Fréttamynd

Engin vind­mylla eftir í Þykkva­bæ

Eftirstandandi vindmyllan í Þykkvabæ var felld í dag, níu mánuðum eftir að fyrri myllan var sprengd niður. Verkið gekk mun hraðar fyrir sig en síðast enda ákveðið að hvíla sprengjurnar í þetta skiptið.

Innlent
Fréttamynd

Nær allir hlutar vindmyllunar endurunnir

Nær allir hlutar vindmyllunar sem sem felld var í gær verður endurunnin, en næst á dagskrá er að búta hana niður og hreinsa svæðið. Fall vindmyllunar vakti mikla athygli í gær og létu landsmenn örlög myllunar sig varða.

Innlent
Fréttamynd

Baráttu Gæslunnar við vindmylluna lokið

Eftir sex tilraunir hafði sprengjusveit Landhelgisgæslunnar loks betur í baráttunni við vindmylluna í Þykkvabæ. Vindmyllan féll til jarðar klukkan um klukkan hálf átta í kvöld, átta klukkustundum eftir að aðgerðir hófust á vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

„Það er mjög seigt í turninum“

Það hefur reynst mun erfiðara en reiknað var með að fella vindmylluna í Þykkvabæ. Eftir fimm tilraunir sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar er nú beðið eftir fleiri hleðslum frá Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Landsvirkjun skoðar breytingar á Búrfellslundi til að mæta athugasemdum um sjónmengun

Sveitarstjóri Rangárþings ytra segist vongóður um að vindmyllugarður Landsvirkjunar í Búrfellslundi verði að veruleika enda sé þetta ákjósanlegasti staður á landinu til að beisla vind. Landsvirkjun hefur til skoðunar að gera breytingar á vindmyllugarðinum í því skyni að mæta athugasemdum um neikvæða sjónræna upplifun göngufólks sem á leið um svæðið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vindmylluævintýrið í Þykkvabæ gæti verið á enda

Framtíð raforkuframleiðslu í Þykkvabæ er í uppnámi því fyrirtæki sem og á og rekur tvær vindmyllur í bænum getur ekki endurnýjað þær innan núverandi deiliskipulags og tilraunir til að breyta deiluskipulagi hafa ekki borið árangur. Önnur vindmyllan er ónýt og hin hefur verið biluð í tvo mánuði. Sveitarstjóri Rangárþings ytra er svartsýnn á frekari uppbyggingu með vindmyllum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fresta máli um nýjar vindmyllur

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur orðið við beiðni Steingríms Erlingssonar í Biokraft og frestað til næsta fundar að taka endanlega afstöðu til beiðni hans um uppsetningu tveggja nýrra vindmylla í Þykkvabæ.

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.