„Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2025 06:32 Frönsku landsliðskonurnar spila oft í hvítum stuttbuxum. Getty/Marco Wolf Heimsmeistaramót kvenna í handbolta er farið af stað og þar munu leikmenn þurfa að spila í umdeildum stuttubuxum. Alþjóðahandboltasambandið var ekki tilbúið að hlusta á áhyggjur handboltakvenna og þær eru því skyldaðar að spila í buxum sem flestir vilja ekki sjá. Hvítu stuttbuxurnar verða áfram notaðar, þrátt fyrir að meðal annars sænsku og norsku HM-leikmennirnir hafi sérstaklega beðið um að þær yrðu teknar úr notkun. Mjög ósátt Sérfræðingur Radiosporten í handbolta var mjög ósáttur með þessa niðurstöðu. View this post on Instagram A post shared by Radiosporten (@radiosporten) Fyrr í haust sendu skandinavísku samböndin sameiginlega beiðni til alþjóðasambandsins – með kröfu um að losna við hvítu stuttbuxurnar fyrir HM – til að forðast óþægindi og óöryggi hjá leikmönnum sem eru á blæðingum. Aftonbladet sagði frá því að beiðnin hafi ekki fengið hljómgrunn, með þeim rökum að krafan hafi verið sett fram of seint til að hægt væri að gera reglubreytingu fyrir HM. Handboltasérfræðingurinn og fyrrverandi landsliðskonan Annika Wiel Hvannberg leggur áherslu á að óskin sé ekki ný af nálinni og kaupir ekki skýringuna. „Mér finnst þetta vera hræðilegt. Ég ótrúlega pirruð,“ sagði Hvannberg í Morgonstudion á SVT. Af hverju er þetta umræðuefni? „Það er svo fáránlegt og hræðilegt að þetta skuli yfirhöfuð vera gert að umræðuefni,“ segir Hvannberg og bætti við: „Við erum með konur sem spila á hæsta stigi, eiga þær að þurfa að finna fyrir óþægindum við að spila leik vegna hættu á að það blæði í gegn?“ sagði Hvannberg. Norskir og sænskir fjölmiðlar hafa skrifað um málið og fengið viðbrögð frá landsliðskonum sínum sem eru allar á sama máli. Þær ættu ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því að vera í hvítum buxum þegar tíðarhringurinn byrjar óvænt. View this post on Instagram A post shared by SVT Sport (@svtsport) HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira
Alþjóðahandboltasambandið var ekki tilbúið að hlusta á áhyggjur handboltakvenna og þær eru því skyldaðar að spila í buxum sem flestir vilja ekki sjá. Hvítu stuttbuxurnar verða áfram notaðar, þrátt fyrir að meðal annars sænsku og norsku HM-leikmennirnir hafi sérstaklega beðið um að þær yrðu teknar úr notkun. Mjög ósátt Sérfræðingur Radiosporten í handbolta var mjög ósáttur með þessa niðurstöðu. View this post on Instagram A post shared by Radiosporten (@radiosporten) Fyrr í haust sendu skandinavísku samböndin sameiginlega beiðni til alþjóðasambandsins – með kröfu um að losna við hvítu stuttbuxurnar fyrir HM – til að forðast óþægindi og óöryggi hjá leikmönnum sem eru á blæðingum. Aftonbladet sagði frá því að beiðnin hafi ekki fengið hljómgrunn, með þeim rökum að krafan hafi verið sett fram of seint til að hægt væri að gera reglubreytingu fyrir HM. Handboltasérfræðingurinn og fyrrverandi landsliðskonan Annika Wiel Hvannberg leggur áherslu á að óskin sé ekki ný af nálinni og kaupir ekki skýringuna. „Mér finnst þetta vera hræðilegt. Ég ótrúlega pirruð,“ sagði Hvannberg í Morgonstudion á SVT. Af hverju er þetta umræðuefni? „Það er svo fáránlegt og hræðilegt að þetta skuli yfirhöfuð vera gert að umræðuefni,“ segir Hvannberg og bætti við: „Við erum með konur sem spila á hæsta stigi, eiga þær að þurfa að finna fyrir óþægindum við að spila leik vegna hættu á að það blæði í gegn?“ sagði Hvannberg. Norskir og sænskir fjölmiðlar hafa skrifað um málið og fengið viðbrögð frá landsliðskonum sínum sem eru allar á sama máli. Þær ættu ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því að vera í hvítum buxum þegar tíðarhringurinn byrjar óvænt. View this post on Instagram A post shared by SVT Sport (@svtsport)
HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira