Joe Biden

Fréttamynd

Kosningafrumvarp Demókrata stöðvað í þriðja sinn

Öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins gerðu í kvöld þriðju tilraunina til að greiða atkvæði um kosningafrumvarp þeirra og í þriðja sinn komu Repúblikanar í veg fyrir umræðu og atkvæðagreiðslu um frumvarpið.

Erlent
Fréttamynd

Lofts­lags­á­ætlun Bidens í vanda

Metnaðarfull loftslagsaðgerðaáætlun Joes Biden Bandaríkjaforseta virðist vera að sigla í strand. Fjármögnun orkuskipta, sem var einn burðarstólpa áætlunarinnar, verður líklega felld út úr fjárlagafrumvarpi sem nú er í meðferð í öldungadeild Bandaríkjaþings.

Erlent
Fréttamynd

Eygja samkomulag til að forðast efnahagslegar hörmungar

Demókratar og repúblikanar á Bandaríkjaþingi færðust nær samkomulagi um tímabundna hækkun skuldaþaks ríkissjóðs. Bandaríkin gætu lent í sögulegu greiðsluþroti síðar í þessum mánuði sem er talið myndu hafa hörmulegar afleiðingar í för með sér verði þakið ekki hækkað.

Erlent
Fréttamynd

Biden segir repúblikana í „rússneskri rúllettu“ með hagkerfið

Repúblikanar á Bandaríkjaþingi bera ábyrgðina á því ef ríkissjóður Bandaríkjanna getur ekki staðið við skuldbindingar sínar síðar í þessum mánuði, að sögn Joes Biden Bandaríkjaforseta. Flokkarnir tveir deila enn hart um svonefnt skuldaþak sem verður að hækka ef Bandaríkin ætla ekki að lenda í sögulegum vanskilum.

Erlent
Fréttamynd

NASA horfir lengra út í geim

Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa ákveðið að gera breytingar á starfseminni, sem eiga að stjórna áherslum opinberra geimferða næstu áratugina. Markmiðið er að leggja meiri áherslu á lengri geimferðir og þróun tækni sem þarf til þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkin skrefinu nær vanskilum

Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins felldu í gær frumvarp sem ætlað var að tryggja áframhaldandi rekstur Bandaríkjastjórnar og koma í veg fyrir vanskil ríkisins. Til stendur að reyna aftur að koma frumvarpinu í gegn í vikunni.

Erlent
Fréttamynd

Umdeild endurskoðun í Arizona staðfestir sigur Biden

Sex mánaða löng og afar umdeild endurskoðun einkafyrirtækis á úrslitum bandarísku forsetakosninganna í Arizona sem repúblikanar létu fara fram sýndi að opinber úrslit voru rétt. Stofnað var til könnunarinnar vegna samsæriskenninga um að stórfelld svik hefðu kostað Donald Trump sigurinn í Arizona og fleiri ríkjum.

Erlent
Fréttamynd

Biden og Macron vilja byggja upp traust aftur

Sendiherra Frakklands mun snúa aftur til Washington DC í næstu viku. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, kallaði sendiherrann heim eftir að Bandaríkjamenn, Ástralar og Bretar tilkynntu nýjan varnarsáttmála.

Erlent
Fréttamynd

Biden lagði áherslu á samvinnu í skugga deilna við bandamenn

Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði þjóðir heims þurfa að vinna saman sem aldrei fyrr í fyrsta ávarpi sínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag. Kastast hefur í kekki á milli Bandaríkjastjórnar og hefðbundinna bandalagsríkja vegna brotthvarfsins frá Afganistan og umdeilds kafbátasamnings við Ástrali.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkin slaka á ferðabanni til landsins

Yfirvöld í Bandaríkjunum munu frá og með nóvember næstkomandi slaka á ferðabanni til landsins sem verið hefur í gildi frá því í mars á síðasta ári.  Fullbólusettir íslenskir ferðamenn munu því að öllum líkindum geta ferðast til Bandaríkjanna á ný eftir langt hlé.

Erlent
Fréttamynd

Óbólusettir ellefu sinnum líklegri til að deyja

Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) segir óbólusetta vera ellefu sinnum líklegri til að deyja vegna Covid-19 en þeir sem hafa verið bólusettir. Þetta kemur fram í nýjum rannsóknum sem stofnunin opinberaði í gær og sýna að bóluefnin draga verulega úr alvarlegum veikindum og koma í veg fyrir dauðsföll.

Erlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.