Seinni heimsstyrjöldin

Fréttamynd

Laug því að stóri bróðir væri faðir sinn

Kópavogsbúi á áttræðisaldri með einstakan persónuleika er aðalpersónan í nýrri heimildarmynd þar sem fjallað er um leit hans að uppruna sínum í Bandaríkjunum. Rætt var við Árna Jón Árnason í Íslandi í dag, sem lýsir því hvernig líf hans hefur tekið stakkaskiptum að undanförnu. Viðtalið hefst á tólftu mínútu.

Lífið
Fréttamynd

Herskip, Búddastyttur og ýmsar fornminjar komið í ljós vegna þurrka

Hitabylgjur og þurrkar um Evrópu og í Kína hafa leitt til þess að vatnsborð í ám og stöðuvötnum hefur lækkað gríðarlega. Við það hafa ýmsar gersemar, sem áður voru á bólakafi, komið í ljós. Þar á meðal forsögulegir spænskir bautasteinar, kínverskar búddastyttur og fornminjar úr seinni heimsstyrjöldinni.

Erlent
Fréttamynd

Fundu fjöldagröf með sautján tonnum af ösku

Fornleifafræðingar í Póllandi grófu í dag upp fjöldagröf sem innihélt sautján og hálft tonn af ösku. Talið er að askan tilheyri fórnarlömbum nasista á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Hundrað og eins árs gamall fyrrum fanga­vörður dæmdur í fimm ára fangelsi

Dómstóll í Brandenburg dæmdi hundrað og eins árs gamlan mann til fimm ára fangelsisrefsingar í dag fyrir hlutverk hans í helförinni. Maðurinn var fangavörður í hinum illræmdu Sachsenhausen útrýmingarbúðum á árunum 1942 til 1945. Hann neitaði sök í málinu og sagðist ekkert hafa vitað af voðaverkunum sem framin voru í Sachsenhausen.

Erlent
Fréttamynd

77 ár liðin frá endalokum Þriðja ríkisins

Þann 8. maí árið 1945 skrifaði Karl Dönitz, forseti Þýskalands, undir uppgjafarsáttmála fyrir hönd Þjóðverja og batt þannig lok á þátttöku Þýskalands í seinni heimsstyrjöldinni.

Erlent
Fréttamynd

Goldberg vekur reiði með ummælum um Helförina

Leikkonan og sjónvarpsþáttastjórnandinn Whoopi Goldberg hefur vakið mikla reiði í Bandaríkjunum með því að staðhæfa í spjallþættinum The View á ABC að Helförin hefði ekki snúist um ólíka kynþætti.

Erlent
Fréttamynd

Fjórir slösuðust þegar gömul sprengja sprakk í München

Fjórir slösuðust í gær þegar 250 kílógramma sprengja frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar sprakk á byggingarsvæði nærri járnbrautarlínu í München í Þýskalandi. Minnst einn er alvarlega slasaður að sögn yfirvalda en atvikið olli samgöngutruflunum.

Erlent
Fréttamynd

Hafa borið kennsl á „óþekkta sjómanninn“

Yfirvöldum í Ástralíu hefur tekist að bera kennsl á „óþekkta sjómanninn“; mann sem fórst með HMAS Sydney í seinni heimstyrjöldinni. Líkamsleifar Thomas Welsby Clark voru þær einu sem voru heimtar eftir að skipið sökk en allir um borð, 645 menn, fórust.

Erlent
Fréttamynd

Heiðra þá sem látist hafa í stríði

Flaggað er í hálfa stöng hjá þýska sendiráðinu á Íslandi í tilefni Volktrauerstag eða minningardagsins, sem haldinn er árlega í Þýskalandi til heiðurs allra þeirra sem látið hafa lífið í styrjöldum. Þá halda Bretar einnig sinn Remembrance sunday.

Erlent
Fréttamynd

Göbbels reyndist enn heiðurs­borgari

Starfsfólk ráðhússins í Potsdam í Þýskalandi ráku upp stór augu á dögunum þegar verið var að fara yfir lista yfir heiðursborgara. Þar ráku þau augu í nafn Joseph Göbbels, eins af nánustu samstarfsmönnum Adolfs Hitler.

Erlent
Fréttamynd

Sjötíu ára ráðgáta leyst um endanlegan hvíldarstað Tojo

Japanskur prófessor hefur fundið lausnina við 70 ára ráðgátu; hvíldarstað jarðneskra leifa Hideki Tojo, forsætisráðherra Japans í seinni heimstyrjöldinni. Samkvæmt gögnum í bandaríska þjóðskjalasafninu var ösku hans dreift á Kyrrahafinu að lokinni aftöku.

Erlent
Fréttamynd

Eldgosið stutt frá þar sem Hot Stuff fórst með fjórtán manns

Þeirri tillögu hefur verið varpað fram að eldstöðin verði nefnd Hot Stuff, í virðingarskyni við áhöfn og farþega bandarískrar herflugvélar sem fórst á Fagradalsfjalli í síðari heimsstyrjöld. Í hópi þeirra sem létust var æðsti hershöfðingi Bandaríkjamanna í Evrópu.

Innlent
Fréttamynd

Al­þjóða­dagur til minningar um fórnar­lömb hel­fararinnar – Af hverju er mikil­vægt að minnast þessara at­burða?

Í dag, þann 27. janúar, er alþjóðadagur til minningar um fórnarlömb helfararinnar. Þennan dag árið 1945 frelsuðu Sovétmenn fangana í Auschwitz. 60 árum síðar ákvað Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að á þessum degi myndum við minnast þessarar atburðarásar sem átti sér stað í hjarta Evrópu á fyrri hluta síðustu aldar.

Skoðun