Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar 4. desember 2024 08:32 „Reykskynjari kom í veg fyrir mikinn eldsvoða í fimm hæða fjölbýlishúsi í Hafnarfirðinum í nótt. Í ljós kom að kviknað hafði í borði út frá kertaskreytingu og þegar reykskynjari vakti íbúa íbúðarinnar blasti við þeim varðeldur í miðri stofunni. Íbúarnir sprautuðu úr slökkvitæki á eldinn en það dugði ekki til og var kominn mikill reykur í stofuna þannig að þeir gerðu það rétta forðuðu sér út” Þegar líða fer að jólum fjölgar fréttum sem þessum af eldsvoðum þar sem reykskynjari bjargar mannslífum og kemur í veg fyrir stórbruna. Það er þess vegna sem alþjóðlegur dagur reykskynjarans er í byrjun desember ár hvert en þá er fólk hvatt til að huga að eldvörnum á heimilum sínum. Tveir eða fleiri reykskynjarar eiga að vera á hverju heimili og best er að hafa þá í öllum rýmum. Ódýrasta öryggistækið Reykskynjarar eru ódýr öryggistæki og skerandi vælið í þeim getur bjargað mannslífum. Það er lang skynsamlegast að hafa reykskynjara í öllum rýmum og ef möguleiki er þá er best að hafa þá samtengda þannig að hljóðmerki komi frá þeim öllum ef eldur kemur upp. Reykskynjarar eiga að minnsta kosti að vera framan við eða í hverju svefnherbergi og á hverri hæð á heimilinu. Staðsetjið reykskynjara í lofti, 30-50 cm frá vegg. Ganga þarf úr skugga um að reykskynjarar heimilisins séu í lagi og skipta um rafhlöður í þeim þegar þeir gefa frá sér hljóðmerki. Líftími rafhlaða er mismunandi og erfitt að alhæfa um endingu þeirra. Hvað getur þú gert? Árlega er fólk hvatt til að kanna stöðuna á öllum reykskynjurum heimilisins með því einfaldlega að ýta á takkann á hverjum einasta reykskynjara heimilisins. Ef reykskynjarinn er í lagi þá pípir hann við það að ýtt sé á takkann og gefur það til kynna að hann virki. Ef ekkert hljóð heyrist er reykskynjarinn líklega batteríslaus og því gagnslaus með öllu, þá þarf að skipta um batterí hið snarasta. Þegar nýtt batterí er komið í reykskynjarann má svo ekki gleyma að prófa hvort hann virki ekki örugglega. Hefur þú setið í sumarhúsi eða vaknað upp við píp á mínútu fresti? Það er mjög líklega reykskynjari að láta vita að rafhlaðan sé að verða búin. Eldvarnir um jólin Samkvæmt gögnum slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins verður breyting á útköllum vegna elds yfir hátíðirnar þar sem tíðni eykst á kvöldin og næturnar samanborið við restina af árinu. Orsakir elds geta verið margvíslegar en á ársgrundvelli má rekja 21% þeirra til rafmagns og 20% vegna eldamennsku. Þetta beinir sjónum okkar að hleðslutækjum, fjöltengjum og jólaseríum. Gætum þess að ofhlaða ekki millistykki og hlaða rafhlaupahjól fjarri flóttaleið og eldfimum efnum. Förum varlega í eldhúsinu, gleymum ekki pottum eða pönnum á hellu og höfum eldvarnarteppi við höndina. Kertaljós og kósí Förum gætilega með opinn eld og loga þegar við lýsum upp skammdegið. Það getur verið hættulegt að vera með kerti við opinn glugga og nálægt gluggatjöldum eða þurru greni. Þarna er samankomin hin eldfima þrenning : logi, súrefni og brennanlegt efni. Eins og fyrr segir þá er góð regla að byrja aðventuna á því að prófa reykskynjara, láta skoða slökkvitækin okkar og ganga úr skugga um að eldvarnarteppið sé sýnilegt í eldhúsinu. Farið varlega á aðventunni og njótið hennar örugglega með eldvarnirnar í lagi. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Slysavarnir Mest lesið Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
