Er slysahætta í kringum sorpílátið heima hjá þér? Anna Jóna Kjartansdóttir og Pétur Gísli Jónsson skrifa 10. júní 2025 14:01 Sorpílát eru ómissandi hluti af daglegu lífi okkar. Við viljum öll að þau séu tæmd reglulega en treystir þú þér til að lyfta eða koma ílátinu þínu út að götu þar sem ökutækin okkar tæma þau? Og hugsaðu um hverfið þitt og öll ílátin þar, myndir þú treysta þér til að losa þau líka og næstu hverfi til viðbótar? Nú þegar snjór og hálka úr sögunni, er kjörið tækifæri til að endurmeta aðstæður og gera umbætur áður en erfiðari haust- og vetraraðstæður taka við að nýju. Vaxandi fjöldi íláta – og áskoranir með þeim Síðustu ár hefur sorpílátum fjölgað um land allt, ekki síst vegna aukinnar flokkunar. Það sem á að stuðla að sjálfbærni og betra umhverfi getur þó skapað vandamál ef ílátin eru illa staðsett eða aðgengi þeirra erfitt – bæði fyrir notendur og starfsfólk í sorphirðu. Við hjá Terra losum tugþúsundir íláta á hverju ári um allt land. Við sjáum í okkar verkefnum hversu mismunandi aðstæður geta verið á milli heimila og hverfa. Víða eru ílátin staðsett þannig að ómögulegt er að nálgast þau – þröngir stígar, brattar tröppur eða illa við haldið svæði gera aðgengi hættulegt eða í einhverjum tilfellum óframkvæmanlegt. Áhætta fyrir starfsfólk og íbúa Ýmsar aðstæður skapa ekki aðeins óþægindi heldur fela í sér verulega hættu fyrir bæði starfsfólk og íbúa. Starfsfólk Terra þarf oft að lyfta og draga þung ílát yfir ótryggt undirlag eða í gegnum þröng og hættuleg svæði, sem eykur líkamlegt álag og slysahættu. Það er á ábyrgð eigenda hvers heimilis og fyrirtækja að aðgengi sé í lagi bæði á sumrin og á veturna. Það snýr að því að aðgengi að ílátum sé greitt, að ekkert sé fyrir og tröppur, gangstígar séu hreinsað t.d. af snjó og klaka á veturnar. Ílátin eru jafnframt oft staðsett nærri gönguleiðum, hjólastígum og leiksvæðum þar sem íbúar, þar á meðal börn og gangandi vegfarendur eiga leið um. Ef ílát eru ranglega staðsett eða erfitt er að nálgast þau getur það skapað hættu fyrir bæði starfsfólk og almenning. Lausnir í sameiningu Við höfum undanfarið unnið að uppfærslu á áhættumati allra starfa innan Terra. Í þeirri vinnu höfum við tekið út aðstæður hjá heimilum, fjölbýlishúsum og fyrirtækjum víðs vegar um landið. Við höfum jafnframt sent ábendingar og myndir til ábyrgðaraðila íláta með tillögum að úrbótum. En fleiri þurfa að koma að borðinu. Sveitarfélög og íbúar gegna lykilhlutverki í því að bæta aðgengi og öryggi. Samráð við íbúa áður en breytingar eru gerðar er mikilvægt – margar nytsamlegar hugmyndir koma einmitt frá þeim sem nýta svæðin daglega. Með sameiginlegu átaki má breyta gömlum og óhentugum lausnum í öruggar, snyrtilegar og sjálfbærar. Saman að betra nærumhverfi Við verðum að muna að sorpílát eru mikilvæg eining í umhverfinu og okkar daglega lífi. Rétt staðsetning og gott aðgengi að þeim skilar sér í betri flokkun, skilvirkari vinnu og öruggari aðstæðum – fyrir alla. Nú er rétti tíminn. Við hvetjum þig til að kynna þér aðgengi að sorpílátum á þínu heimili og vinnustað. Komum okkur saman um að bæta aðstæður – og komum öll heil heim. Anna Jóna Kjartansdóttir, gæða-,umhverfis- og öryggisstjóri Terra og Pétur Gísli Jónsson, forstöðumaður söfnunar og sorphirðu hjá