Íslenski boltinn

Höttur valtaði yfir Víking | Fjölnir tapaði á Króknum

Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings, hefur líklega ekki reytt af sér brandarana í fluginu heim frá Egilsstöðum.
Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings, hefur líklega ekki reytt af sér brandarana í fluginu heim frá Egilsstöðum.
Höttur lyfti sér upp úr fallsæti í dag er liðið vann stórsigur á Víkingi frá Reykjavík. Leiknir er þar með kominn í fallsæti ásamt ÍR. Dimmt yfir Breiðholtinu.

Haukar unnu góðan sigur á meðan Fjölnir varð af dýrmætum stigum á Sauðárkróki.

Úrslit:

Haukar-BÍ/Bolungarvík 3-0

Sigurbjörn Hreiðarsson, Magnús Páll Gunnarsson, Alexander Freyr Sindrason.

Tindastóll-Fjölnir 2-1

Colin Helmrich, Steven Beattie - Viðar Ari Jónsson.

Höttur-Víkingur R. 5-2

Elvar Þór Ægisson 2, Friðrik Ingi Þráinsson, Davíð Einarsson, Óttar Steinn Magnússon - Sigurður Egill Lárusson, Hjörtur Júlíus Hjartarson.

Úrslit frá urslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×