Innlent

Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir Gunnari Rúnari

Gunnar Rúnar leiddur fyrir dómara í síðasta mánuði.
Gunnar Rúnar leiddur fyrir dómara í síðasta mánuði.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni, sem hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana í ágúst. Fjögurra vikna gæsluvarðhald Gunnars Rúnars rennur út í dag.



Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir að farið verður fram á gæsluvarðhaldið nú síðdegis.Rannsókn á DNA-sýnum af skóm Gunnars Rúnars og hnífi sem hann hefur sagt að hafi verið notaður við verknaðinn, stendur enn yfir.



Rannsókn málsins er á lokastigi og málið verður sent til ríkissaksóknara á næstu dögum eða vikum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×