
Engin vindmylla eftir í Þykkvabæ
Eftirstandandi vindmyllan í Þykkvabæ var felld í dag, níu mánuðum eftir að fyrri myllan var sprengd niður. Verkið gekk mun hraðar fyrir sig en síðast enda ákveðið að hvíla sprengjurnar í þetta skiptið.

Tjakkurinn gerði gæfumuninn þegar seinni vindmyllan var felld
Seinni vindmyllan í Þykkvabæ féll til jarðar á fjórða tímanum í dag eftir að sérfræðingar Hringrásar skáru hana í sundur. Tjakkur gerði gæfumuninn í þetta skipti.

Hin vindmyllan í Þykkvabæ felld: „Við eigum von á að það gangi betur en síðast“
Vindmylla í Þykkvabæ verður felld í dag í heilu lagi. Einn þeirra sem mun sjá um niðurskurð hennar segir að í þetta sinn verði myllan felld á réttan hátt, ekki eins og þegar hin vindmyllan í Þykkvabæ var felld í vetur með miklum vandræðum.

Nær allir hlutar vindmyllunar endurunnir
Nær allir hlutar vindmyllunar sem sem felld var í gær verður endurunnin, en næst á dagskrá er að búta hana niður og hreinsa svæðið. Fall vindmyllunar vakti mikla athygli í gær og létu landsmenn örlög myllunar sig varða.

Vinsældir vindmyllunnar komu á óvart og mögulega efni í áramótaskaupið
Stjórnarformaður félagsins sem átti vindmylluna sem féll í gær segir söknuður að myllunni. Vinsældir sprengingarinnar komu honum á óvart og bíður hann nú eftir því að sjá hvort að verkefnið rati í áramótaskaupið.

Vonar að þjóðin hafi skemmt sér yfir baráttunni við vindmylluna
Ásgeir Guðjónsson, einn af sprengjusérfræðingum Landhelgisgæslunnar sem kom að því að fella vindmylluna í Þykkvabæ, segir að verkefnið sé með því flóknara sem hafi komið inn á borð þeirra. Um 100 kíló af sprengiefni voru notuð til að fella vindmylluna.

Baráttu Gæslunnar við vindmylluna lokið
Eftir sex tilraunir hafði sprengjusveit Landhelgisgæslunnar loks betur í baráttunni við vindmylluna í Þykkvabæ. Vindmyllan féll til jarðar klukkan um klukkan hálf átta í kvöld, átta klukkustundum eftir að aðgerðir hófust á vettvangi.

„Það er mjög seigt í turninum“
Það hefur reynst mun erfiðara en reiknað var með að fella vindmylluna í Þykkvabæ. Eftir fimm tilraunir sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar er nú beðið eftir fleiri hleðslum frá Reykjavík.

Twitter fylgist með sprengingunum: „Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu“
Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur í dag gert nokkrar tilraunir til þess að sprengja niður vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Aðgerðir á vettvangi standa nú yfir og eru í beinni útsendingu hér á Vísi.

Bein útsending: Vindmyllan í Þykkvabæ sprengd
Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar stefnir á að sprengja upp úr hádegi vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Sprengingin verður í beinni útsendingu á Vísi.

Vindmyllan í Þykkvabæ brann á nýársdag
Önnur vindmyllanna sem stendur við Þykkvabæ brann í gær. Þær hafa nú báðar eyðilagst í eldi en hin brann sumarið 2017.

Sveitarfélög geti heimilað stærri vindmyllur án aðkomu stjórnvalda
Samband íslenskra sveitarfélaga vill að sveitarfélög geti heimilað stærri vindorkuver heldur en í dag án aðkomu ríkisins, líkt og í Skotlandi.

Ekki allur vindur úr Biokraft í Þykkvabæ þökk sé varahlutum af Ebay
Önnur vindmylla fyrirtækisins Biokraft í Þykkvabæ er byrjuð að framleiða rafmagn á ný eftir að hafa verið biluð í tvo mánuði. Eigandi fyrirtækisins kom vindmyllunni sjálfur í gagnið með varahlutum af Ebay. Hann setur jafnframt spurningamerki við gagnrýni íbúa í nágrenninu sem segja stafa hljóðmengun af vindmyllunum.

Landsvirkjun skoðar breytingar á Búrfellslundi til að mæta athugasemdum um sjónmengun
Sveitarstjóri Rangárþings ytra segist vongóður um að vindmyllugarður Landsvirkjunar í Búrfellslundi verði að veruleika enda sé þetta ákjósanlegasti staður á landinu til að beisla vind. Landsvirkjun hefur til skoðunar að gera breytingar á vindmyllugarðinum í því skyni að mæta athugasemdum um neikvæða sjónræna upplifun göngufólks sem á leið um svæðið.

Vindmylluævintýrið í Þykkvabæ gæti verið á enda
Framtíð raforkuframleiðslu í Þykkvabæ er í uppnámi því fyrirtæki sem og á og rekur tvær vindmyllur í bænum getur ekki endurnýjað þær innan núverandi deiliskipulags og tilraunir til að breyta deiluskipulagi hafa ekki borið árangur. Önnur vindmyllan er ónýt og hin hefur verið biluð í tvo mánuði. Sveitarstjóri Rangárþings ytra er svartsýnn á frekari uppbyggingu með vindmyllum.

Fresta máli um nýjar vindmyllur
Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur orðið við beiðni Steingríms Erlingssonar í Biokraft og frestað til næsta fundar að taka endanlega afstöðu til beiðni hans um uppsetningu tveggja nýrra vindmylla í Þykkvabæ.

Skoðaði mylluna sjálfur fyrir viku
„Þetta er bara harmleikur,“ segir Steingrímur Erlingsson, framkvæmdastjóri Biokraft.

Vindmylla brennur í Þykkvabæ
Eldurinn kom upp í mótorhúsi vindmyllunnar.

Óþekktur aðili kannar vindmyllugarð á Mosfellsheiði
Aðili sem ekki er reiðubúinn að segja til nafns skoðar forsendur fyrir uppsetningu á vindmyllugarði á Mosfellsheiði og hefur leitað til forsætisráðuneytisins og þriggja sveitarfélaga varðandi framgang málsins.

Óska eftir athugasemdum við 13 vindmylla vindorkugarð við Þykkvabæ
Um verður að ræða allt að 149 metra vindmyllur.