Sterk stjórn – klofin andstaða Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 26. maí 2025 07:01 Ríkisstjórnin er samhent um stóru málin á vorþinginu. Stjórnarandstaðan er á sama tíma klofin og nýtir ræðupúlt Alþingis í innbyrðis uppgjör og sálgæslu. Það getur út af fyrir sig verið áhugavert að fylgjast með þeirri iðju en öllu verra er að þessi þerapía tefur fyrir afgreiðslu mikilvægra öryggismála á Alþingi. Úrbætur á landamærum Fyrsta frumvarp sem ég mælti fyrir á Alþingi eftir að ég tók við sem dómsmálaráðherra varðar skyldu flugfélaga til að afhenda stjórnvöldum farþegalista. Þessu frumvarpi hefur lengi verið kallað eftir. Ríkisstjórnin ætlar að efla eftirlit á landamærunum og markmiðið með þessu máli er efla farþegagreiningar og þar með auka öryggi fólksins í landinu. Farþegaupplýsingar eru lykilþáttur í löggæslueftirliti á landamærunum og því aðkallandi að tryggja að öll flugfélög uppfylli skyldur um að afhenda stjórnvöldum þessar upplýsingar. Gagnkvæmt samstarf farþegaupplýsingadeilda ríkislögreglustjóra við önnur embætti innan Evrópu gerir lögregluna í landinu sömuleiðis betur í stakk búna til að berjast gegn skipulagðri brotastarfsemi, hryðjuverkaógn og öðrum alvarlegum brotum. Frumvarpið um farþegalista hefur verið afgreitt af allsherjarnefnd og bíður þess nú að komast til afgreiðslu og verða að lögum. Stjórnarandstaðan, einkum Sjálfstæðis- og Miðflokkur, virðist þó ókyrrast þegar úrbætur á landamærum eru loks væntanlegar. Málþóf Miðflokks og Sjálfstæðisflokks gerir að verkum að málið kemst ekki til frekari umræðu. Á meðan er ástandið óbreytt á landamærum hvað varðar greiningargetu stjórnvalda. Stefna ríkisstjórnarinnar er skýr Ríkisstjórnin ætlar að afnema séríslenskar reglur í útlendingamálum. Ísland er sem stendur eina Schengen-ríkið sem ekki er með brottfararstöð fyrir það fólk sem hér er í ólöglegri dvöl og á að flytja á úr landi en hefur neitað allri samvinnu við stjórnvöld um að fara. Þetta fólk er í dag vistað í fangelsum. Glæpamenn komast fyrir vikið ekki fyrir í fangelsum landsins. Nýlega greindi ég frá áformum um að efla og stækka lögregluembættið á Suðurnesjum. Þar hyggst ríkisstjórnin koma á móttöku- og greiningarstöð og brottfararstöð en frumvarp þess efnis verður lagt fram í haust. Þá er fyrirhugað að færa heimferða- og fylgdardeild ríkislögreglustjóra undir lögregluna á Suðurnesjum og efla þannig gott lögregluembætti enn frekar. Þar undir eru tugir starfa. Fyrir vikið verður eftirlit á landamærunum aukið og frávísanir og brottvísanir framkvæmdar fyrr en áður. Lykilmál látin bíða Sú hugmynd læðist að manni að Miðflokkurinn sé smeykur við að úrbætur í útlendinga- og landamæramálum nái fram að ganga því með því hverfur þeirra eina raunverulega erindi. Þessi merkilega hræðsla við breytingar birtist á dögunum þegar rætt var um þau áform að stækka og efla lögregluembættið á Suðurnesjum. Hvað gerðist þá? Miðflokkurinn ærðist. Þeir treysta sér ekki til að ræða þessar aðgerðir og virðast ekki vilja sjá það gerast að ný ríkisstjórn geti afgreitt mál sem árum saman hafa verið til umræðu. Stuðningur þessara flokka við hagsmunaöfl í stórútgerðinni gerir hins vegar að verkum að öll mál eru nú tafin í málþófi á Alþingi til að koma í veg fyrir hærri veiðigjöld. Þar virðast öryggishagsmunir okkar á landamærum ekki vigta þungt. Ríkisstjórnin er hins vegar staðráðin í því að þetta frumvarp verði að lögum hvað svo sem stjórnarandstöðunni líður. Við látum verkin tala. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Landamæri Mest lesið Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson ,Josephine Lilian Roloff skrifar Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson skrifar Skoðun Þetta með tungumálin eru ekki bara orðin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er garðurinn þinn alveg grænn? Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Atlagan að almenna íbúðakerfinu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ísrael – hundrað augu fyrir eitt auga Halldór Reynisson skrifar Skoðun Laxmenn Landsvirkjunar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin er samhent um stóru málin á vorþinginu. Stjórnarandstaðan er á sama tíma klofin og nýtir ræðupúlt Alþingis í innbyrðis uppgjör og sálgæslu. Það getur út af fyrir sig verið áhugavert að fylgjast með þeirri iðju en öllu verra er að þessi þerapía tefur fyrir afgreiðslu mikilvægra öryggismála á Alþingi. Úrbætur á landamærum Fyrsta frumvarp sem ég mælti fyrir á Alþingi eftir að ég tók við sem dómsmálaráðherra varðar skyldu flugfélaga til að afhenda stjórnvöldum farþegalista. Þessu frumvarpi hefur lengi verið kallað eftir. Ríkisstjórnin ætlar að efla eftirlit á landamærunum og markmiðið með þessu máli er efla farþegagreiningar og þar með auka öryggi fólksins í landinu. Farþegaupplýsingar eru lykilþáttur í löggæslueftirliti á landamærunum og því aðkallandi að tryggja að öll flugfélög uppfylli skyldur um að afhenda stjórnvöldum þessar upplýsingar. Gagnkvæmt samstarf farþegaupplýsingadeilda ríkislögreglustjóra við önnur embætti innan Evrópu gerir lögregluna í landinu sömuleiðis betur í stakk búna til að berjast gegn skipulagðri brotastarfsemi, hryðjuverkaógn og öðrum alvarlegum brotum. Frumvarpið um farþegalista hefur verið afgreitt af allsherjarnefnd og bíður þess nú að komast til afgreiðslu og verða að lögum. Stjórnarandstaðan, einkum Sjálfstæðis- og Miðflokkur, virðist þó ókyrrast þegar úrbætur á landamærum eru loks væntanlegar. Málþóf Miðflokks og Sjálfstæðisflokks gerir að verkum að málið kemst ekki til frekari umræðu. Á meðan er ástandið óbreytt á landamærum hvað varðar greiningargetu stjórnvalda. Stefna ríkisstjórnarinnar er skýr Ríkisstjórnin ætlar að afnema séríslenskar reglur í útlendingamálum. Ísland er sem stendur eina Schengen-ríkið sem ekki er með brottfararstöð fyrir það fólk sem hér er í ólöglegri dvöl og á að flytja á úr landi en hefur neitað allri samvinnu við stjórnvöld um að fara. Þetta fólk er í dag vistað í fangelsum. Glæpamenn komast fyrir vikið ekki fyrir í fangelsum landsins. Nýlega greindi ég frá áformum um að efla og stækka lögregluembættið á Suðurnesjum. Þar hyggst ríkisstjórnin koma á móttöku- og greiningarstöð og brottfararstöð en frumvarp þess efnis verður lagt fram í haust. Þá er fyrirhugað að færa heimferða- og fylgdardeild ríkislögreglustjóra undir lögregluna á Suðurnesjum og efla þannig gott lögregluembætti enn frekar. Þar undir eru tugir starfa. Fyrir vikið verður eftirlit á landamærunum aukið og frávísanir og brottvísanir framkvæmdar fyrr en áður. Lykilmál látin bíða Sú hugmynd læðist að manni að Miðflokkurinn sé smeykur við að úrbætur í útlendinga- og landamæramálum nái fram að ganga því með því hverfur þeirra eina raunverulega erindi. Þessi merkilega hræðsla við breytingar birtist á dögunum þegar rætt var um þau áform að stækka og efla lögregluembættið á Suðurnesjum. Hvað gerðist þá? Miðflokkurinn ærðist. Þeir treysta sér ekki til að ræða þessar aðgerðir og virðast ekki vilja sjá það gerast að ný ríkisstjórn geti afgreitt mál sem árum saman hafa verið til umræðu. Stuðningur þessara flokka við hagsmunaöfl í stórútgerðinni gerir hins vegar að verkum að öll mál eru nú tafin í málþófi á Alþingi til að koma í veg fyrir hærri veiðigjöld. Þar virðast öryggishagsmunir okkar á landamærum ekki vigta þungt. Ríkisstjórnin er hins vegar staðráðin í því að þetta frumvarp verði að lögum hvað svo sem stjórnarandstöðunni líður. Við látum verkin tala. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar