Jón Axel um skiptin til Alicante: Eitt skref til baka til að taka tvö skref áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. september 2023 07:01 Jón Axel Guðmundsson er mættur til Spánar. Vísir/Hulda Margrét Körfuboltamaðurinn Jón Axel Guðmundsson segist hafa ákveðið að taka eitt skref til baka á sínum ferli í von um að komast á hærra stig. Jón Axel samdi nýverið við spænska B-deildarliðið Alicante. Hann var síðast á mála hjá Pesaro á Ítalíu en hefur einnig spilað í Þýskalandi, hér á landi sem og í Bandaríkjunum þar sem hann var í háskóla. Þá tók hann þátt í sumardeild NBA árið 2021. „Þeir voru búnir að virkilega ákafir að fá mig í allt sumar. Fann að þjálfarinn vildi mikið fá mig og var tilbúinn að gefa mér mikið traust inn á vellinum. Ákvað að fara og reyna fá stærra hlutverk en það sem maður hefur verið að fá síðustu ár.“ „Taka eitt skref til baka til að taka tvö skref áfram. Markmiðið er að fara upp í efstu deild. Við erum búnir að púsla saman liði til að gera það held ég, fá fullt af leikmönnum sem hafa verið á góðu róli í stærri deildum í Evrópu. Það er alveg klárt markmið hjá öllum hvað við ætlum að gera í ár.“ Alicante endaði í 9. sæti B-deildarinnar á síðustu leiktíð og tapaði í umspili um sæti í efstu deild. Jón Axel verður ekki fyrst Íslendingurinn til að spila með liðinu en Ægir Þór Steinarsson, annar landsliðsmaður, gerði það á síðustu leiktíð. „Sat lengi á þessu með Alicante, þeir voru ekki alltof sáttir með að ég væri að láta þá bíða. Það var komið „deadline“ hjá þeim og þá ákvað að það væri langbest að taka eitt svona tímabil og svo ef þú ert að standa þig vel er hægt að kaupa þig annað.“ Alicante er vinsæll ferðamannastaður hér á landi og ekki skemmir það fyrir. „Maður er búinn að fá mikið af símtölum frá vinum og ættingjum að þetta sé í fyrsta skipti sem maður er í auðveldu flugi frá Íslandi þannig vonandi koma eins margir og mögulega geta að heimsækja mann út í sólina,“ sagði Jón Axel að endingu. Körfubolti Spænski körfuboltinn Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Fótbolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Fleiri fréttir ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Sjá meira
Jón Axel samdi nýverið við spænska B-deildarliðið Alicante. Hann var síðast á mála hjá Pesaro á Ítalíu en hefur einnig spilað í Þýskalandi, hér á landi sem og í Bandaríkjunum þar sem hann var í háskóla. Þá tók hann þátt í sumardeild NBA árið 2021. „Þeir voru búnir að virkilega ákafir að fá mig í allt sumar. Fann að þjálfarinn vildi mikið fá mig og var tilbúinn að gefa mér mikið traust inn á vellinum. Ákvað að fara og reyna fá stærra hlutverk en það sem maður hefur verið að fá síðustu ár.“ „Taka eitt skref til baka til að taka tvö skref áfram. Markmiðið er að fara upp í efstu deild. Við erum búnir að púsla saman liði til að gera það held ég, fá fullt af leikmönnum sem hafa verið á góðu róli í stærri deildum í Evrópu. Það er alveg klárt markmið hjá öllum hvað við ætlum að gera í ár.“ Alicante endaði í 9. sæti B-deildarinnar á síðustu leiktíð og tapaði í umspili um sæti í efstu deild. Jón Axel verður ekki fyrst Íslendingurinn til að spila með liðinu en Ægir Þór Steinarsson, annar landsliðsmaður, gerði það á síðustu leiktíð. „Sat lengi á þessu með Alicante, þeir voru ekki alltof sáttir með að ég væri að láta þá bíða. Það var komið „deadline“ hjá þeim og þá ákvað að það væri langbest að taka eitt svona tímabil og svo ef þú ert að standa þig vel er hægt að kaupa þig annað.“ Alicante er vinsæll ferðamannastaður hér á landi og ekki skemmir það fyrir. „Maður er búinn að fá mikið af símtölum frá vinum og ættingjum að þetta sé í fyrsta skipti sem maður er í auðveldu flugi frá Íslandi þannig vonandi koma eins margir og mögulega geta að heimsækja mann út í sólina,“ sagði Jón Axel að endingu.
Körfubolti Spænski körfuboltinn Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Fótbolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Fleiri fréttir ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Sjá meira