Terra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sorphirða Slysavarnir Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Sorpílát eru ómissandi hluti af daglegu lífi okkar. Við viljum öll að þau séu tæmd reglulega en treystir þú þér til að lyfta eða koma ílátinu þínu út að götu þar sem ökutækin okkar tæma þau? Og hugsaðu um hverfið þitt og öll ílátin þar, myndir þú treysta þér til að losa þau líka og næstu hverfi til viðbótar? Nú þegar snjór og hálka úr sögunni, er kjörið tækifæri til að endurmeta aðstæður og gera umbætur áður en erfiðari haust- og vetraraðstæður taka við að nýju. Vaxandi fjöldi íláta – og áskoranir með þeim Síðustu ár hefur sorpílátum fjölgað um land allt, ekki síst vegna aukinnar flokkunar. Það sem á að stuðla að sjálfbærni og betra umhverfi getur þó skapað vandamál ef ílátin eru illa staðsett eða aðgengi þeirra erfitt – bæði fyrir notendur og starfsfólk í sorphirðu. Við hjá Terra losum tugþúsundir íláta á hverju ári um allt land. Við sjáum í okkar verkefnum hversu mismunandi aðstæður geta verið á milli heimila og hverfa. Víða eru ílátin staðsett þannig að ómögulegt er að nálgast þau – þröngir stígar, brattar tröppur eða illa við haldið svæði gera aðgengi hættulegt eða í einhverjum tilfellum óframkvæmanlegt. Áhætta fyrir starfsfólk og íbúa Ýmsar aðstæður skapa ekki aðeins óþægindi heldur fela í sér verulega hættu fyrir bæði starfsfólk og íbúa. Starfsfólk Terra þarf oft að lyfta og draga þung ílát yfir ótryggt undirlag eða í gegnum þröng og hættuleg svæði, sem eykur líkamlegt álag og slysahættu. Það er á ábyrgð eigenda hvers heimilis og fyrirtækja að aðgengi sé í lagi bæði á sumrin og á veturna. Það snýr að því að aðgengi að ílátum sé greitt, að ekkert sé fyrir og tröppur, gangstígar séu hreinsað t.d. af snjó og klaka á veturnar. Ílátin eru jafnframt oft staðsett nærri gönguleiðum, hjólastígum og leiksvæðum þar sem íbúar, þar á meðal börn og gangandi vegfarendur eiga leið um. Ef ílát eru ranglega staðsett eða erfitt er að nálgast þau getur það skapað hættu fyrir bæði starfsfólk og almenning. Lausnir í sameiningu Við höfum undanfarið unnið að uppfærslu á áhættumati allra starfa innan Terra. Í þeirri vinnu höfum við tekið út aðstæður hjá heimilum, fjölbýlishúsum og fyrirtækjum víðs vegar um landið. Við höfum jafnframt sent ábendingar og myndir til ábyrgðaraðila íláta með tillögum að úrbótum. En fleiri þurfa að koma að borðinu. Sveitarfélög og íbúar gegna lykilhlutverki í því að bæta aðgengi og öryggi. Samráð við íbúa áður en breytingar eru gerðar er mikilvægt – margar nytsamlegar hugmyndir koma einmitt frá þeim sem nýta svæðin daglega. Með sameiginlegu átaki má breyta gömlum og óhentugum lausnum í öruggar, snyrtilegar og sjálfbærar. Saman að betra nærumhverfi Við verðum að muna að sorpílát eru mikilvæg eining í umhverfinu og okkar daglega lífi. Rétt staðsetning og gott aðgengi að þeim skilar sér í betri flokkun, skilvirkari vinnu og öruggari aðstæðum – fyrir alla. Nú er rétti tíminn. Við hvetjum þig til að kynna þér aðgengi að sorpílátum á þínu heimili og vinnustað. Komum okkur saman um að bæta aðstæður – og komum öll heil heim. Anna Jóna Kjartansdóttir, gæða-,umhverfis- og öryggisstjóri Terra og Pétur Gísli Jónsson, forstöðumaður söfnunar og sorphirðu hjá Terra.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun