Hlaup í Skaftá

Fréttamynd

Skaftá hreif mælitæki Veðurstofunnar með sér

Vísindamenn telja mikilvægt að öðlast skilning á því hvers vegna Skaftárhlaup var jafnstórt og raun ber vitni og um leið leggja mat á hvort svo stór hlaup muni endurtaka sig. Hluta af tækjabúnaði Veðurstofu Íslands skolaði burt í hamförunum.

Innlent
Fréttamynd

Lífríkið stendur Skaftárhlaupið af sér

Engin sérstök ástæða er til að óttast að óvenjulega stórt Skaftárhlaup hafi haft neikvæð áhrif á lífríki til lengri tíma. Full ástæða er þó til að íhuga sérstakar rannsóknir á vatnasvæði Skaftár ef miklar breytingar eru að verða á vatnafari og í ljósi þeirrar staðreyndar að hlaupið nú var það langstærsta sem mælingar ná til.

Innlent
Fréttamynd

Möguleiki að brúin fari í hlaupinu

Óttast er að brúin yfir Eldvatn við Ása geti farið í hlaupinu í Skaftá. Henni var lokað um miðjan dag í gær vegna hættu sem skapaðist. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að verulega hafi dregið úr rennsli árinnar. Það sé þó enn mikið og því hætta á að undurstöður brúarinnar gefi sig.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er alltaf að síga á ógæfuhliðina“

Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Þjóðvegur eitt er enn opinn þó vatn flæði víða beggja vegna við hann. Lögreglan er með viðbúnað ef til þess kemur að það þurfi að loka veginum síðar í dag eða á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Kolsvartur beljandi sem aldrei fyrr

Skaftárhlaupið er það lang stærsta sem mælingar ná til frá 1955. Ljóst að skemmdir að grónu landi eru tilfinningarlega. bændur hafa orðið fyrir miklu tjóni óttast heimamenn. Mannvirki stóðust vatnsflauminn.

Innlent
Fréttamynd

Vakta hringveginn í nótt

"Það hafa myndast töluvert stórar ár sem renna bæði til austurs og vesturs meðfram veginum.“ segir Víðir Reynisson, lögreglufulltrúi á Suðurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Magnað sjónarspil í kvöldfréttum Stöðvar 2

Hlaupið úr Skaftárkötlum er það stærsta frá upphafi mælinga. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, og Friðrik Þór Halldórsson, tökumaður, hafa fylgst með þessu ótrúlega sjónarspili og greina frá þróun mála í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af

Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur.

Innlent