Hundar

Fréttamynd

Hundur for­seta beit tiginn gest

Hundur forseta Moldóvu beit forseta Austurríkis Alexander van der Bellen í höndina fyrr í dag. Maia Sandu Moldóvuforseti gekk með gesti sínum um garð forsetabústaðarins í höfuðborginni Kísíná þegar atvikið gerðist, en van der Bellen hafi þar reynt að klappa hundinum sem hafi ekki tekið vel í slíkt.

Erlent
Fréttamynd

Um 250 gælu­dýr enn í Grinda­vík

Dýraverndarsamtökin Dýrfinna hafa safnað lista með tæplega 250 dýrum sem eru enn í Grindavík. Sjálfboðaliði segir samtökin tilbúin að fara inn í bæinn til að bjarga dýrum um leið og aðstæður leyfa. Samtökin geri sér grein fyrir því að ekki muni öll dýrin koma heil út úr ástandinu.

Innlent
Fréttamynd

„Seinasti lúrinn okkar saman“

Fegurðardrottningin Linda Pétursdóttir kvaddi ferfætlinginn og fjölskyldumeðliminn Stjörnu eftir fimmtán ára samfylgd. Hún segir síðustu daga og vikur hafa reynst fjölskyldunni afar erfiðir. 

Lífið
Fréttamynd

Vel loðinn og vel liðinn

Hundurinn Trausti er einn vinsælasti starfskraftur Fossvogsskóla í Reykjavík. Hann er í fjörutíu prósent starfi í námsveri skólans og mætir alla miðvikudaga og föstudaga. Trausti er þriggja ára golden retriever og hlustar á krakkana lesa eða gengur um og býður fram aðstoð sína.

Lífið
Fréttamynd

For­seta­hundurinn heldur á­fram að bíta fólk

Commander, tveggja ára German Shepherd-hundur Joe Biden Bandaríkjaforseta, beit leynilögreglumann í Hvíta húsinu í Washington D.C. á mánudagskvöld. Þetta er í ellefta sinn sem hundurinn bítur manneskju. 

Erlent
Fréttamynd

Hundurinn sem beið eiganda síns í 10 ár

Japanir halda upp á 100 ára afmæli frægasta hunds þjóðarinnar í ár, en allt frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar hefur stytta af hundinum Hachiko staðið fyrir utan lestarstöð í Tókýó.

Erlent
Fréttamynd

Bretar banna ban­væna hunda­­tegund

Forsætisráðherra Bretlands hefur greint frá því að hundategundin American bully XL verði bönnuð í landinu í lok árs. Skyndileg aukning dauðsfalla í kjölfar árása hunda af tegundinni hefur orðið síðustu tvö ár. 

Erlent
Fréttamynd

Kindur vilja ekki leika við hunda

En hundar vilja gjarnan leika við kindur. Þetta fer ekki saman. Hundaeigendur þekkja ekki allir eðli kinda sem dýrategundar. Fólk sem heldur lausan hund í dreifbýli eða fólk sem fer með hunda í víðavangslausagöngur á þeim svæðum þar sem kindur eru haldar þarf að þekkja grundvallarmuninn á atferliseðli kinda og hunda.

Skoðun
Fréttamynd

Hunda­dauðinn kominn á borð lög­reglu

Mál tíu hunda sem fundust dauðir fyrr í mánuðinum án skýringar er komið á borð lögreglu. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að verið sé að rannsaka hvort eitrað hafi verið fyrir þeim.

Innlent
Fréttamynd

Magnaður mótorhjólahundur á Selfossi

Hundurinn Stormur Snær á Selfossi er engin venjulegur hundur því það sem honum þykir skemmtilegast að gera er að sitja á mótorhjólum eigenda sinna og rúnta með þeim um landið. Stormur er meira að segja með sérstök mótorhjólagleraugu og nammi í mótorhjólatöskunni sinni.

Innlent
Fréttamynd

Tík bjargað úr klettum

Síðdegis í gær voru tíkin Mýsla og eigandi hennar á ferð um Einstakafjall þar sem eigandi Mýslu var að taka ljósmyndir. Á meðan hann tók myndir hljóp Mýsla frá honum og hvarf niður fyrir klettabrún.

Innlent
Fréttamynd

Breytir hundum í lista­verk

Á snyrtistofu Gabriel Feitosa getur allt gerst. Bernedoodles hundar umbreytast í gíraffa og kjölturakkar líkjast Pokémon. Upphalningarnar kosta frá 500 til 1200 Bandaríkjadala. Hundasnyrtistofan er staðsett í San Diego en sjálfur er Gabriel ættaður frá Brasilíu. Stofuna opnaði hann árið 2018 og hefur tíu starfsmenn á sínum snærum sem snyrta að meðaltali tuttugu hunda á degi hverjum.

Lífið
Fréttamynd

Ekki á­stæða til að vara ís­lenska hunda­eig­endur við

Mat­væla­stofnun sér ekki á­stæðu til að vara hunda­eig­endur sér­stak­lega við smitandi hósta meðal hunda að ó­breyttu. Ekki eru fleiri til­vik um smitaða hunda nú en áður. Lang­stærstur hluti hunda hér á landi er bólu­settur gegn flestum veirum.

Innlent
Fréttamynd

„Það er ekkert grín fyrir hundana að fá þetta“

Hunda­eig­andi sem missti einn hund sinn sem veiktist af svo­kölluðum hótel­hósta og á tvo hunda til við­bótar sem eru veikir vill vara hunda­eig­endur við að fara með dýr sín á fjöl­farin hunda­svæði á meðan pestin gengur yfir. Hann segist hafa átt hunda í mörg ár en aldrei lent í slíkum veikindum líkt og nú.

Innlent