„Reykskynjari kom í veg fyrir mikinn eldsvoða í fimm hæða fjölbýlishúsi í Hafnarfirðinum í nótt. Í ljós kom að kviknað hafði í borði út frá kertaskreytingu og þegar reykskynjari vakti íbúa íbúðarinnar blasti við þeim varðeldur í miðri stofunni. Íbúarnir sprautuðu úr slökkvitæki á eldinn en það dugði ekki til og var kominn mikill reykur í stofuna þannig að þeir gerðu það rétta forðuðu sér út” Þegar líða fer að jólum fjölgar fréttum sem þessum af eldsvoðum þar sem reykskynjari bjargar mannslífum og kemur í veg fyrir stórbruna. Það er þess vegna sem alþjóðlegur dagur reykskynjarans er í byrjun desember ár hvert en þá er fólk hvatt til að huga að eldvörnum á heimilum sínum. Tveir eða fleiri reykskynjarar eiga að vera á hverju heimili og best er að hafa þá í öllum rýmum. Ódýrasta öryggistækið Reykskynjarar eru ódýr öryggistæki og skerandi vælið í þeim getur bjargað mannslífum. Það er lang skynsamlegast að hafa reykskynjara í öllum rýmum og ef möguleiki er þá er best að hafa þá samtengda þannig að hljóðmerki komi frá þeim öllum ef eldur kemur upp. Reykskynjarar eiga að minnsta kosti að vera framan við eða í hverju svefnherbergi og á hverri hæð á heimilinu. Staðsetjið reykskynjara í lofti, 30-50 cm frá vegg. Ganga þarf úr skugga um að reykskynjarar heimilisins séu í lagi og skipta um rafhlöður í þeim þegar þeir gefa frá sér hljóðmerki. Líftími rafhlaða er mismunandi og erfitt að alhæfa um endingu þeirra. Hvað getur þú gert? Árlega er fólk hvatt til að kanna stöðuna á öllum reykskynjurum heimilisins með því einfaldlega að ýta á takkann á hverjum einasta reykskynjara heimilisins. Ef reykskynjarinn er í lagi þá pípir hann við það að ýtt sé á takkann og gefur það til kynna að hann virki. Ef ekkert hljóð heyrist er reykskynjarinn líklega batteríslaus og því gagnslaus með öllu, þá þarf að skipta um batterí hið snarasta. Þegar nýtt batterí er komið í reykskynjarann má svo ekki gleyma að prófa hvort hann virki ekki örugglega. Hefur þú setið í sumarhúsi eða vaknað upp við píp á mínútu fresti? Það er mjög líklega reykskynjari að láta vita að rafhlaðan sé að verða búin. Eldvarnir um jólin Samkvæmt gögnum slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins verður breyting á útköllum vegna elds yfir hátíðirnar þar sem tíðni eykst á kvöldin og næturnar samanborið við restina af árinu. Orsakir elds geta verið margvíslegar en á ársgrundvelli má rekja 21% þeirra til rafmagns og 20% vegna eldamennsku. Þetta beinir sjónum okkar að hleðslutækjum, fjöltengjum og jólaseríum. Gætum þess að ofhlaða ekki millistykki og hlaða rafhlaupahjól fjarri flóttaleið og eldfimum efnum. Förum varlega í eldhúsinu, gleymum ekki pottum eða pönnum á hellu og höfum eldvarnarteppi við höndina. Kertaljós og kósí Förum gætilega með opinn eld og loga þegar við lýsum upp skammdegið. Það getur verið hættulegt að vera með kerti við opinn glugga og nálægt gluggatjöldum eða þurru greni. Þarna er samankomin hin eldfima þrenning : logi, súrefni og brennanlegt efni. Eins og fyrr segir þá er góð regla að byrja aðventuna á því að prófa reykskynjara, láta skoða slökkvitækin okkar og ganga úr skugga um að eldvarnarteppið sé sýnilegt í eldhúsinu. Farið varlega á aðventunni og njótið hennar örugglega með eldvarnirnar í lagi. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun