Slysavarnir

Fréttamynd

Hrikalega sýnileg

Fyrsti vetrardagur er handan við hornið og Hrekkjavaka á næsta leiti. Þessi keltneski siður sem hefur náð hvað mestri fótfestu í Bandaríkjunum og síðar dreift úr sér til annarra landa er kvöldið eða vakan fyrir allraheilagramessu, 31. október.

Skoðun
Fréttamynd

„Það eina sem hélt mér fastri var bíl­beltið“

„Ég horfi öðrum augum á lífið eftir þetta allt. Það er ótrúlegt að það þurfi ekki nema bara eitt augnablik og þá breytist lífið alveg. Allt í einu var mér bara kippt úr úr lífinu eins og ég þekkti það,“ segir hin tvítuga Þórhildur Björg Þorsteinsdóttir en hún lenti í alvarlegri bílveltu á Krýsuvíkurvegi fyrir tæpu ári og hefur síðan þá gengið í gegnum erfitt bataferli.

Innlent
Fréttamynd

Bíl­rúðu­við­gerð er ó­keypis og um­hverfis­væn

Ef þú fékkst sprungu í bílrúðuna í sumar og ert búinn að vera að hugsa um að láta laga hana þá er rétti tíminn núna. Með kólnandi veðri og frosti er hætta á að litla sprungan stækki ört og það er til mikils að vinna að koma í veg fyrir það.

Skoðun
Fréttamynd

Öryggi og vel­líðan í upp­hafi skóla­árs

Nú að loknum sumarleyfum eru skólarnir byrjaðir og umferðin tekin að þyngjast. Velferð og vellíðan yngstu vegfarendanna sem nú eru að hefja skólagöngu er forgangsmál. Tryggjum að börnin komist örugg í skólann en setjum líka í forgang að auka vellíðan þeirra á skólatíma og fræðum um skaðsemi eineltis.

Skoðun
Fréttamynd

Óð út í Reynis­fjöru með göngu­grind

Ferðamenn voru í stórhættu við Reynisfjöru í gær þegar hópur kvenna óð út í flæðamálið. Ein þeirra var eldri kona með göngugrind. Leiðsögumaður segir viðvörunarkerfi ekki virka sem skyldi og kallar eftir sólarhringsvöktun á svæðinu.  

Innlent
Fréttamynd

Fljúgandi trampólín og hefð­bundin fok­verk­efni

Verkefnum björgunarsveita fækkaði eftir því sem leið á gærkvöldið. Upplýsingafulltrúa Landsbjargar er ekki kunnugt um að nein stórtjón hafi orðið í hefðbundnum skilningi. Á meðal verkefna voru fljúgandi trampólín og ferðavagnar sem fóru á hliðina.

Innlent
Fréttamynd

Vakandi rútína

Árstíðaskiptin hafa ávallt yfir sér ákveðinn sjarma. Eftir ferðalög sumarsins og fjölbreyttari takt fellur lífið í ákveðnar skorður að hausti, jafnvel taka nýjar áskoranir við og stundaskráin verður taktfastari. Trén fella laufin og sýna okkur hversu náttúrulegt það er að sleppa því sem þjónar okkur ekki lengur og opna faðminn fyrir nýjum tíma.

Skoðun
Fréttamynd

Fólk hætti sér með ung börn í gegnum reykjarmökkinn

Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að eldgosinu á Reykjanesi í dag í ágætu veðri en mjög erfiðum aðstæðum vegna mikils reyks frá gróðureldum. Dæmi eru um að foreldrar gangi með ung börn á bakinu í gegnum reykmökkinn til að komast að gosinu.

Innlent
Fréttamynd

2% öku­manna telja sig verri en meðal­öku­maðurinn

Júlí er umferðarþyngsti mánuðurinn á Ísland en þá leggja flestir land undir fót. Nær allar helgar eru hátíðir í bæjum og sveitum sem vel eru sóttar. Fólk fer í sumarbústaði og umferð erlendra ferðamanna er einnig mikil.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki aka á mig - ég er í vinnunni!

Vegakerfi landsins er afar mikilvægur partur af innviðakerfi samfélagsins. Það tengir fólk og staði saman og öll nýtum við vegina á einn eða annan hátt.

Skoðun
Fréttamynd

Öryggi í sumar­húsum

Sumarið er tíminn sagði skáldið og sönglaði með. Hvernig sem viðrar eru sumarhús vinsælir griðarstaðir á Íslandi og þar sköpum við góðar minningar. Við viljum öll eiga notalega og áhyggjulausa dvöl í sumarhúsum og forðast óþægindi.

Skoðun
Fréttamynd

Gelkúlubyssur valda usla í grunnskólum

Auknar vinsældir rafknúinna leikfangabyssa eru skólastjórnendum áhyggjuefni en nokkrir nemendur hafa skotið á samnemendur í skólanum. Fagstjóri á skóla-og frístundasviði segir þetta lið í ofbeldismenningu, það færist í aukana að nemendur mæti vopnaðir hnífum í skólann.

Innlent
Fréttamynd

Vilja nýjan pott og segja þann gamla vera slysa­gildru

Rúmlega sex hundruð íbúar á Kársnesi hafa skorað á bæjaryfirvöld í Kópavogi að útbúa nýjan kaldan pott og infrarauðan klefa í Kópavogslaug. Talsmaður hópsins segir núverandi pott vera slysagildru. Bæjarstjóri segir tillit verða tekið til ábendingana í vinnu næstu fjárhagsáætlunar.

Innlent
Fréttamynd

Tíma­bært að dusta rykið af þyrlu­um­ræðunni

Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri í Árnessýslu segir tímabært að dusta rykið af umræðu um sjúkraþyrlur. Alltaf sé til bóta þegar fólki er komið fyrr undir hendur heilbrigðisstarfsfólks þegar neyðartilvik koma upp.

Innlent
Fréttamynd

Andlát Hjartar skýrt merki um að neyðarþjónustu vanti við Gullfoss

Leiðsögumaður, sem varð vitni að andláti tónlistarmannsins Hjartar Howser og veitti honum fyrstu hjálp, segir neyðarþjónustu við Gullfoss og Geysi, vinsælustu ferðamannastaði landsins, til skammar. Tæp klukkustund leið frá því að hann hringdi á Neyðarlínuna eftir að Hjörtur hneig niður og þar til sjúkrabíll kom á vettvang. 

Innlent