Körfubolti

Tryggvi Snær drjúgur í sigri Zaragoza

Smári Jökull Jónsson skrifar
Tryggvi Snær átti fínan leik í dag.
Tryggvi Snær átti fínan leik í dag. Vísir/Getty

Tryggvi Snær Hlinason átti fínan leik fyrir Zaragoza sem vann góðan sigur á Joventut Badalona í spænska körfuboltanum í dag. Lið Zaragoza siglir nokkuð lygnan sjó í ACB-deildinni.

Fyrir leikinn í dag var Zaragoza í 13. sæti deildarinnar en Joventut í 7. sæti sem færir liðinu úrslitakeppnissæti. Zaragoza á hins vegar ekki möguleika á að ná efstu átta sætunum en er einnig í góðri fjarlægð frá fallliðunum.

Zaragoza var tveimur stigum yfir eftir fyrsta leikhluta í dag en átti frábæran annan leikhluta sem skilaði liðinu fjórtán stiga forskoti í hálfleik. Staðan þá 43-29.

Liðsmenn Joventut Barcelona reyndu að saxa á forskot Zaragoza eftir hlé en gekk brösuglega. Fyrir lokafjórðunginn var munurinn tólf stig og Tryggvi Snær og félagar í góðri stöðu. Í fjórða leikhluta náði lið Zaragoza síðan að sigla sigrinum í höfn. Munurinn fór mest niður í sjö stig en lengra komust gestirnir ekki. Lokatölur 87-77.

Tryggvi Snær átti fínan leik í liði Zaragoza. Hann spilaði tæpar tuttugu mínútur, skoraði 9 stig og tók sex fráköst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×