Körfubolti

Martin á leið í sumarfrí

Atli Arason skrifar
Martin Hermannsson skoraði tíu stig í dag.
Martin Hermannsson skoraði tíu stig í dag. Vísir/Getty

Martin Hermannsson og liðsfélagar hans í Valcenia sáu aldrei til sólar í 25 stiga tapi gegn Barcelona, 64-87.

Valencia skoraði fyrstu körfu leiksins og var það í eina skipti sem liðið hafði forskotið í þessum leik því Barcelona tók öll völd í kjölfarið og vann alla fjóra leikhlutana, 13-16, 13-17, 19-24 og 19-20.

Þrátt fyrir að spila aðeins átta mínútur skoraði Martin 10 stig í leiknum ásamt því að taka eitt frákast en Martin var næst stigahæsti leikmaður Valencia í leiknum á eftir kananum Jared Harper sem gerði 12 stig.

Var þetta annar leikur liðanna í 8-liða úrslitum en Barcelona vann einnig fyrri viðureignina, 84-74 og eru drengirnir frá Katalóníu því komnir áfram í undanúrslitin á meðan Martin og félagar eru á leið í sumarfí.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.