Fréttamynd

Jólin verða dýrari en í fyrra

Jólin eru alltaf dýr og verða enn dýrari í ár. Það er skárra að vita af því núna en þegar jólahúllumhæið stendur sem hæst og ekki úr vegi að nota þetta átakanlega niðurdrepandi veður til undirbúnings svo tryggja megi sem notalegust jól.

Skoðun
Fréttamynd

Óttast að græðgi hægi á lækkun eldsneytisverðs

Formaður FÍB óttast að græðgi hægi á lækkun eldsneytisverðs hér á landi. Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði um 9,5 prósent í gær og aftur um rúm þrjú prósent í dag. Innlendar bensínstöðvar hafa flestar lækkað lítraverð sitt um tvær og hálfa krónu í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verðbólga mælist 8,8 prósent

Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 8,8 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því á haustmánuðum 2009.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fólk eigi ekki að þurfa að fresta lífinu

Verðbólguhorfur fara versnandi og ekki gert ráð fyrir að seðlabankinn nái markmiðum sínum fyrr en 2025. Forseti Alþýðusambandsins segir að fasteignaverð sé vandamálið; stjórnvöld séu fyrir löngu búin að missa stjórn á húsnæðismarkaðnum.

Innlent
Fréttamynd

Heimilis­fjár­mál í verð­bólgu og hækkandi vöxtum

Það ætlaði allt um koll að keyra fyrir um fimm árum þegar viðtal við ástralska fasteignabraskarann Tim Gurner birtist í 60 mínútum. Gurner sagði ungt fólk eiga mun greiðari leið inn á fasteignamarkaðinn ef það hættir bara að skófla í sig ristuðu brauði með avókadó, eða lárperu eins og við í tilgerðarlegri kantinum köllum hana.

Skoðun
Fréttamynd

Óttast að verið sé að ganga of langt

Aðalhagfræðingur Stefnis óttast að verið sé að ganga of langt til að kæla fasteignamarkaðinn. Hann segir verðbólguna geta farið að sjatna þegar daginn tekur að stytta.

Innlent
Fréttamynd

Takk Seðla­banka­stjóri

Þau stórmerkilegu tíðindi gerðust í gær að í fyrsta skipti kom fram seðlabankastjóri sem hafði kjark og þor til að benda á það augljósa að verðtryggð húsnæðislán séu í raun stórhættuleg og kalli fram mikla áhættusækni hjá neytendum.

Skoðun
Fréttamynd

„Verið að segja við almenning, þetta er hættulegt fyrir ykkur“

Seðlabankinn vill að lánastofnanir gefi skýrari upplýsingar um greiðslubyrði fasteignalána og hefur í fyrsta skipti gefið út viðmið við útreikning þeirra. Seðlabankastjóri segir þetta gert svo fólk taki ekki verðtryggð lán á röngum forsendum. Fyrstu kaupendur þurfa að leggja meira út en áður.

Innlent
Fréttamynd

350 króna múrinn fallinn

Bensínlítrinn er nú víða kominn yfir 350 krónur í kjölfar umtalsverðra hækkana seinustu misseri. Samkvæmt gögnum frá Gasvaktinni reið Orkan á vaðið á mánudag og hækkaði verð á flestum stöðvum sínum um 11,5 krónur úr 343,4 krónum í 354,9 krónur á lítrann.

Neytendur
Fréttamynd

Matarkarfan hækkar um allt að 16,6 prósent

Matar- og drykkjarvörur hafa hækkað um allt að 16,6% á síðustu sjö mánuðum. Þetta sýnir ný verðlagskönnun Alþýðusambands Íslands sem birt var í dag en í átta af átta verslunum sem könnunin nær til hækkað vörukarfa ASÍ.

Neytendur
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.