmálaráðuneytisins til laga um brottfararstöð, þar sem ætlunin er að vista útlendinga, þar á meðal börn sem vísa á úr landi, í varðhaldi við landamærin. Það skýtur skökku við að Ísland, sem hingað til hefur getað hreykt sér af því að setja börn ekki í varðhald á grundvelli þess að þau eru útlendingar, ætli nú að gera það á sama tíma og önnur ríki byggja upp mannúðlegri úrræði til að forðast slíkar aðstæður. Það eru nefnilega ótalmargir aðrir valkostir í boði og einfaldlega ekki rétt að þetta sé síðasta úrræðið sem stjórnvöld hafa. Þetta heitir réttu nafni varðhald á saklausum börnum Varðhald barna á grundvelli stöðu þeirra sem útlendingar, hvort sem þau eru ein á ferð eða í fylgd forsjáraðila, er aldrei barninu fyrir bestu. Slíkt varðhald er brot á mannréttindum þeirra og skal forðast í öllum tilfellum. Í fyrri frumvörpum ráðuneytisins var svokölluð „brottfararstöð“ kölluð lokað búsetuúrræði. Enska heitið á slíkum stofnunum er „immigration detention center“, eða varðhaldsstöð fyrir útlendinga. Hún verður því ekki, eins og nafnið gefur til kynna bara „brottfararstöð“ eða síðasti viðkomustaður útlendinga áður en þeim er vísað úr landi, heldur einfaldlega varðhaldsbúðir sem jafnast á við fangelsi. Þar er ætlunin að vista börn og fjölskyldur þeirra sem hafa ekki framið nein refsiverð brot en óskuðu eftir leyfi til dvalar eða verndar í samræmi við lög og alþjóðaskuldbindingar Íslands. Okkur ber samkvæmt lögum og sem hluti af samfélagi heimsins að koma vel fram við börn sem synjað er um dvöl hér á landi. Margar leiðir til aðrar en varðhald Til eru mun mannúðlegri, en ekki síður hagkvæmari og áhrifaríkari leiðir, til að tryggja öryggi barna og fjölskyldna þeirra. Á tungumáli fólksflutninga og flóttamannamála, er talað um aðrar leiðir en varðhald (e. alternatives to detention). Dæmi um það hér á landi er eftirfylgnin við umsækjendur um vernd sem var til staðar hjá sveitarfélögunum þar til fyrr á þessu ári og tilkynningaskylda til yfirvalda sem kveðið er á um í lögum. Raunar er hægt að benda á meira en 250 dæmi um aðrar leiðir en varðhald útlendinga í yfir 60 löndum. Með vandaðri löggjöf, skýrum kerfum og góðri framkvæmd er hægt að tryggja öryggi landamæranna og fylgja brottvísunum eftir án þess að beita kostnaðarsömu og ómannúðlegu varðhaldi. Reynsla annarra ríkja sýnir að önnur úrræði en varðhald eru betri fyrir yfirvöld, þjóðarbúið, samfélagið og fólkið sjálft. 1 Samanburður á áhrifum varðhalds og á öðrum leiðum sýnir að varðhald bætir ekki samstarfsvilja útlendinga við brottflutning, heldur þvert á móti minnkar það líkurnar á því að fólk fari sjálfviljugt úr landi.2 Varðhald skapar hins vegar mikla hættu á mannréttindabrotum og bótakröfum á ríkið vegna ranglátrar handtöku eða skaðlegra áhrifa varðhaldsins með tilheyrandi kostnaði fyrir alla aðila. Skaðleg og óafturkvæm áhrif varðhalds á börn Ríkinu ber skylda til þess að tryggja öllum börnum hér á landi umönnun sem styður við velferð þeirra og þroska. Skaðleg áhrif varðhalds á börn á flótta eru óumdeilanleg. Óháð því hvort varðhaldið sé í stuttan eða langan tíma, þá hefur varðhald djúpstæð og neikvæð áhrif á heilsu og þroska barna.3 Börn sem eru í varðhaldi, eða hafa verið í varðhaldi, eru í aukinni hættu á að þróa með sér þunglyndi og kvíða, og sýna oft einkenni áfallastreituröskunar. Varðhaldið getur, ásamt andlegum áhrifum, skaðað vitsmuna- og líkamlegan þroska barna verulega.4 Rannsóknir á áhrifum varðhalds á börn sýna að það hefur alvarlegar afleiðingar á bæði líf og velferð þeirra, jafnvel þótt varðhaldið standi yfir í stuttan tíma og sé í „barnvænu umhverfi“.5 Áhrif varðhalds á börn á flótta eru talin svo alvarleg að sérstakur skýrslugjafi Sameinuðu þjóðanna um pyndingar og aðra grimmilega, ómannúðlega eða vanvirðandi meðferð eða refsingu (e. UN Special Rapporteur on Torture and Other Cruel, Inhuman or Degrading Treatment or Punishment) gaf það út að jafnvel stutt dvöl í varðhaldi jafnist á við ómannúðlega og vanvirðandi meðferð á börnum á flótta.6 Íslensk stjórnvöld ættu því tafarlaust að leggja bann við varðhaldi barna á grundvelli stöðu þeirra eða foreldra þeirra sem útlendingar, og bjóða aðra valkosti fyrir fjölskyldur. Lesa má umsögn UNICEF á Íslandi í samráðsgátt stjórnvalda um drög að frumvarpi til laga um brottfararstöð hér. Höfundur er sérfræðingur í málsvarastarfi og rannsóknum hjá UNICEF á Íslandi. Heimildir 1 Robyn Sampson, Vivienne Chew, Grant Mitchell, Lucy Bowring, There Are Alternatives: A Handbook for Preventing Unnecessary Immigration Detention (revised ed., Melbourne: International Detention Coalition, 2015), bls. 75-76 Sjá hér: https://idcoalition.org/wp-content/uploads/2016/01/There-Are-Alternatives-2015.pdf 2 Sampson o.fl., There Are Alternatives, bls. III. 3 Human Rights Watch, „Migrant and Refugee Children,” Human Rights Watch. Sjá hér: https://www.hrw.org/topic/childrens-rights/migrant-and-refugee-children 4 Keller, Allan S., Barry Rosenfeld, Chau Trinh-Shevrin, Chris Meserve, Emily Sachs, et al., „Mental health of detained asylum seekers,” The Lancet 362, nr. 9397 (22. nóvember 2003): 1721-23; International Detention Coalition (IDC), Captured Childhood: Introducing a New Model to Ensure the Rights and Liberty of Refugee, Asylum Seeker and Irregular Migrant Children Affected by Immigration Detention (Melbourne: IDC, 2012), 48-49. 5 Sjá til dæmis: Mares. S. (2020). Mental health consequences of detaining children and families who seek asylum: a scoping review. European Child & Adolescent Psychiatry, bls 1615 – 1639. DOI: 10.1007/s00787-020- 01629-x; Mares, S., & Ziersch, A. (2024). How immigration detention harms children: A conceptual framework to inform policy and practice. Psychological Trauma: Theory, Research, Practice, and Policy, bls 367–378 https://doi.org/10.1037/tra0001474; Gervais, C. ofl. 2024. Family Ecperience of Detention for Migratory Reasons: Findings from a Qualitiative Systematic Review. DOI: https://doi.org/10.1111/cfs.13254; International Detention Coalition. Captured Childhood, bls. 47 – 58.: DOI: https://idcoalition.org/wpcontent/uploads/2012/03/IDC-Captured-Childhood-Report-Chap-5.pdf 6 United Nations, Thematic Report on Torture and Ill-Treatment of Children Deprived of Their Liberty, A/HRC/28/68 (5. mars 2015), efnisgr. 80, https://docs.un.org/en/A/HRC/28/6
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun