Mjólkurbikar kvenna

Fréttamynd

„Skilst að við séum að tapa þeirri baráttu“

„Þetta verður ekkert auðveldari leikur en undanfarið,“ segir Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, um bikarúrslitaleikinn við Víkinga á Laugardalsvelli annað kvöld, þó að heil deild skilji á milli liðanna. Hann óttast að stemningin verði meiri hjá Víkingum í stúkunni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sextán ára hetjan: „Þetta er algjör draumur“

„Þetta er svo geggjað, að við séum í Lengjudeildinni og séum að fara á Laugardalsvöll. Þetta er æðislegt,“ segir Sigdís Eva Bárðardóttir, hin 16 ára hetja Víkinga sem skoraði bæði mörk liðsins þegar það tryggði sér sæti í bikarúrslitum í fyrsta sinn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sigdís Eva: Korteri frá því að gráta

Sigdís Eva Bárðardóttir, leikmaður Víkings, var að vonum ánægð eftir sigur liðsins á Selfossi í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Sigdís Eva skoraði bæði mörk Víkings og var allt í öllu í sóknarleik liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Telma Ívarsdóttir: Erum á góðum stað

Breiðablik vann Þrótt með þremur mörkum gegn engu í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld. Agla María Albertsdóttir skoraði þrjú mörk en Telma Ívarsdóttir markvörður var engu síður mikilvæg í sigrinum en Þróttarar fengu mjög mörg færi sem Telma sá við alltaf. Henni fannst Blikar komast inn í leikin mjög vel eftir stirða byrjun.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R. - Breiða­blik 0-3 | Breiðablik bókaði sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins

Í stórleik átta liða úrslita Mjólkurbikarsins á milli Þróttar og Breiðabliks gerðu gestirnir út um leikinn í fyrri hálfleik með þremur mörku frá Öglu Maríu Albertsdóttur. Þar með var sætið í undanúrslitum bókað  fyrir Blikana. Leikurinn var frábær skemmtun en það voru Blikar sem skoruðu mörkin og það er það sem skiptir máli.

Íslenski boltinn