Íslenski boltinn

Viðtal Hjartar við Guðjón Þórðarson í heild sinni

Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindavíkur í knattspyrnu karla ræddi við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Boltinn á X-inu í morgun. Guðjón svaraði þar gagnrýni Paul McShane sem fyrr í vikunni lét þau orð falla að Guðjón væri lélegasti þjálfari sem hann hefði haft á ferlinu.

Guðjón gagnrýndi sjálfur fjölmiðla á Íslandi í dag sem hann telur ófaglega.

Guðjón fer um víðan völl í viðtalinu og heldur því meðal annars fram að Þorsteinn Gunnarsson, fyrrum formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, hafi boðið sér starf þjálfara í Grindavík.

Það er athyglisvert í ljósi þess að Þorsteinn hætti sem formaður þar sem stjórn deildarinnar vildi ráða Guðjón. Því var Þorsteinn ekki sammála.

Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×