Höldum eldsvoðalaus jól Margrét Arnheiður Jónsdóttir skrifar 16. desember 2024 09:02 Jólin eru handan við hornið og landinn þeysist milli staða í erindagjörðum sem hafa þann tilgang að okkur líði vel yfir hátíðarnar. En við megum ekki gleyma einu í tengslum við hátíð ljóss og friðar – brunavörnum. Ég eins og líklega flestir aðrir hef gaman af því að lýsa upp heimilið með kertum og ýmis konar ljósaskreytingum en það hefur stundum verið skrautlegt að leysa úr „innstunguvandanum“ því á þessum árstíma finnst mér alltaf vanta fleiri innstungur á heimilinu. Við fullorðna fólkið höfum öll heyrt forvarnarskilaboð gegnum tíðina í tengslum við að fara varlega með kerti, hafa reykskynjara í hverju herbergi, skipta um batterí einu sinni á ári í reykskynjurum og þar fram eftir götunum en börnin okkar e.t.v. ekki og því er góð vísa aldrei of oft kveðin í þeim efnum. Við þurfum líka að sýna börnunum okkar hvar slökkvitæki og eldvarnarteppi eru geymd og fara yfir flóttaleiðir húsnæðisins. En innstunguvandinn er raunverulegur og mögulega hættulegur. Lausnin sem við grípum til er oftar en ekki fjöltengi. Það eru nokkrar meginreglur sem við þurfum að hafa í huga í tengslum við notkun á þeim: Notum fjöltengi með rofa svo auðvelt sé að slökkva á raftækjum sem við þurfum ekki að nota yfir nóttina Tengjum aldrei fjöltengi við annað fjöltengi vegna aukinnar hættu á yfirálagi og hitamyndun Notum ekki fjöltengi fyrir orkufrek tæki eins og þvottavélar, þurrkara, ísskápa, örbylgjuofna, hraðsuðukatla og hárblásara Notum aldrei fjöltengi til að hlaða rafmagnsbíla og rafmagnshlaupahjól Margt annað ber að varast varðandi rafmagnið sem gott er að vita og gott að lesa sér til um. Við Íslendingar vitum hvað við erum heppin með rafmagn á hagstæðu verði hér á landi, erum því ansi rafmagnsvædd og stór hluti bílaflotans knúinn raforku. Gæta þarf öryggis við hleðslu ökutækja og sérstaklega skal varast að nota venjulega heimilisinnstungu við hleðslu þeirra í langan tíma. Slíkur kapall fylgir almennt rafmagnsbílum en hann er ekki hugsaður sem meginlausn við hleðslu ökutækis. Þá er afar mikilvægt að nota eingöngu hleðslutæki sem ætluð eru viðkomandi raftækjum svo sem hleðslutækjum sem fylgja rafmagnshlaupahjólum og rafmagnshjólum, til að hlaða, en ekki bara eitthvað sem passar og virkar. Við heyrum því miður alltof oft af eldvoðum þar sem manntjón verður sem er alltaf jafn hræðilegt og sorglegt, en þá er ekki horft til þeirra sem slasast alvarlega, þeirra sem missa ættingja í brunum sem og eignatjón. Pössum okkur sérstaklega vel yfir jólin, hugum að brunavörnum. Samtök rafverktaka (Sart), Samtök iðnaðarins (SI) og Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF) hafa gefið út leiðbeiningar um það sem gott er að vita varðandi rafmagn og brunavarnir í þeim efnum. Við hvetjum alla til að kynna sér þær. Höfundur er lögfræðingur Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Slysavarnir Jól Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Jólin eru handan við hornið og landinn þeysist milli staða í erindagjörðum sem hafa þann tilgang að okkur líði vel yfir hátíðarnar. En við megum ekki gleyma einu í tengslum við hátíð ljóss og friðar – brunavörnum. Ég eins og líklega flestir aðrir hef gaman af því að lýsa upp heimilið með kertum og ýmis konar ljósaskreytingum en það hefur stundum verið skrautlegt að leysa úr „innstunguvandanum“ því á þessum árstíma finnst mér alltaf vanta fleiri innstungur á heimilinu. Við fullorðna fólkið höfum öll heyrt forvarnarskilaboð gegnum tíðina í tengslum við að fara varlega með kerti, hafa reykskynjara í hverju herbergi, skipta um batterí einu sinni á ári í reykskynjurum og þar fram eftir götunum en börnin okkar e.t.v. ekki og því er góð vísa aldrei of oft kveðin í þeim efnum. Við þurfum líka að sýna börnunum okkar hvar slökkvitæki og eldvarnarteppi eru geymd og fara yfir flóttaleiðir húsnæðisins. En innstunguvandinn er raunverulegur og mögulega hættulegur. Lausnin sem við grípum til er oftar en ekki fjöltengi. Það eru nokkrar meginreglur sem við þurfum að hafa í huga í tengslum við notkun á þeim: Notum fjöltengi með rofa svo auðvelt sé að slökkva á raftækjum sem við þurfum ekki að nota yfir nóttina Tengjum aldrei fjöltengi við annað fjöltengi vegna aukinnar hættu á yfirálagi og hitamyndun Notum ekki fjöltengi fyrir orkufrek tæki eins og þvottavélar, þurrkara, ísskápa, örbylgjuofna, hraðsuðukatla og hárblásara Notum aldrei fjöltengi til að hlaða rafmagnsbíla og rafmagnshlaupahjól Margt annað ber að varast varðandi rafmagnið sem gott er að vita og gott að lesa sér til um. Við Íslendingar vitum hvað við erum heppin með rafmagn á hagstæðu verði hér á landi, erum því ansi rafmagnsvædd og stór hluti bílaflotans knúinn raforku. Gæta þarf öryggis við hleðslu ökutækja og sérstaklega skal varast að nota venjulega heimilisinnstungu við hleðslu þeirra í langan tíma. Slíkur kapall fylgir almennt rafmagnsbílum en hann er ekki hugsaður sem meginlausn við hleðslu ökutækis. Þá er afar mikilvægt að nota eingöngu hleðslutæki sem ætluð eru viðkomandi raftækjum svo sem hleðslutækjum sem fylgja rafmagnshlaupahjólum og rafmagnshjólum, til að hlaða, en ekki bara eitthvað sem passar og virkar. Við heyrum því miður alltof oft af eldvoðum þar sem manntjón verður sem er alltaf jafn hræðilegt og sorglegt, en þá er ekki horft til þeirra sem slasast alvarlega, þeirra sem missa ættingja í brunum sem og eignatjón. Pössum okkur sérstaklega vel yfir jólin, hugum að brunavörnum. Samtök rafverktaka (Sart), Samtök iðnaðarins (SI) og Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF) hafa gefið út leiðbeiningar um það sem gott er að vita varðandi rafmagn og brunavarnir í þeim efnum. Við hvetjum alla til að kynna sér þær. Höfundur er lögfræðingur Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun