Bein útsending: Trump sver embættiseið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. janúar 2025 08:48 Dagur Trump hefst snemma, með messu í St. John's Church. Getty/Kevin Dietsch Donald Trump mun sverja embættiseið sem 47. forseti Bandaríkjanna í dag, klukkan 17 að íslenskum tíma. Athöfnin fer fram í þinghúsinu í Washington D.C. og hefst hálftíma fyrr. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1985 sem athöfnin fer fram innanhúss en þá var innsetning Ronald Reagan haldin innandyra. Ástæðan þá var sú sama og nú; slæm veðurspá. Trump tilkynnti á föstudag að engin skrúðganga yrði farin líkt og venja er en gestum boðið að fylgjast með innsetningarhátíðinni í Capital One Arena. Forsetinn verðandi sagðist myndu koma þar við eftir athöfnina. Innsetningin hefst á tónlistaratriðum og blessun og þá mun hæstaréttardómarinn Brett Kavanaugh, sem Trump tilefndi á fyrra kjörtímabili sínu, taka eiðinn af varaforsetaefninu J.D. Vance. Kántrísöngkonan Carrie Underwood mun í kjölfarið syngja America the Beautiful. Að því loknu mun Trump sverja embættiseiðinn, undir vökulu auga John Roberts forseta hæstaréttar. Því næst verður sunginn The Battle Hymn of the Republic og þá flytur Trump innsetningarræðu sína. Sagður munu skrifa undir 100 tilskipanir strax í dag Að hátíðarhöldunum loknum heldur Trump í Hvíta húsið, þar sem hann hyggst skrifa undir fjölda foretatilskipana. Þær eru sagðar munu telja yfir hundrað, sem er metfjöldi. Fyrra metið átti Joe Biden, fráfarandi forseti, sem skrifaði undir sautján forsetatilskipanir þegar hann tók við embætti 2021. Trump hefur sagst munu binda enda á það að þeir sem fæðast í Bandaríkjunum fái sjálfkrafa ríkisborgararétt.Getty/Kayla Bartkowski Trump hefur heitið því að vinda ofan af fjölda embættisgjörða Biden og hefur einnig sagst munu hefja „umfangsmestu brottflutningsaðgerð í sögu Bandaríkjanna“ strax á fyrsta degi. Ólöglegir innflytjendur í Bandaríkjunum eru taldir vera um ellefu milljónir talsins og þarf af eru um 500 þúsund á sakskrá. Forsetinn verðandi hyggst einnig lýsa yfir neyðarástandi á landamærunum að Mexíkó og leggja 25 prósent skatt á allan innflutning frá Mexíkó og Kanada. Þá ætlar hann einnig að náða þá sem hafa fengið dóm í tengslum við innrásina í þinghúsið 6. janúar 2021. Trump hefur einnig sagst munu stuðla að því að boranir eftir jarðefnaeldsneytum fari aftur á fullt skrið og hefur einnig fullyrt að hann hyggist fá Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta að samningaborðinu strax á fyrsta degi. Þá munu menn horfa til þess hvort forsetinn verðandi gefur út tilskipanir er varða réttindi trans fólks eða niðurskurð fjárveitinga til skóla sem fara gegn hugmyndum hans í kennslu eða reglusetningu. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Mest lesið Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Innlent Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Erlent Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Erlent Evrópa þurfi að vígbúast Erlent Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Innlent „Verður að skýrast í þessari viku“ Innlent Fleiri fréttir Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1985 sem athöfnin fer fram innanhúss en þá var innsetning Ronald Reagan haldin innandyra. Ástæðan þá var sú sama og nú; slæm veðurspá. Trump tilkynnti á föstudag að engin skrúðganga yrði farin líkt og venja er en gestum boðið að fylgjast með innsetningarhátíðinni í Capital One Arena. Forsetinn verðandi sagðist myndu koma þar við eftir athöfnina. Innsetningin hefst á tónlistaratriðum og blessun og þá mun hæstaréttardómarinn Brett Kavanaugh, sem Trump tilefndi á fyrra kjörtímabili sínu, taka eiðinn af varaforsetaefninu J.D. Vance. Kántrísöngkonan Carrie Underwood mun í kjölfarið syngja America the Beautiful. Að því loknu mun Trump sverja embættiseiðinn, undir vökulu auga John Roberts forseta hæstaréttar. Því næst verður sunginn The Battle Hymn of the Republic og þá flytur Trump innsetningarræðu sína. Sagður munu skrifa undir 100 tilskipanir strax í dag Að hátíðarhöldunum loknum heldur Trump í Hvíta húsið, þar sem hann hyggst skrifa undir fjölda foretatilskipana. Þær eru sagðar munu telja yfir hundrað, sem er metfjöldi. Fyrra metið átti Joe Biden, fráfarandi forseti, sem skrifaði undir sautján forsetatilskipanir þegar hann tók við embætti 2021. Trump hefur sagst munu binda enda á það að þeir sem fæðast í Bandaríkjunum fái sjálfkrafa ríkisborgararétt.Getty/Kayla Bartkowski Trump hefur heitið því að vinda ofan af fjölda embættisgjörða Biden og hefur einnig sagst munu hefja „umfangsmestu brottflutningsaðgerð í sögu Bandaríkjanna“ strax á fyrsta degi. Ólöglegir innflytjendur í Bandaríkjunum eru taldir vera um ellefu milljónir talsins og þarf af eru um 500 þúsund á sakskrá. Forsetinn verðandi hyggst einnig lýsa yfir neyðarástandi á landamærunum að Mexíkó og leggja 25 prósent skatt á allan innflutning frá Mexíkó og Kanada. Þá ætlar hann einnig að náða þá sem hafa fengið dóm í tengslum við innrásina í þinghúsið 6. janúar 2021. Trump hefur einnig sagst munu stuðla að því að boranir eftir jarðefnaeldsneytum fari aftur á fullt skrið og hefur einnig fullyrt að hann hyggist fá Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta að samningaborðinu strax á fyrsta degi. Þá munu menn horfa til þess hvort forsetinn verðandi gefur út tilskipanir er varða réttindi trans fólks eða niðurskurð fjárveitinga til skóla sem fara gegn hugmyndum hans í kennslu eða reglusetningu.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Mest lesið Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Innlent Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Erlent Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Erlent Evrópa þurfi að vígbúast Erlent Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Innlent „Verður að skýrast í þessari viku“ Innlent Fleiri fréttir Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Sjá meira