Lengsta sumarfríið sem Tryggvi hefur fengið í atvinnumennskunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2023 11:00 Tryggvi Snær Hlinason treður boltanum í körfuna með tilþrifum í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Bára Tryggvi Snær Hlinason er spenntur fyrir nýju verkefni í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta en hann færði sig um set á Spáni í sumar. Tryggvi hefur verið leikmaður liðsins Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni frá árinu 2019 en tók þá ákvörðun að breyta til eftir nýafstaðna leiktíð sem var köflótt hjá liðinu. Hann kveðst hafa notið lengra sumarfrís en ella. „Ég var alveg svolítið fyrir norðan. Þetta var mjög ljúft sumarfrí og það lengsta sem ég hef fengið til þessa. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt en það er alltaf gott að byrja aftur. Mér fannst kominn tími til að byrja aftur enda ekki vanur að stoppa svona lengi. Það er gaman að vera kominn aftur af stað og byrja með strákunum,“ sagði Tryggvi Snær Hlinason í samtali við Val Pál Eiríksson. Spenntur fyrir næstu skrefum Hvernig metur hann síðasta tímabilið sitt með Zaragoza? „Þetta var svona ágætt ár allt í allt. Það var margt erfitt eins og það getur orðið í ACB en á endanum kláruðum við þetta nokkuð þægilega. Við enduðum á að tapa nokkrum leikjum í lokin sem var leiðinlegt. Ég get alveg verið sáttur við mín ár í Zaragoza og er bara spenntur fyrir næstu skrefum,“ sagði Tryggvi Snær. Tryggvi færi sig frá Zaragoza, vestar á norðurströnd Spánar, til Bilbao í Baskalandi. Hann mun spila með Bilbao Basket á komandi leiktíð. Nýr staður fyrir fjölskylduna að heimsækja „Ég farið þangað og spilað margoft. Ég farið í heimsókn þangað og þetta er mjög falleg borg og flott svæði. Fjölskyldan er mjög sátt að fá nýjan stað til að heimsækja. Ég er mjög spenntur og þekki þjálfarann vel. Í liðinu eru margir reynsluboltar úr ACB og ég er spenntur að sjá hvað við getum gert á næsta tímabili,“ sagði Tryggvi. Hvernig ber hann þetta Bilbao lið saman við Zaragoza liðið? „Þetta er svipaður kaliber og lið á svipuðu róli. Í ACB þá eru flest öll lið í þessum dúr. Í rauninni algjör happa og glappa hvar með enda síðan. Þetta er alveg lið sem getur komist í úrslitakeppnina og getur líka endað á því að berjast í fallbaráttu,“ sagði Tryggvi. Tryggvi er nú á fullu með íslenska landsliðinu sem er á leiðinni í umspil um sæti á Ólympíuleikunum sem hefst á laugardaginn kemur í Tyrklandi. Það má horfa á allt viðtalið við Tryggva hér fyrir neðan og hvað hann segir um þetta krefjandi verkefni með landsliðinu. Landslið karla í körfubolta Spænski körfuboltinn Mest lesið Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Körfubolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjá meira
Tryggvi hefur verið leikmaður liðsins Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni frá árinu 2019 en tók þá ákvörðun að breyta til eftir nýafstaðna leiktíð sem var köflótt hjá liðinu. Hann kveðst hafa notið lengra sumarfrís en ella. „Ég var alveg svolítið fyrir norðan. Þetta var mjög ljúft sumarfrí og það lengsta sem ég hef fengið til þessa. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt en það er alltaf gott að byrja aftur. Mér fannst kominn tími til að byrja aftur enda ekki vanur að stoppa svona lengi. Það er gaman að vera kominn aftur af stað og byrja með strákunum,“ sagði Tryggvi Snær Hlinason í samtali við Val Pál Eiríksson. Spenntur fyrir næstu skrefum Hvernig metur hann síðasta tímabilið sitt með Zaragoza? „Þetta var svona ágætt ár allt í allt. Það var margt erfitt eins og það getur orðið í ACB en á endanum kláruðum við þetta nokkuð þægilega. Við enduðum á að tapa nokkrum leikjum í lokin sem var leiðinlegt. Ég get alveg verið sáttur við mín ár í Zaragoza og er bara spenntur fyrir næstu skrefum,“ sagði Tryggvi Snær. Tryggvi færi sig frá Zaragoza, vestar á norðurströnd Spánar, til Bilbao í Baskalandi. Hann mun spila með Bilbao Basket á komandi leiktíð. Nýr staður fyrir fjölskylduna að heimsækja „Ég farið þangað og spilað margoft. Ég farið í heimsókn þangað og þetta er mjög falleg borg og flott svæði. Fjölskyldan er mjög sátt að fá nýjan stað til að heimsækja. Ég er mjög spenntur og þekki þjálfarann vel. Í liðinu eru margir reynsluboltar úr ACB og ég er spenntur að sjá hvað við getum gert á næsta tímabili,“ sagði Tryggvi. Hvernig ber hann þetta Bilbao lið saman við Zaragoza liðið? „Þetta er svipaður kaliber og lið á svipuðu róli. Í ACB þá eru flest öll lið í þessum dúr. Í rauninni algjör happa og glappa hvar með enda síðan. Þetta er alveg lið sem getur komist í úrslitakeppnina og getur líka endað á því að berjast í fallbaráttu,“ sagði Tryggvi. Tryggvi er nú á fullu með íslenska landsliðinu sem er á leiðinni í umspil um sæti á Ólympíuleikunum sem hefst á laugardaginn kemur í Tyrklandi. Það má horfa á allt viðtalið við Tryggva hér fyrir neðan og hvað hann segir um þetta krefjandi verkefni með landsliðinu.
Landslið karla í körfubolta Spænski körfuboltinn Mest lesið Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Körfubolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti