Málefni trans fólks

Fréttamynd

„Ég hef aldrei gefið neinum leyfi til þess að nauðga mér“

Ung trans kona sem brotið var á tvívegis á árinu segir ákveðna nauðgunarmenningu ríkja hér á landi með tilliti til trans kvenna. Hún segir að litið sé á þær sem einhvers konar blæti og að varpa þurfi ljósi á vandann. Opna þurfi umræðuna um málefni trans kvenna þar sem margt er ekki í lagi. 

Innlent
Fréttamynd

Ban­vænasta árið frá upp­hafi mælinga

Haldið er upp á minningar­dag trans fólks víða um heim í dag og þar er Ís­land ekki undan­skilið. Dagurinn er helgaður minningunni um trans fólk sem hefur verið myrt eða svipt sig lífi í gegnum tíðina.

Innlent
Fréttamynd

Neitar að hafa kallað trans­ konu „karl í kerlinga­pels“

Aðalmeðferð í máli fyrrum dyravarðar skemmtistaðarins Hverfisbarsins, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Dyravörðurinn er ákærður fyrir brot á lögum vegna mismununar, fyrir að hafa meinað Sæborgu Ninju Urðardóttur aðgang að skemmtistaðnum.

Innlent
Fréttamynd

Chappelle sakaður um transfóbíu

Forsvarsmenn Netflix eru undir þrýstingi um að fjarlægja nýjustu sýningu grínistans Dave Chappelle af streymisveitunni vegna ummæla hans um trans-fólk. Í sýningunni, sem heitir The Closer, lýsir Chappelle yfir stuðningi við rithöfundinn JK Rowling, sem hefur einnig verið sökuð um transfóbíu, og sagði kyn vera staðreynd.

Erlent
Fréttamynd

Transkona skráð aftur í herinn eftir sjálfsvíg hennar

Dómstóll í Suður-Kóreu hefur komist að þeirri niðurstöðu að skrá eigi unga transkonu sem svipti sig lífi eftir að hafa verið rekin úr hernum, aftur í herinn. Sú ákvörðun að reka liðþjálfann Byun Hui-su úr hernum árið 2019 hefur því verið felld niður.

Erlent
Fréttamynd

Metfjöldi umsagna um frumvarp sem bannar bælingarmeðferð

Metfjöldi umsagna hefur borist um frumvarp stjórnvalda á Nýja-Sjálandi sem bannar svokallaðar bælingarmeðferðir (e. conversion therapy) gegn samkynhneigð. Stuðningsmenn eru vongóðir um að meirihluti umsagnaraðila séu fylgjandi frumvarpinu.

Erlent
Fréttamynd

Bein útsending: Hinsegin Alþingi 2021

Samtökin '78 efna til fundar í dag með fulltrúum þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis. Yfirskriftin er „Hinsegin Alþingi 2021“ og að loknum framsögum mun þátttakendum gefast kostur á að spyrja frambjóðendurna spjörunum úr.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Unaður hinsegin fólks

Kynfræðsla er almennt ekki upp á marga fiska og það á ekki síst við um fræðslu þar sem fjallað er um kynlíf hinsegin fólks. „Það hefur vantað upp á fjalla um mismunandi líkama og mismunandi kynhneigðir,“ segir Unnsteinn Jóhannsson, nemi í kynfræði.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Hinsegin 101 fyrir hinsegin fólk

Gengin er í garð hin litríka hátíð hinsegin og alls konar fólks og margt forvitnilegt á dagskrá Hinsegin daga að vanda. Vegna Covid-19 verður takmarkaður sætafjöldi í boði á fræðslufundi en þeim verður streymt á netinu, öllum til ánægju og upplýsingar.

Innlent
Fréttamynd

Forseti Tékklands segir trans fólk „viðbjóðslegt“

Milos Zeman, forseti Tékklands, kallaði trans fólk „viðbjóðslegt“ í viðtali við CNN Prima News í gær. Tilefnið var umræða um ný lög í Ungverjalandi, sem banna allt kennsluefni sem er talið „auglýsa“ samkynhneigð og hugmyndir um að fólk geti verið annars kyns en líffræðilegt kyn gefur til kynna.

Erlent
Fréttamynd

Alexandra Briem næsti for­seti borgar­stjórnar

Alexandra Briem mun taka við embætti forseta borgarstjórnar Reykjavíkur þriðjudaginn 18. maí næstkomandi af Pawel Bartozek sem hefur gegnt embættinu frá árinu 2019. Alexandra verður fyrsta trans konan til þess að gegna embættinu.

Innlent
Fréttamynd

Banna meðferð fyrir transbörn

Ríkisþing Arkansas í Bandaríkjunum ógilti neitunarvald ríkisstjórans og samþykkti bann við læknismeðferð fyrir transbörn í ríkinu. Með lögunum verður læknum bannað að veita transbörnum yngri en átján ára hormónameðferð eða skera þau upp.

Erlent