Körfubolti

Evrópureisa Söru Rúnar heldur á­fram: Eng­land, Rúmenía, Ítalía og núna Spánn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Rún Hinriksdóttir er í leiðtogahlutverki hjá íslenska landsliðinu.
Sara Rún Hinriksdóttir er í leiðtogahlutverki hjá íslenska landsliðinu. Vísir/Hulda Margrét

Íslenska landsliðskonan Sara Rún Hinriksdóttir er búin að finna sér nýtt lið til að spila fyrir á næstu leiktíð.

Sara Rún segir skilið við Ítalíu og semur við spænska úrvalsdeildarfélagið AE Sedis Basquet.

Sara staðfestir vistaskipti sín í viðtali við karfan.is.

Sara Rún lék með ítalska félaginu Faenza Basket Project á síðustu leiktíð. Liðið endaði í tíunda sæti deildarinnar og Sara var með 8,8 stig og 2,2 fráköst að meðaltali í leik.

Hún hafði áður spilað með CS Phoenix Constanta í Rúmeníu og Leicester Riders á Englandi auk þess að spila með Canisius háskólanum í Bandaríkjunum í fjögur ár frá 2015 til 2019.

Hún nær því núna að spila í fimm Evrópulöndum á fjórum tímabilum því auk þess að spila í Emglandi, Rúmeníu og á Ítalíu þá kláraði hún 2020-21 tímabilið með Haukum heima á Íslandi.

Nú fær hún tækifæri til að spila í sterkri deild á Spáni en spænska kvennalandsliðið varð í öðru sæti á Evrópumótinu sem fór fram fyrr í sumar.

Spænska liðið er frá La Seu d'Urgell sem er tólf þúsund manna bær í norðurhluta Katalóníu, rétt við landamæri Andorra.

Sedis endaði í sjöfuna sæti í spænsku deildinni í fyrravetur en hafði tímabilið áður endaði í fjórða sæt og komist í úrslitakeppnina.

Besti árangur liðsins var tímabilið 2018-19 þegar liðið endaði í þriðja sæti í deildinni og komst í undanúrslit úrslitakeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×