Besta deild karla

Fréttamynd

Pepsi-mörkin: Markaregnið úr 17. umferð

Tveir síðustu leikirnir í 17. umferð Pepsi-deildar karla fóru fram í kvöld þar sem KR og Fram skildu jöfn, 1-1. Valsmenn gerðu góða ferð til Keflavíkur og lögðu heimamenn 4-0. Í myndbandinu má sjá öll mörkin og tilþrifin úr leikjunum í 17. umferð. Myndbandið var sýnt í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 sport. Tónlistin er frá Kavinsky - Road Game heitir lagið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Guðjón: Það þarf kraftaverk

"Þetta var ekki fallegasti fótboltaleikurinn en það voru ágætir kaflar í honum. Það var þungt að þurfa að tapa þessu. Við erum í erfiðri stöðu,“ sagði Guðjón Þórðarson þjálfari Grindavíkur eftir tapleikinn gegn ÍA í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - ÍBV 1-1

Stjarnan og ÍBV gerðu 1-1 jafntefli á Samsungvellinum í kvöld en leikurinn var hluti af 17.umferð Pepsi-deildar karla. Þessi lið berjast um Evrópusætið í deildinni og var þetta gríðarlega mikilvægur leikur fyrir báða bóga. Stjarnan skoraði fyrsta mark leiksins eftir rúmlega korters leik en Eyjamenn náðu að jafna þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Baldur: Virkilega falleg vika að baki

Mývetningurinn Baldur Sigurðsson hefur verið áberandi síðustu daga. Um síðustu helgi tryggði hann KR 2-1 sigur á Stjörnunni í úrslitum bikarkeppninnar með marki á lokamínútum leiksins og í fyrrakvöld skoraði hann tvö mörk í 3-1 sigri á FH í uppgjöri toppliða deildarinnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Viðtal Hjartar við Guðjón Þórðarson í heild sinni

Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindavíkur í knattspyrnu karla ræddi við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Boltinn á X-inu í morgun. Guðjón svaraði þar gagnrýni Paul McShane sem fyrr í vikunni lét þau orð falla að Guðjón væri lélegasti þjálfari sem hann hefði haft á ferlinu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Pepsi-mörkin: FH - KR, ÍA - Stjarnan | umfjöllun

Hörður Magnússon og félagar hans í Pepsimörkunum á Stöð 2 sport fóru yfir gang mála í lokaleikjunum tveimur í 16. umferð Pepsideildar karla. Hér má sjá þáttinn í heild sinni. Reynir Leósson og Hjörvar Hafliðason voru sérfræðingar þáttarins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Pepsi-mörkin: Markasyrpan úr leikjum kvöldsins

Tveir síðustu leikirnir í 16. umferð Pepsi-deildar karla fóru fram í kvöld þar sem bikarúrslitaliðin KR og Stjarnan fögnuðu sigrum á útivelli, KR í Kaplakrika en Stjarnan á Akranesi. Farið var yfir gang mála í leikjunum í þættinum Pepsi-mörkin á Stöð 2 sport og hér má sá Markaregnið úr þættinum sem er að þessu sinni skreytt með tónlist frá þýsku rokksveitinni Rammstein. Lagið heitir Engel.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Frábærir fimm dagar hjá Baldri og KR-ingum - myndir

KR-ingar voru í miklu stuði í Kaplakrika í kvöld þegar þeir unnu 3-1 sigur á toppliði FH og settu með því mikla spennu í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn. KR-ingar unnu bikarinn fyrir fimm dögum en það var ekki að sjá neina timburmenn á Vesturbæingum í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Langþráður sigur hjá Stjörnumönnum - myndir

Stjörnumenn sóttu þrjú stig upp á Akranes í 16. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld en Stjarnan vann 2-1 sigur á heimamönnum í ÍA. Stjörnumenn voru fyrir leikinn búnir að tapa þremur leikjum í röð þar af bikarúrslitaleiknum um síðustu helgi.

Íslenski boltinn