Körfubolti

Tryggvi Snær og félagar höfðu betur í Íslendingaslagnum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason.
Tryggvi Snær Hlinason. Vísir/Getty

Íslensku landsliðsmennirnir í körfubolta, Tryggvi Snær Hlinason og Martin Hermannsson, voru í eldlínunni í einum af leikjum kvöldsins í spænsku úrvalsdeildinni.

Lið þeirra mættust þegar Tryggvi og félagar í Zaragoza fengu Valencia í heimsókn.

Martin spilaði nítján mínútur í leiknum og skoraði aðeins tvö stig en var þó atkvæðamikill í sóknarleik Valencia þar sem hann var stoðsendingahæsti leikmaður liðsins með sex stoðsendingar auk þess að taka tvö fráköst.

Hinumegin spilaði Tryggvi rúmar 22 mínútur; skoraði fimm stig og reif niður sjö fráköst.

Leiknum lauk með sigri Zaragoza, 86-75.

Valencia er í áttunda sæti deildarinnar á meðan Zaragoza er í því þrettánda en alls leika átján lið í spænsku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×