Innlent

Nær allir hlutar vindmyllunar endurunnir

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Alexander G. Eðvardsson er framkvæmdastjóri Hringrásar.
Alexander G. Eðvardsson er framkvæmdastjóri Hringrásar. sigurjón ólason

Nær allir hlutar vindmyllunar sem sem felld var í gær verður endurunnin, en næst á dagskrá er að búta hana niður og hreinsa svæðið. Fall vindmyllunar vakti mikla athygli í gær og létu landsmenn örlög myllunar sig varða.

Barátta Landhelgisgæslunnar við vindmylluna í Þykkvabæ í gær vakti mikla athygli og má segja að máltækið: Allt er þegar þrennt er hafi ekki átt við verkefnið en vindmyllan fór niður eftir sex sprengjuhleðslur og átta klukkutíma.

Í dag fer fram hreinsun á svæðinu en fyrirtækið Hringrás tekur allt sem féll til jarðar í gær fer með í endurvinnslu.

Þegar vindmyllan fræga er komin til Reykjavíkur sjá starfsmennirnir í Hringrás um að búta hana niður eins og verið er að gera við gáminn í myndbandinu og svo verður hún að spænum eins og við sjáum í hlíðinni hér áður en hún fer í endurvinnslu.

„Hún er klippt niður enn meira hér á svæðinu og fer í endurvinnslu út í heim þegar við skipum stálinu út og þar er það endurunnið,“ sagði Alexander G. Eðvardsson, framkvæmdastjóri Hringrásar.

Þannig að öll myllan er endurunnin? 

„Já í raun og veru en spaðarnir eru úr trefjaplasti og þeir fara í urðun.“

Hér má sjá starfsmann búta niður gám.sigurjón ólason

Sprengusérfræðingar Landhelgisgæslunnar sáu um verkefnið í gær og tók gæslan um 500 þúsund fyrir, en inni í því er falinn efniskostnaður og laun. Vísir var með átta klukkutíma beina útsendingu frá vettvangi í gær sem vakti mikla athygli og ef marka má Twitter höfðu allir skoðun á myllunni.

„Við erum vissulega sprengjusérfræðingar en það er ekki daglegt hjá okkur að fella svona. Þetta er flókið og krefjandi og mikið af útreikningum sem þarf til að gera þetta rétt,“ sagði Ásgeir Guðjónsson, sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni á vettvangi í gær.

„Efni eins og þetta sem er í myllunni er talið besta efni sem hægt er að fá og menn borga í dag mjög hátt verð fyrir svona efni til endurvinnslu,“ sagði Alexander.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×