Morðið á Hannesi Þór Helgasyni

Fréttamynd

Réttarhöldum í manndrápsmáli hljóðvarpað

Tveir dómsalir verða lagðir undir í Héraðsdómi Reykjaness þegar aðalmeðferð í manndrápsmáli á hendur Gunnari Rúnari Sigurþórssyni fer fram hinn 7. febrúar næstkomandi. Í öðrum dómsalnum fer meðferðin sjálf fram en verður útvarpað þaðan yfir í hinn dómsalinn, til þess að allir sem það kjósa geti fylgst með henni.

Innlent
Fréttamynd

Gæsluvarðhald framlengt yfir Gunnar Rúnari

Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem játað hefur að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til næstu fjögurra vikna. Fyrirtaka fór fram í málinu í morgun í Héraðsdómi Reykjaness.

Innlent
Fréttamynd

Gunnar Rúnar fluttur á Sogn

Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem játað hefur að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana, var á mánudag fluttur af Litla-Hrauni og á réttargæsludeildina á Sogni. Guðrún Sesselja Arnardóttir, verjandi Gunnars Rúnars, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Gunnar Rúnar er enn í gæsluvarðhaldi en aðalmeðferð í máli hans hefst 7. febrúar.

Innlent
Fréttamynd

Fréttaárið 2010: Morð og fjársvik

Á sama tíma og íslenskir lögreglumenn kvarta undan niðurskurði í löggæslumálum hafa þeir þurft að eiga við mörg flókin og erfið mál á þessu ári. Fréttamaðurinn Andri Ólafsson fer yfir þau allra stærstu í samantekt sem hægt er að sjá hér.

Innlent
Fréttamynd

Opið þinghald yfir Gunnari Rúnari

Þinghald í máli Gunnars Rúnars Sigurþórssonar verður opið. Kröfu verjanda um lokað þinghald var hafnað í Héraðsdómi Reykjaness við fyrirtöku málsins um hádegisbilið. Dómari fór ekki yfir forsendur þess að hann hafnaði kröfunni. Gunnar Rúnar mætti ekki í dómsal í dag.

Innlent
Fréttamynd

Bubbi biður Guð að styrkja fjölskyldur Hannesar og Gunnars

Bubbi Morthens biður góðan Guð að styrkja fjölskyldur Hannesar Þórs Helgasonar og Gunnars Rúnars Sigþórssonar í sorg þeirra og taka burt reiðina sem brenni aðeins fólk upp og gefi engan frið. Harmur fjölskyldu Hannesar sé mikill og reiðin sé skiljanleg.

Innlent
Fréttamynd

Ósakhæfi leiðir til sýknu

Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana að morgni sunnudagsins 15. ágúst síðastliðinn, er talinn ósakhæfur. Þetta er niðurstaða geðrannsóknar sem Gunnar Rúnar hefur gengist undir.

Innlent
Fréttamynd

Játning Gunnars Rúnars

Gunnar Rúnar Sigurþórsson játaði fyrir helgi fyrir dómi að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana. Hann er ákærður fyrir að stinga Hannes ítrekað með hnífi. Hér verður farið yfir játningu Gunnars Rúnars og hvað hann var að hugsa áður en myrti Hannes Þór.

Innlent
Fréttamynd

Fór vopnaður í vettvangsferð fyrr um kvöldið

Gunnar Rúnar Sigurþórsson fór í vettvangsferð, með morðvopnið meðferðis, í grennd við heimili Hannesar Þórs Helgasonar um miðnætti aðfaranótt 15. ágústs. Hann áttaði sig á því að Hannes væri ekki heima og lét því ekki til skara skríða fyrr en undir morgun.

Innlent
Fréttamynd

Fréttir vikunnar: Slökkviliðsmaður á slysadeild og játning í morðmáli

Vikan byrjaði á því að eldur kom upp á Laugavegi 40 á sunnudagskvöldi. Einn slökkviliðsmaður var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir slökkvistarf. Eldurinn kom upp í risi á húsinu og slökkvistarf var flókið. Rífa þurfti hluta af þaki á húsinu. Að auki voru nokkrar skemmdir á risi hússins

Innlent
Fréttamynd

Undirbjó morðið í marga mánuði

Morðið á Hannesi Helgasyni var afrakstur margra mánaða undirbúningsvinnu Gunnars Rúnars Sigurþórssonar sem skipulagði hvert smáatriði áður en hann lét til skarar skríða. Þetta kemur fram í játningu Gunnars sem fréttastofan er með undir höndum.

Innlent
Fréttamynd

Gunnar Rúnar er metinn ósakhæfur

Niðurstaða geðrannsóknar sem Gunnar Rúnar Sigurþórsson hefur gengist undir er sú að hann sé ekki sakhæfur. Hann játaði fyrir héraðsdómi í gær að hafa banað Hannesi Þór Helgasyni í ágúst. Gæsluvarðhaldið var framlengt í gær.

Innlent
Fréttamynd

Systir Hannesar: Gunnar vissi nákvæmlega hvað hann var að gera

„Hann vissi nákvæmlega hvað hann var að gera og hann á að gjalda fyrir það," segir systir Hannesar Þórs Helgasonar um Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem í dag játaði fyrir dómara að hafa myrt Hannes á hrottafenginn hátt. Andrúmsloftið var vægast sagt rafmagnað við þingfestingu málsins í héraðsdómi.

