Körfubolti

Martin kom við sögu í sigri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Martin er farinn að spila á nýjan leik eftir meiðsli.
Martin er farinn að spila á nýjan leik eftir meiðsli. Sonia Canada/Getty Images

Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson kom við sögu í sigri Valencia á CB Granada í efstu deild spænska körfuboltans í dag. Martin er hægt og rólega að ná fyrri styrk eftir krossbandaslit.

Valencia vann leik dagsins með átta stiga mun, lokatölur 80-72. Liðinu gekk þó illa að hrista gestina frá Granada þó svo að Martin og félagar hafi alltaf verið skrefi á undan.

Martin spilaði alls 14 mínútur í leiknum. Skoraði hann 2 stig, tók 2 fráköst og gaf stoðsendingu.

Valencia er í 8. sæti ACB-deildarinnar en það er síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×