Heilbrigðiseftirlit

Fréttamynd

SHÍ gagn­rýnir fækkun heilbrigðiseftirlita

Fulltrúar stjórnar Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi segjast óánægðir með áætlanir umhverfisráðherra og atvinnnuvegaráðherra að fækka eftirlitsaðilum úr ellefu í tvö. Þau segja að með samræmingu eftirlitanna og stofnanna sé hægt að vinna úr athugasemdum eftirlitsstofnun ESB. Lausnin sé ekki að fækka eftirlitsaðilum.

Innlent
Fréttamynd

Fækka eftir­lits­aðilum veru­lega

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Jóhann Páll Jóhannsson og atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, kynntu í dag á sameiginlegum fundi ráðuneytanna áform um að gera leyfisveitingar og eftirlit með matvælum, hollustuháttum og mengunarvörnum einfaldara og skilvirkara auk þess að bæta þjónustu. Með breytingunum fækkar eftirlitsaðilum úr ellefu í tvo.

Innlent
Fréttamynd

Sé hægt að gera byltingu í ís­lensku heil­brigðis­kerfi

Fyrrverandi forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að hægt sé að gera byltingu í íslenska heilbrigðiskerfinu með einstaklingsmiðaðri heilbrigðisþjónustu. Hver einstaklingur þurfi að bera meiri ábyrgð á að afla sér upplýsinga um sig sjálfan. Vinna að þess konar heilbrigðisþjónustu sé þegar hafin en ekki á þeim grundvelli að allir hafi jafnan aðgang.

Innlent
Fréttamynd

Kynna drög að nýrri stefnu í heil­brigðis­málum

Starfshópur undir formennsku Kára Stefánssonar fyrrverandi forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, hefur skilað skýrslu til ráðherra með drögum að stefnu um einstaklingssniðna heilbrigðisþjónustu (EHÞ). Skýrslan verður kynnt á svokölluðum morgunverðarfundi heilbrigðisráðherra klukkan átta og verður í beinni útsendingu á Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættu­legt leik­svæði og hús­næðið „veru­lega vanþrifið“

Mygluvöxtur í kælinum, slitið og jafnvel hættulegt leiksvæði, óhrein snyrting og vanþrifið eldhús var meðal þess sem blasti við fulltrúa Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur þegar hann fór í eftirlit á skyndibitastaðinn Metro í Skeifunni í júlí. Forsvarsmenn Metro segjast hafa brugðist við flestum athugasemdunum eftirlitsins.

Neytendur
Fréttamynd

Grunur um listeríu í vin­sælum ostum

Aðföng, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum ostana Duc de Loire og Royal Faucon Camembert. Grunur er um að ostarnir séu mengaðir af bakteríunni Listeria monocytogenes.

Neytendur
Fréttamynd

Ís­lensku KFC-feðgarnir í Dan­mörku gjald­þrota

Fyrirtæki í eigu Íslendings sem hefur rekið veitingahús KFC í Danmörku í tæplega fjóra áratugi hefur lýst yfir gjaldþroti en öllum stöðum keðjunnar var lokað í júní eftir að danskir miðlar greindu frá meriháttar vanrækslu á heilsuháttaverklagi á stöðunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Engin nóróveira í Laugar­vatni

Engin nóróveira greindist í sýnum sem tekin voru úr Laugarvatni. Keppendur í þríþraut í Laugarvatni í upphafi mánaðarins fengu margir magapest eftir viðburðinn og alls tilkynntu 22 veikindi til sóttvarnalæknis eftir keppnina.

Innlent
Fréttamynd

Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg

Hundruðum lítra af díselolíu fyrir milljónir króna hefur verið stolið frá flutningafyrirtæki í borginni. Framkvæmdastjóri segist telja höfuðborgarsvæðið fullt af bílum stútfullum af stolnum bensín- og olíubrúsum, fjölmörg önnur fyrirtæki hafi lent í viðlíka þjófnaði. Lögregla náði þjófi í slíkum erindagjörðum glóðvolgum í Bústaðahverfi í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Hóta að loka svæðinu við Selja­lands­foss

Heilbrigðisnefnd Suðurlands áformar að krefjast lokunar rekstrar Seljalandsfoss ehf. innan mánaðar, þar sem ekki liggur fyrir heimild fyrir salernisgámum á svæðinu samkvæmt gildandi deiliskipulagi.

Innlent
Fréttamynd

Nóróveira lík­leg or­sök hópsýkingar á Laugar­vatni

Nóróveira hefur greinst í öllum fimm sýnum sem bárust frá einstaklingum sem veiktust af magakveisu eftir þríþraut á Laugarvatni 5. júlí síðastliðinn. Á fjórða tug hafa lýst því að hafa veikst á samfélagsmiðlum og 22 tilkynnt veikindin til sóttvarnalæknis.

Innlent
Fréttamynd

„Það er enginn svartur listi hjá okkur“

Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur segir tafir á útgáfu starfsleyfa veitingastaða ekki stranda hjá stofnuninni. Slíkar tafir megi rekja til skorts á gögnum frá rekstraraðilum eða til ákvörðunar byggingarfulltrúa. Hann vísar á bug þeim ásökunum að heilbrigðiseftirlitið setji fólk á svartan lista fyrir að tjá sig.

Innlent
Fréttamynd

„Alltaf leiðinda­mál að lenda í svona“

Veitingastaðir KFC í Danmörku opnuðu á nýjan leik í dag þrátt fyrir leyfissviptingu höfuðstöðva KFC í Vestur-Evrópu. Helgi í Góu, eigandi KFC á Íslandi, harmar málið og segir eftirlit með veitingastöðum af allt öðrum toga hér á landi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Við getum gert betur

Félagar í samtökum veitingamanna lýsa verulegri óánægju með störf heilbrigðiseftirlitsins og benda á ósamræmi í regluverki og framkvæmd þess. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem lögð var fyrir stjórnendur aðildarfélaga í síðustu viku.

Skoðun
Fréttamynd

Vilja bjóða út eftir­lit en meiri­hlutanum líst ekkert á það

Sjálfstæðismenn í borgarstjórn vilja að ráðherra breyti lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir til þess að unnt verði að bjóða út lögbundið heilbrigðiseftirlit. Meirihlutinn í borgarstjórn vill það aftur á móti ekki. Oddviti Sjálfstæðismanna segir veitingamönnum hafa verið sendar kaldar kveðjur úr borgarstjórnarsalnum.

Innlent
Fréttamynd

Kalli Snæ biðst af­sökunar

Guðmundur Karl Snæbjörnsson, eða Kalli Snæ, hefur beðist afsökunar á að hafa haldið því fram að embætti landlæknis hafi svipt hann læknaleyfinu vegna gagnrýni hans á heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnaraðgerðir.

Innlent
Fréttamynd

Veitinga­staðir eru ekki kjarn­orku­ver

Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur vinnur hörðum höndum að því að vinda ofan af íþyngjandi regluverki sem lagt hefur verið á fólk og fyrirtæki á undanförnum árum. Þar er sannarlega af nógu að taka eins og fréttir af vandræðum veitingastaða bera vitni um.

Skoðun
Fréttamynd

Bréfið rímar ekki við full­yrðingar Kalla Snæ

Ásakanir Guðmundar Karls Snæbjörnssonar, betur þekkts sem Kalla Snæ, eru hvergi að sjá í tilkynningu landlæknis um sviptingu lækningaleyfi hans. Hann hefur sakað embætti landlæknis um að svipta hann leyfinu vegna gagnrýni hans á heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnaraðgerðir.

Innlent
Fréttamynd

Gas­lýsing Guð­laugs Þórs

Það vakti athygli mína að Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrrverandi umhverfisráðherra, lét í það skína í viðtali á Vísi þann 17. júní að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur (HER) mistúlkaði regluverk sem umhverfisráðuneytið hans stóð fyrir að innleiða síðasta sumar. Regluverk sem hefur leitt til aukins flækjustigs í umsóknarferli nýrra veitingastaða.

Skoðun