Innlent
Fréttamynd

Hafnaði bótakröfu konunnar sem hann elskaði

Gunnar Rúnar Sigurþórsson hafnaði bótakröfu, sem unnusta Hannesar Þórs Helgasonar heitins lagði fram, en samþykkti athugasemdarlaust bótakröfur foreldra Hannesar. Kröfurnar voru jafn háar, eða tvær og hálf milljón króna hver.

Innlent
Fréttamynd

Systur Hannesar andvígar lokuðu þinghaldi

Systur Hannesar Þórs Helgasonar, sem myrtur var á heimili sínu í ágúst síðastliðinn eru andvígar því að þinghald yfir Gunnari Rúnari Sigþórssyni grunuðum morðingja Hannesar verði haldið fyrir luktum dyrum.

Innlent
Fréttamynd

Gunnar Rúnar ákærður fyrir manndráp: „Ég játa“

Gunnar Rúnar Sigurþórsson játaði í dómssal að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana. Gunnari Rúnari var birt ákæran fyrir stundi í Héraðsdómi Reykjanesi. Spurður um afstöðu hans til ákæruatriða sagði hann: „Ég játa.“

Innlent
Fréttamynd

Gunnar Rúnar fyrir rétt í dag

Mál Gunnars Rúnars Sigurþórssonar, sem hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana um miðjan ágúst, verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag.

Innlent
Fréttamynd

Gunnar Rúnar ákærður í dag

Ákæra gegn Gunnari Rúnari Sigurþórssyni, sem grunaður er um morðið á Hannesi Þór Helgasyni, verður gefin út í dag, samkvæmt upplýsingum frá embætti Ríkissaksóknara.

Innlent
Fréttamynd

Öll lífsýni í manndrápsmálinu ónothæf

Niðurstöður úr lífsýnarannsóknum sem sendar voru til Svíþjóðar í manndrápsmálinu reyndust allar ónothæfar. Auk játningar hefur ákæruvaldið fótspor á vettvangi auk þess sem bíll sakbornings þekkist á myndbandsupptöku og mun ríkissaksóknari gefa út ákæru fyrir helgi.

Innlent
Fréttamynd

Ákvörðun um ákæru á hendur Gunnari Rúnari tekin fyrir helgi

Ríkissaksóknari þarf að taka ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út á hendur Gunnari Rúnari Sigurþórssyni i síðasta lagi á föstudag. Gunnar Rúnar er grunaður um morð á Hannesi Þór Helgasyni í Hafnarfirði þann 15. ágúst síðastliðinn. Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari segir að

Innlent
Fréttamynd

Björgvin aftur yfir kynferðisafbrotadeildina

Lögreglustjórinn í Reykjavík, Stefán Eiríksson, óskaði eftir því að Björgvin Björgvinsson, aðtoðaryfirlögregluþjónn, tæki aftur við sem yfirmaður kynferðisbrotadeildarinnar sem og hann hefur samþykkt.

Innlent
Fréttamynd

Rannsókn á morðmálinu lokið

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn á manndrápinu í Hafnarfirði í ágúst síðastliðnum. Málið verður sent til ákæruvaldsins í kringum helgina.

Innlent
Fréttamynd

Helgi í Góu: Hannes lifir lengur með okkur

Hannes Þór Helgason, sem var myrtur í Hafnarfirði um miðjan ágúst, skildi eftir sig son sem nú er ársgamall. Fjölskylda Hannesar vissi ekki af þessu fyrr en nýlega en afinn segir litla drenginn ljós í myrkrinu. Með þessu lifi Hannes lengur með fjölskyldunni.

Innlent
Fréttamynd

Sést henda hnífnum í sjóinn

Myndband sem sýnir Gunnar Rúnar Sigurþórsson henda hnífi í smábátahöfnina í Hafnarfirði er meðal rannsóknargagna vegna manndrápsins í Hafnarfirði í ágúst. Hann mun þá hafa verið að koma beint af heimili Hannesar Þórs Helgasonar eftir að hafa orðið honum að bana. Myndbandið er úr eftirlitsmyndavél við höfnina.

Innlent
Fréttamynd

Gunnar Rúnar áfram í gæsluvarðhaldi

Gunnar Rúnar Sigurþórsson hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 19. nóvember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli almannahagsmuna.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir Gunnari Rúnari

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni, sem hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana í ágúst. Fjögurra vikna gæsluvarðhald Gunnars Rúnars rennur út í dag.

Innlent
Fréttamynd

Hnífurinn enn í rannsókn

Bráðabirgðarniðurstöður lífsýna sýndu ekki fram á með óyggjandi hætti að blóðið, sem fannst á skó Gunnars Rúnars Sigurþórssonar, hafi verið úr Hannesi Þór Helgasyni, sem Gunnar hefur játað að hafa myrt í ágúst síðastliðnum.

Innlent
Fréttamynd

Gunnar Rúnar áfram í gæsluvarðhaldi

Gunnar Rúnar Sigurþórsson hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 22. október að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli almannahagsmuna.

Innlent