Sterk stjórn – klofin andstaða Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 26. maí 2025 07:01 Ríkisstjórnin er samhent um stóru málin á vorþinginu. Stjórnarandstaðan er á sama tíma klofin og nýtir ræðupúlt Alþingis í innbyrðis uppgjör og sálgæslu. Það getur út af fyrir sig verið áhugavert að fylgjast með þeirri iðju en öllu verra er að þessi þerapía tefur fyrir afgreiðslu mikilvægra öryggismála á Alþingi. Úrbætur á landamærum Fyrsta frumvarp sem ég mælti fyrir á Alþingi eftir að ég tók við sem dómsmálaráðherra varðar skyldu flugfélaga til að afhenda stjórnvöldum farþegalista. Þessu frumvarpi hefur lengi verið kallað eftir. Ríkisstjórnin ætlar að efla eftirlit á landamærunum og markmiðið með þessu máli er efla farþegagreiningar og þar með auka öryggi fólksins í landinu. Farþegaupplýsingar eru lykilþáttur í löggæslueftirliti á landamærunum og því aðkallandi að tryggja að öll flugfélög uppfylli skyldur um að afhenda stjórnvöldum þessar upplýsingar. Gagnkvæmt samstarf farþegaupplýsingadeilda ríkislögreglustjóra við önnur embætti innan Evrópu gerir lögregluna í landinu sömuleiðis betur í stakk búna til að berjast gegn skipulagðri brotastarfsemi, hryðjuverkaógn og öðrum alvarlegum brotum. Frumvarpið um farþegalista hefur verið afgreitt af allsherjarnefnd og bíður þess nú að komast til afgreiðslu og verða að lögum. Stjórnarandstaðan, einkum Sjálfstæðis- og Miðflokkur, virðist þó ókyrrast þegar úrbætur á landamærum eru loks væntanlegar. Málþóf Miðflokks og Sjálfstæðisflokks gerir að verkum að málið kemst ekki til frekari umræðu. Á meðan er ástandið óbreytt á landamærum hvað varðar greiningargetu stjórnvalda. Stefna ríkisstjórnarinnar er skýr Ríkisstjórnin ætlar að afnema séríslenskar reglur í útlendingamálum. Ísland er sem stendur eina Schengen-ríkið sem ekki er með brottfararstöð fyrir það fólk sem hér er í ólöglegri dvöl og á að flytja á úr landi en hefur neitað allri samvinnu við stjórnvöld um að fara. Þetta fólk er í dag vistað í fangelsum. Glæpamenn komast fyrir vikið ekki fyrir í fangelsum landsins. Nýlega greindi ég frá áformum um að efla og stækka lögregluembættið á Suðurnesjum. Þar hyggst ríkisstjórnin koma á móttöku- og greiningarstöð og brottfararstöð en frumvarp þess efnis verður lagt fram í haust. Þá er fyrirhugað að færa heimferða- og fylgdardeild ríkislögreglustjóra undir lögregluna á Suðurnesjum og efla þannig gott lögregluembætti enn frekar. Þar undir eru tugir starfa. Fyrir vikið verður eftirlit á landamærunum aukið og frávísanir og brottvísanir framkvæmdar fyrr en áður. Lykilmál látin bíða Sú hugmynd læðist að manni að Miðflokkurinn sé smeykur við að úrbætur í útlendinga- og landamæramálum nái fram að ganga því með því hverfur þeirra eina raunverulega erindi. Þessi merkilega hræðsla við breytingar birtist á dögunum þegar rætt var um þau áform að stækka og efla lögregluembættið á Suðurnesjum. Hvað gerðist þá? Miðflokkurinn ærðist. Þeir treysta sér ekki til að ræða þessar aðgerðir og virðast ekki vilja sjá það gerast að ný ríkisstjórn geti afgreitt mál sem árum saman hafa verið til umræðu. Stuðningur þessara flokka við hagsmunaöfl í stórútgerðinni gerir hins vegar að verkum að öll mál eru nú tafin í málþófi á Alþingi til að koma í veg fyrir hærri veiðigjöld. Þar virðast öryggishagsmunir okkar á landamærum ekki vigta þungt. Ríkisstjórnin er hins vegar staðráðin í því að þetta frumvarp verði að lögum hvað svo sem stjórnarandstöðunni líður. Við látum verkin tala. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Landamæri Brottfararstöð fyrir útlendinga Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin er samhent um stóru málin á vorþinginu. Stjórnarandstaðan er á sama tíma klofin og nýtir ræðupúlt Alþingis í innbyrðis uppgjör og sálgæslu. Það getur út af fyrir sig verið áhugavert að fylgjast með þeirri iðju en öllu verra er að þessi þerapía tefur fyrir afgreiðslu mikilvægra öryggismála á Alþingi. Úrbætur á landamærum Fyrsta frumvarp sem ég mælti fyrir á Alþingi eftir að ég tók við sem dómsmálaráðherra varðar skyldu flugfélaga til að afhenda stjórnvöldum farþegalista. Þessu frumvarpi hefur lengi verið kallað eftir. Ríkisstjórnin ætlar að efla eftirlit á landamærunum og markmiðið með þessu máli er efla farþegagreiningar og þar með auka öryggi fólksins í landinu. Farþegaupplýsingar eru lykilþáttur í löggæslueftirliti á landamærunum og því aðkallandi að tryggja að öll flugfélög uppfylli skyldur um að afhenda stjórnvöldum þessar upplýsingar. Gagnkvæmt samstarf farþegaupplýsingadeilda ríkislögreglustjóra við önnur embætti innan Evrópu gerir lögregluna í landinu sömuleiðis betur í stakk búna til að berjast gegn skipulagðri brotastarfsemi, hryðjuverkaógn og öðrum alvarlegum brotum. Frumvarpið um farþegalista hefur verið afgreitt af allsherjarnefnd og bíður þess nú að komast til afgreiðslu og verða að lögum. Stjórnarandstaðan, einkum Sjálfstæðis- og Miðflokkur, virðist þó ókyrrast þegar úrbætur á landamærum eru loks væntanlegar. Málþóf Miðflokks og Sjálfstæðisflokks gerir að verkum að málið kemst ekki til frekari umræðu. Á meðan er ástandið óbreytt á landamærum hvað varðar greiningargetu stjórnvalda. Stefna ríkisstjórnarinnar er skýr Ríkisstjórnin ætlar að afnema séríslenskar reglur í útlendingamálum. Ísland er sem stendur eina Schengen-ríkið sem ekki er með brottfararstöð fyrir það fólk sem hér er í ólöglegri dvöl og á að flytja á úr landi en hefur neitað allri samvinnu við stjórnvöld um að fara. Þetta fólk er í dag vistað í fangelsum. Glæpamenn komast fyrir vikið ekki fyrir í fangelsum landsins. Nýlega greindi ég frá áformum um að efla og stækka lögregluembættið á Suðurnesjum. Þar hyggst ríkisstjórnin koma á móttöku- og greiningarstöð og brottfararstöð en frumvarp þess efnis verður lagt fram í haust. Þá er fyrirhugað að færa heimferða- og fylgdardeild ríkislögreglustjóra undir lögregluna á Suðurnesjum og efla þannig gott lögregluembætti enn frekar. Þar undir eru tugir starfa. Fyrir vikið verður eftirlit á landamærunum aukið og frávísanir og brottvísanir framkvæmdar fyrr en áður. Lykilmál látin bíða Sú hugmynd læðist að manni að Miðflokkurinn sé smeykur við að úrbætur í útlendinga- og landamæramálum nái fram að ganga því með því hverfur þeirra eina raunverulega erindi. Þessi merkilega hræðsla við breytingar birtist á dögunum þegar rætt var um þau áform að stækka og efla lögregluembættið á Suðurnesjum. Hvað gerðist þá? Miðflokkurinn ærðist. Þeir treysta sér ekki til að ræða þessar aðgerðir og virðast ekki vilja sjá það gerast að ný ríkisstjórn geti afgreitt mál sem árum saman hafa verið til umræðu. Stuðningur þessara flokka við hagsmunaöfl í stórútgerðinni gerir hins vegar að verkum að öll mál eru nú tafin í málþófi á Alþingi til að koma í veg fyrir hærri veiðigjöld. Þar virðast öryggishagsmunir okkar á landamærum ekki vigta þungt. Ríkisstjórnin er hins vegar staðráðin í því að þetta frumvarp verði að lögum hvað svo sem stjórnarandstöðunni líður. Við látum verkin tala. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun