Hvernig stendur á þessum hörmungunum? Halldór Gunnarsson skrifar 28. janúar 2024 17:00 Þessa daga er heimsbyggðin að horfa á vægðarlausar aftökur saklausra manneskja í Ísrael og á Gaza-ströndinni. Hvernig getur svona gerst? Förum aftur í tímann til Þýskalands nazismans, þegar Hitler tókst að höfða til þjóðerniskenndar Þjóðverja og spila á hugmyndir um yfirburði eins kynþáttar umfram annarra. Í leiðinni fann hann kynþátt sem var sökudólgurinn fyrir öllu því sem aflaga fór í Þýskalandi – gyðinga. Jarðvegur skapaðist fyrir grimmdarlegustu þjóðernishreinsanir í sögunni. Hér væri vert að staldra við og skoða hvernig íslensk yfirvöld tóku á móti gyðingum á flótta, það minnir um margt á viðhorfin til palestínskra flóttamanna í dag. Látum það kjurt liggja – í bili. Að seinni heimstyrjöld lokinni, stóð heimurinn sakbitinn frammi fyrir þeirri spurningu hvernig og hvar mætti finna gyðingum sem þjóð öruggt skjól. Hugmyndin um að gyðingar flyttu aftur til „landsins helga“ hljómaði fallega í eyrum hins kristna heims. Bretar, sem höfðu öll tök á svæðinu, ásamt öðrum vesturveldum beittu sér fyrir þessari lausn, sem varð síðan lendingin. Ísrealsríki varð í framhaldinu alþjóðlega viðurkennt ríki og öllum var létt, eða hvað? Það var eitt „smá“ vandamál; á því landi í Palestínu sem var ætlað Ísraelsríki, bjó fólk, Arabar að vísu, sem höfðu ekki skilning á öðru en að landið væri þeirra og veittu vopnaða viðspyrnu, en máttu sín lítils. Gyðingar víðsvegar að streymdu til landsins helga og brátt var ljóst að það þyrfti meira land og til að gera langa sögu stutta hefur Ísrael lagt undir sig meira og meira land allt til dagsins í dag og byggt múra sem eiga að aðskilja þjóðirnar tvær og haldið Palestínumönnum í því sem oft er kallað stærsta fangelsi í heimi. Hér kemur í ljós að kynþáttahyggjan er ekki bundin við eina þjóð fremur en aðra. Þeir Arabar sem tóku því ekki með þegjandi að vera sviptir heimilum sínum og veittu mótspyrnu, fengu stimpilinn hryðjuverkamenn, enda var við „Guðs útvöldu þjóð“ að etja, og umheimurinn hafði ekki mikla samúð með sjónarmiðum Palestínumanna. Þeir gyðingar sem fluttu til Palestínu gerðu það að sjálfsögðu í góðri trú og þyrsti í öruggt skjól fyrir sig og börnin sín eftir undangengnar hörmungar. Þessi yfirsjón að virða að vettugi búseturétt Palestínumanna á eigin landi, hefur gert þessa mórölsku lausn Vesturveldanna að dauðagildru saklausra borgara, Palestínumanna sem gyðinga. Átökin nú sýna það svart á hvítu. Landnám Ísraels og ofbeldisfull aðferðafræðin við það hefur fætt af sér magnað hatur meðal Palestínumanna með skelfilegum afleiðingum fyrir saklausa borgara í Ísrael. Því hefur verið svarað með að drepa sem flesta hatursmenn, og börn drepin í leiðinni í nafni sjálfsvarnar. Hth Það eykur aðeins á hatrið og undirbýr jarðveginn fyrir frekari grimmdarverk. Sjái Ísrael þetta ofbeldi sem lausn á vítahringnum og vilji fara þá leið til enda, dugir ekkert minna en að útrýma Palestínumönnum alveg, og bendir margt til þess að það sé sú leið sem hafi verið valin. Alþjóðadómstóllinn í Haag, telur með nýlegum úrskurði að slíkt sé alls ekki útilokað og ástæða til að skoða betur. Eina leiðin útúr þessu hörmulega ástandi virðist vera hin margumrædda tveggja ríkja lausn sem ráðamönnum í Ísrael er því miður mjög á móti skapi, eða samfélag þar sem allir hafi sama rétt, burtséð frá trú eða kynþætti. Má þar nefna dæmið þegar endir var bundinn á aðskilnaðarstefnuna í Suður-Afríku. En er það kannski til of mikils mælst? Höfundur er tónlistarmaður og textasmiður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Þessa daga er heimsbyggðin að horfa á vægðarlausar aftökur saklausra manneskja í Ísrael og á Gaza-ströndinni. Hvernig getur svona gerst? Förum aftur í tímann til Þýskalands nazismans, þegar Hitler tókst að höfða til þjóðerniskenndar Þjóðverja og spila á hugmyndir um yfirburði eins kynþáttar umfram annarra. Í leiðinni fann hann kynþátt sem var sökudólgurinn fyrir öllu því sem aflaga fór í Þýskalandi – gyðinga. Jarðvegur skapaðist fyrir grimmdarlegustu þjóðernishreinsanir í sögunni. Hér væri vert að staldra við og skoða hvernig íslensk yfirvöld tóku á móti gyðingum á flótta, það minnir um margt á viðhorfin til palestínskra flóttamanna í dag. Látum það kjurt liggja – í bili. Að seinni heimstyrjöld lokinni, stóð heimurinn sakbitinn frammi fyrir þeirri spurningu hvernig og hvar mætti finna gyðingum sem þjóð öruggt skjól. Hugmyndin um að gyðingar flyttu aftur til „landsins helga“ hljómaði fallega í eyrum hins kristna heims. Bretar, sem höfðu öll tök á svæðinu, ásamt öðrum vesturveldum beittu sér fyrir þessari lausn, sem varð síðan lendingin. Ísrealsríki varð í framhaldinu alþjóðlega viðurkennt ríki og öllum var létt, eða hvað? Það var eitt „smá“ vandamál; á því landi í Palestínu sem var ætlað Ísraelsríki, bjó fólk, Arabar að vísu, sem höfðu ekki skilning á öðru en að landið væri þeirra og veittu vopnaða viðspyrnu, en máttu sín lítils. Gyðingar víðsvegar að streymdu til landsins helga og brátt var ljóst að það þyrfti meira land og til að gera langa sögu stutta hefur Ísrael lagt undir sig meira og meira land allt til dagsins í dag og byggt múra sem eiga að aðskilja þjóðirnar tvær og haldið Palestínumönnum í því sem oft er kallað stærsta fangelsi í heimi. Hér kemur í ljós að kynþáttahyggjan er ekki bundin við eina þjóð fremur en aðra. Þeir Arabar sem tóku því ekki með þegjandi að vera sviptir heimilum sínum og veittu mótspyrnu, fengu stimpilinn hryðjuverkamenn, enda var við „Guðs útvöldu þjóð“ að etja, og umheimurinn hafði ekki mikla samúð með sjónarmiðum Palestínumanna. Þeir gyðingar sem fluttu til Palestínu gerðu það að sjálfsögðu í góðri trú og þyrsti í öruggt skjól fyrir sig og börnin sín eftir undangengnar hörmungar. Þessi yfirsjón að virða að vettugi búseturétt Palestínumanna á eigin landi, hefur gert þessa mórölsku lausn Vesturveldanna að dauðagildru saklausra borgara, Palestínumanna sem gyðinga. Átökin nú sýna það svart á hvítu. Landnám Ísraels og ofbeldisfull aðferðafræðin við það hefur fætt af sér magnað hatur meðal Palestínumanna með skelfilegum afleiðingum fyrir saklausa borgara í Ísrael. Því hefur verið svarað með að drepa sem flesta hatursmenn, og börn drepin í leiðinni í nafni sjálfsvarnar. Hth Það eykur aðeins á hatrið og undirbýr jarðveginn fyrir frekari grimmdarverk. Sjái Ísrael þetta ofbeldi sem lausn á vítahringnum og vilji fara þá leið til enda, dugir ekkert minna en að útrýma Palestínumönnum alveg, og bendir margt til þess að það sé sú leið sem hafi verið valin. Alþjóðadómstóllinn í Haag, telur með nýlegum úrskurði að slíkt sé alls ekki útilokað og ástæða til að skoða betur. Eina leiðin útúr þessu hörmulega ástandi virðist vera hin margumrædda tveggja ríkja lausn sem ráðamönnum í Ísrael er því miður mjög á móti skapi, eða samfélag þar sem allir hafi sama rétt, burtséð frá trú eða kynþætti. Má þar nefna dæmið þegar endir var bundinn á aðskilnaðarstefnuna í Suður-Afríku. En er það kannski til of mikils mælst? Höfundur er tónlistarmaður og textasmiður.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun