Spænski körfuboltinn

Fréttamynd

„Fannst ég hafa legið þarna í tvo tíma“

„Maður hlustaði ekki nógu vel á líkamann,“ segir Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hafði ekki getað æft með hefðbundnum hætti síðustu vikur áður en hann sleit krossband í hné á mánudagskvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Martin og félagar jöfnuðu metin

Martin Hermannsson og félagar hans í Valencia unnu góðan sjö stiga sigur er liðið heimsótti Baskonia í öðrum leik liðanna í fjórðungsúrslitum spænsku ACB-deildarinnar í körfubolta í kvöld, 81-89.

Körfubolti
Fréttamynd

Martin frá vegna meiðsla

Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson leikur ekki með liði sínu Valencia um helgina í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Martin er að glíma við meiðsli í hægri ökkla.

Körfubolti
Fréttamynd

Enn eitt tap Tryggva og félaga

Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Zaragoza máttu þola enn eitt tapið í spænsku ACB-deildinni í körfubolta í kvöld. Liðið tók á móti Joventut Badalona, en lokatölur urðu 77-63, gestunum í vil.

Körfubolti
Fréttamynd

Elvar vann stórsigur í Íslendingaslag | Tryggvi og félagar töpuðu

Elvar Már Friðriksson og félagar hans í Antwerp Giants unnu 32 stiga stórsigur gegn Þóri Þorbjarnarsyni og félögum hans í Zwolle í belgísku deildinni í körfubolta í kvöld, 102-70. Þá þurftu Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Zaragoza að sætta sig við tíu stiga tap gegn Gran Canaria á Spáni, 86-76.

Körfubolti
Fréttamynd

Valencia tapaði fyrir Breogan

Spænska úrvalsdeildarliðið Valencia Basket, sem Martin Hermannsson leikur með, þurfti að sætta sig við tap í deildinni í dag þegar að liðið lá á útivelli gegn Breogan. Lokatölur í leiknum urðu 99-82.

Körfubolti
Fréttamynd

Tryggvi skoraði 13 í tapi

Tryggvi Sbær Hlinason og félagar hans í Zaragoza máttu þola 21 stigs tap er liðið heimsótti Manresa í spænsku ACB-deildinni í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 94-73, en Tryggvi skoraði 13 stig fyrir gestina.

Körfubolti